Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 28

Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar eru afmarkaðasta sveitarfélag landsins og um margt sér á báti. DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Ómar Garðarsson hefur verið blaða- maður í Eyjum um áratugaskeið og þekkir vel til stjórnmála og bæjar- mála í Vestmannaeyjabæ. Hann seg- ir að engum blöðum sé um það að fletta að aðdragandi sveitarstjórnar- kosninga árið 2018 sitji mjög í mönn- um og hafi enn veruleg áhrif á bæjarstjórnarpólitíkina. Þar vísar hann til þess þegar Íris Róbertsdóttir, sem verið hafði bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, efndi til klofningsframboðs undir merkj- um H-listans (Fyrir Heimaey) vegna ágreinings við Elliða Vignisson, þá- verandi bæjarstjóra og oddvita, um uppstillingu á lista sjálfstæðis- manna. Svo fór að H-listinn felldi meirihluta Sjálfstæðisflokksins afar naumlega, en Vestmannaeyjar höfðu verið mikið vígi flokksins um ára- tugaskeið. Íris myndaði svo meiri- hluta með E-lista félagshyggjuafla og var ráðin bæjarstjóri. „Þarna mynduðust sár sem ekki eru gróin,“ segir Ómar og telur að ákaflega stutt kosningabarátta hafi ekki bætt úr skák, sérstaklega í ljósi þess að eiginlegur málefna- ágreiningur sé óverulegur. „Það er nú hér eins og annars staðar að í svona 90-95% tilvika er fólk bara sammála,“ segir Ómar. „Þetta er allt gott og gegnt fólk sem vill bænum vel,“ segir hann og telur að þessi for- tíð sé að þvælast óþarflega fyrir mönnum. Hann tekur hins vegar undir það að það hafi ekki verið til þess að bera klæði á vopnin að Páll Magnússon, fv. þingmaður, skyldi hafa tekið oddvitasætið á H- listanum nú. Það hafi rifið ofan af gömlum sárum. Ómar segir að samkvæmt sínum heimildum innan E-listans sé miðað að því að viðhalda samstarfinu við H-listann, samstarf hans við sjálf- stæðismenn komi vart til greina. Það breyti einnig stöðunni, að í þess- um kosningum verði bæjarfulltrúum fjölgað úr sjö í níu. Hann telur lík- legt að E-listinn nái tveimur sætum að þessu sinni, svo baráttan milli sjálfstæðismanna og H-listans verði enn harðari. Framfarasókn í Eyjum Ómar segir bæjarmálin stýrast mikið af efnahagslegum uppgangi, sem hafi ekki verið minni í Vest- mannaeyjum en annars staðar á landinu. Þar hafi mikið áunnist og miklir sóknarmöguleikar eftir. Heilt yfir sé staðan góð og salan á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja hafi reynst grunnurinn að góðri stöðu bæjarsjóðs, sem hafi haldist síðan. „Hér er margt í mjög góðu lagi.“ Ferðaþjónusta í Eyjum er ekki ný af nálinni, en hún hefur vaxið hröð- um skrefum undanfarin ár. Vandinn sé sá að margir ferðamenn komi að- eins dagpart en æskilegt væri að þeir stöldruðu við. Til þess kunni þó að vanta aukið fyrsta flokks gisti- rými. Ekki þurfi þó síður að huga að samgöngum, flugið sé ekki svipur hjá sjón og ferjusiglingar ótryggar að vetri til. Fyrir vikið sé heilsárs- ferðaþjónusta ekki raunhæf, en úr því megi og eigi að bæta. Ómar telur að flest slík vandkvæði séu auðleyst, en að mörgu sé að hyggja, einkum innviðauppbygg- ingu. Aðdráttarafl Vestmannaeyja sé mikið, Eyjarnar hafi margt að bjóða, sérstaklega barnafólki. „Hér er gott og gaman að búa.“ „Hér er gott og gaman að búa“ - Ómar Garðarsson blaðamaður fer yfir stöðuna í Eyjum - Pólitíkin upptekin af kosningunum 2018 - Góð staða í bæjarlífinu og nóg af sóknarfærum - Samgöngumálin með brýnustu úrlausnarefnum Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Pressan Ómar Garðarsson, blaðamaður til áratuga, fór yfir ástand og horfur í Vestmannaeyjum í Kosningahlaðvarpi Dagmála, sem er birt í dag. B irt m e ð fyrirv a ra u m m yn d - o g te xta b re n g l. Porsche á Íslandi | Krókhálsi 9 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 | porsche.is | Opið virka daga frá 9:00 til 18:00 og laugardaga frá 12:00 til 16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.