Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Sandvíkur
Suðurey
Álsey
Brandur
Bjarnarey
Faxasker
Smáeyjar
Heima-
klettur
Herjólfs-
dalur
Elliðaey
Eldfell
Helgafell
Stórhöfði
HEIMAEY
Vestmannaeyjar
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum*
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
3.164
2.630
83%
ÍBÚAR
4.414
AFGANGUR*
236 m.kr.
HEILDARSKULDIR 2022
5,3 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2022: 80%
2025: 73%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
3.482
FLATARMÁL
16 km²
53%
Karlar
Konur
47%
Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda meirihluta
Bæjarstjóri: Íris Róbertsdóttir (H)
Formaður bæjarráðs: Njáll Ragnarsson (E)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
200
400
600
800
1000
1200
> 7051-7031-5018-30< 18
■ D Sjálfstæðisflokkur 45,4% 3
■ E Eyjalistinn 20,4% 1
■ H Fyrir Heimaey 34,2% 3
Saga Vestmannaeyja nær til landnáms, þar er elsta samfellda þéttbýli Íslands og verslunar-
staður síðan á 15. öld. Kaupstaðarréttindi fengust fyrst 1786 og Eyjar verið ein helsta verstöð
landsins frá því vélbátaöld hófst. Kaflaskil urðu í eldgosinu 1973, en íbúar hafi aldrei orðið
jafnmargir síðan. Sjávarútvegur, ferðaþjónusta og þjónusta eru helstu atvinnugreinar.
Eyjasund
Stakkabót
Þórarinshraun
Flatahraun
H
E
Þorlákshöfn
La
nd
eyj
ah
öfn
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Þrjú framboð bjóða fram í Vest-
mannaeyjum að þessu sinni, þau hin
sömu og státað hafa af bæjar-
fulltrúum á liðnu kjörtímabili. Töldu
margir að gríðarfjölmennt prófkjör
Sjálfstæðisflokksins, þar sem Eyþór
Harðarson varð hlutskarpastur í
baráttunni um fyrsta sætið, yrði til
þess að lægja öldurnar sem leikið
hafa um Sjálfstæðisflokkinn á síð-
ustu árum. Má ölduganginn rekja til
sérframboðs Írisar Róbertsdóttur,
núverandi bæjarstjóra, sem felldi
sig ekki við uppstillingu á lista Sjálf-
stæðisflokksins fyrir síðustu kosn-
ingar. Náði listi hennar, H-listi, Fyr-
ir Heimaey, þremur mönnum í
sveitarstjórn og myndaði í kjölfarið
meirihluta með Eyjalistanum sem
fékk einn mann kjörinn.
Þegar Dagmálateymi Morgun-
blaðsins sótti Eyjar heim fyrr í vik-
unni kom hins vegar í ljós að veru-
lega kraumar enn undir vegna
klofningsins. Virðist það ekki hafa
dregið úr spennunni að Páll Magn-
ússon, fyrrverandi oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi, gekk
formlega til liðs við H-lista og gerð-
ist oddviti framboðsins. Hann var
lengi talinn hallur undir framboð Ír-
isar fyrir fjórum árum en hefur nú
stigið fram og gengið hressilega
fram í gagnrýni á Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokksins.
Gefur Eyþór beinlínis til kynna að
stuðningur Páls við framboð Írisar
hafi kostað Sjálfstæðisflokkinn
meirihlutann sem hann hafði farið
með fram að því. Aðeins munaði
fjórum atkvæðum á fjórða manni D-
og H-lista í kosningunum.
Ljóst er að stimpingar milli fyrrver-
andi og núverandi sjálfstæðismanna
fara ekki vel í alla í Eyjum. Njáll Ragn-
arsson, oddviti E-listans, segir mik-
ilvægt að bæjarbúar beini sjónum að
verkefnunum fram undan en festist
ekki í umræðu um innanflokksátök í
Sjálfstæðisflokknum. Taka Íris og Ey-
þór raunar undir það þótt umræðan á
vettvangi Dagmála, sem nálgast má í
upptöku á mbl.is og á helstu hlaðvarps-
veitum, gefi sterkt til kynna að erfitt sé
að skilja umræðu núverandi kosninga
frá þeim hjaðningavígum sem áttu sér
stað árið 2018.
Þegar Eyþór er spurður út í
hvaða áherslur Sjálfstæðisflokk-
urinn beri á borð fyrir kjósendur að
liðnum fjórum árum undir meiri-
hluta E- og H-lista, segir hann að
hann hefði viljað sjá meirihlutann
ráðstafa fjármunum bæjarfélagsins
með ábyrgari hætti en raun var á.
Þannig hafi tækifæri til að sameina
starfsemi sveitarfélagsins undir einu
þaki runnið út í sandinn og eins hafi
verið rangt af bæjaryfirvöldum að
segja upp þjónustusamningi um
rekstur hjúkrunarheimilis í bænum.
Íris tekur ekki allskostar undir
þessa gagnrýni og bendir á að
bæjarfélagið hafi verið rekið með af-
gangi síðustu ár og að auk þess hafi
minnihluti Sjálfstæðisflokks sam-
þykkt fjárhagsáætlun bæjarins í tvö
skipti en setið hjá í eitt.
Talsverð kergja birtist í ummæl-
um Írisar um núverandi dómsmála-
ráðherra og kvartar hún undan því
að ekkert samtal hafi átt sér stað
milli ráðuneytis hans og sveit-
arstjórnar og um framtíðarskipulag
sýslumannsembættisins í Eyjum.
Eyþór bendir á að Jón Gunnarsson,
ráðherra málaflokksins, hafi skýrt
að þótt stefnt væri að stofnun eins
sýslumannsembættis fyrir allt land-
ið þá yrði tryggt að umsvif embætt-
isins í Eyjum myndu haldast og að
þau yrðu jafnvel efld með tilflutningi
verkefna til þess. Njáll lýsti óánægju
með að slíkar hugmyndir væru viðr-
aðar á flokksfundum innan Sjálf-
stæðisflokksins.
Er ekki ofsögum sagt að kapp-
ræður oddvitanna í Eyjum séu einar
hinar hressilegustu á hringferð Dag-
mála þetta árið. Flest bendir til þess
að ef E- og H-listi hljóta stuðning til,
verði meirihlutasamstarf milli þeirra
endurnýjað og að Sjálfstæðisflokkur
þurfi hreinan meirihluta til að ná
völdum. Íris ítrekar þegar hún er
spurð að hún sé bæjarstjóraefni H-
lista. Njáll segist reiðubúinn til að
taka að sér starf bæjarstjóra en Ey-
þór vill fá utanaðkomandi mann til
verksins. Íris segir ekki koma til
greina að Páll Magnússon taki við
starfi bæjarstjóra á kjörtímabilinu.
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Hlaðvarp Oddvitar í Vestmannaeyjum 2022: Njáll Ragnarsson (E), Eyþór Harðarson (D) og Íris Róbertsdóttir (H).
Ekki enn gróið um
heilt í Eyjum frá 2018
- Gneistar milli oddvita Sjálfstæðisflokks og bæjarstjóra
Vestmannaeyja - Prófkjör fyrir fjórum árum situr enn í
fólki - Deilt um hjúkrunarheimili og sýslumannsembætti
Hestöfl: 462 | Hámarkstog: 700 Nm | Hröðun: 5.0 sek. 0-100 km klst.
Rafmagnað sumarævintýri.
Porsche Cayenne E-Hybrid (Plug-In).
Nú fylgir Platinum Edition aukahlutapakki í takmarkaðan tíma.