Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar eru afmarkaðasta sveitarfélag landsins og um margt sér á báti. DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Ómar Garðarsson hefur verið blaða- maður í Eyjum um áratugaskeið og þekkir vel til stjórnmála og bæjar- mála í Vestmannaeyjabæ. Hann seg- ir að engum blöðum sé um það að fletta að aðdragandi sveitarstjórnar- kosninga árið 2018 sitji mjög í mönn- um og hafi enn veruleg áhrif á bæjarstjórnarpólitíkina. Þar vísar hann til þess þegar Íris Róbertsdóttir, sem verið hafði bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, efndi til klofningsframboðs undir merkj- um H-listans (Fyrir Heimaey) vegna ágreinings við Elliða Vignisson, þá- verandi bæjarstjóra og oddvita, um uppstillingu á lista sjálfstæðis- manna. Svo fór að H-listinn felldi meirihluta Sjálfstæðisflokksins afar naumlega, en Vestmannaeyjar höfðu verið mikið vígi flokksins um ára- tugaskeið. Íris myndaði svo meiri- hluta með E-lista félagshyggjuafla og var ráðin bæjarstjóri. „Þarna mynduðust sár sem ekki eru gróin,“ segir Ómar og telur að ákaflega stutt kosningabarátta hafi ekki bætt úr skák, sérstaklega í ljósi þess að eiginlegur málefna- ágreiningur sé óverulegur. „Það er nú hér eins og annars staðar að í svona 90-95% tilvika er fólk bara sammála,“ segir Ómar. „Þetta er allt gott og gegnt fólk sem vill bænum vel,“ segir hann og telur að þessi for- tíð sé að þvælast óþarflega fyrir mönnum. Hann tekur hins vegar undir það að það hafi ekki verið til þess að bera klæði á vopnin að Páll Magnússon, fv. þingmaður, skyldi hafa tekið oddvitasætið á H- listanum nú. Það hafi rifið ofan af gömlum sárum. Ómar segir að samkvæmt sínum heimildum innan E-listans sé miðað að því að viðhalda samstarfinu við H-listann, samstarf hans við sjálf- stæðismenn komi vart til greina. Það breyti einnig stöðunni, að í þess- um kosningum verði bæjarfulltrúum fjölgað úr sjö í níu. Hann telur lík- legt að E-listinn nái tveimur sætum að þessu sinni, svo baráttan milli sjálfstæðismanna og H-listans verði enn harðari. Framfarasókn í Eyjum Ómar segir bæjarmálin stýrast mikið af efnahagslegum uppgangi, sem hafi ekki verið minni í Vest- mannaeyjum en annars staðar á landinu. Þar hafi mikið áunnist og miklir sóknarmöguleikar eftir. Heilt yfir sé staðan góð og salan á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja hafi reynst grunnurinn að góðri stöðu bæjarsjóðs, sem hafi haldist síðan. „Hér er margt í mjög góðu lagi.“ Ferðaþjónusta í Eyjum er ekki ný af nálinni, en hún hefur vaxið hröð- um skrefum undanfarin ár. Vandinn sé sá að margir ferðamenn komi að- eins dagpart en æskilegt væri að þeir stöldruðu við. Til þess kunni þó að vanta aukið fyrsta flokks gisti- rými. Ekki þurfi þó síður að huga að samgöngum, flugið sé ekki svipur hjá sjón og ferjusiglingar ótryggar að vetri til. Fyrir vikið sé heilsárs- ferðaþjónusta ekki raunhæf, en úr því megi og eigi að bæta. Ómar telur að flest slík vandkvæði séu auðleyst, en að mörgu sé að hyggja, einkum innviðauppbygg- ingu. Aðdráttarafl Vestmannaeyja sé mikið, Eyjarnar hafi margt að bjóða, sérstaklega barnafólki. „Hér er gott og gaman að búa.“ „Hér er gott og gaman að búa“ - Ómar Garðarsson blaðamaður fer yfir stöðuna í Eyjum - Pólitíkin upptekin af kosningunum 2018 - Góð staða í bæjarlífinu og nóg af sóknarfærum - Samgöngumálin með brýnustu úrlausnarefnum Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Pressan Ómar Garðarsson, blaðamaður til áratuga, fór yfir ástand og horfur í Vestmannaeyjum í Kosningahlaðvarpi Dagmála, sem er birt í dag. B irt m e ð fyrirv a ra u m m yn d - o g te xta b re n g l. Porsche á Íslandi | Krókhálsi 9 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 | porsche.is | Opið virka daga frá 9:00 til 18:00 og laugardaga frá 12:00 til 16:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.