Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Hægðu á þér! Umferðarskilti af öllum stærðum og gerðum. Bannmerki Viðvörunarmerki Bílastæðamerki Einkastæði ATHUGIÐ! Bílastæði eingöngu ætluð starfsmönnum og gestum skólanna frá 07:30 - 17:00 Óviðkomandi bílar verða fjarlægðir Skilti BSV S:5514000 Boðmerki Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 555 65 00 | xprent@xprent.is VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fyrir nokkrum árum sáum við fram á að geta ekki annað aukinni eftirspurn. Þessi stækkun er því búin að vera í undirbúningi síðan 2018,“ segir Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin tók á dögunum í notk- un nýtt 1.650 fermetra fram- leiðsluhús á lóð fyrirtækisins við Grjótháls í Reykjavík. Í nýja hús- inu er hátækniframleiðslulína fyrir dósir sem gjörbyltir starfseminni að sögn forstjórans. „Hún fram- leiðir 12 dósir á sekúndu. Þetta verður alger bylting,“ segir Andri. Húsið byggt á níu mánuðum Fyrsta skóflustungan að nýja húsinu, sem Arkís hannaði, var tekin í apríl á síðasta ári og verk- smiðjan var gangsett í janúar síð- astliðnum. Ótrúlegt má telja að framkvæmd sem þessi hafi verið kláruð á aðeins níu mánuðum. „Að baki er langur undirbúningur hjá starfsfólki Ölgerðarinnar, mikil skipulagning og svo eiga þýskir samstarfsmenn okkar hrós skilið,“ segir Andri. Samið var við þýska fyrirtækið Krones um uppsetningu fram- leiðslulínunnar en Andri lýsir því fyrirtæki sem „Marel drykkjar- vörubransans“. „Starfsmenn þess bera ábyrgð á því að öll línan virki hjá okkur, jafnvel þótt tækin komi víðar að. Hér voru um 45 tækni- menn frá Þýskalandi þegar mest lét frá október og fram að jólum. Þeir komu svo aftur í janúar til að gangsetja. Nú eru fjórir Þjóð- verjar hér til að fínstilla fram- leiðsluna og við fáum svo línuna formlega afhenta á næstu vikum.“ 2,5 milljarða fjárfesting Þegar nýja framleiðslulínan er komin í fulla notkun verður hægt að ráðast í endurnýjun á eldri verksmiðju sem byggð var 1986. „Þetta er verkefni upp á 2,5 millj- arða króna og þegar þessari end- urnýjun er lokið hefur Ölgerðin fjórfaldað framleiðslugetu sína á dósum og getur þannig komið enn betur til móts við aukna eftirspurn og óskir viðskiptavina sem hafa tekið vel á móti vörum okkar,“ segir Andri. 80 milljónir eininga í fyrra Forstjórinn segir að 46% af starfsemi Ölgerðarinnar sé fram- leiðsla á eigin vörumerkjum, svo sem Appelsíni, Kristal, Egils Gulli og Collab. „Það eru verðmætustu gæði fyrirtækisins,“ segir hann. Um 17% af starfseminni er fram- leiðsla á sérleyfisdrykkjum á borð við Pepsi og Pepsi Max, Tuborg, Carlsberg og fleiri slíka. Þá standa eftir 37% sem eru innflutn- ingur á alls kyns mat- og sérvöru. „Það er gott jafnvægi í þessu. Það kom skýrt fram á Covid-tímanum að þegar ákveðnir þættir falla, rísa aðrir upp.“ Ölgerðin framleiddi rúmlega 80 milljónir eininga af drykkjarvöru á síðasta ári. „Áherslan hefur smám saman verið að færast yfir í minni einingar sem neytendur vilja og aukningin hjá okkur hefur verið langhröðust í 33 cl dósum. Á sama tíma er minni sala á tveggja lítra plastflöskum. Neytendur tengja betur við smærri einingar í áli,“ segir Andri. Aukin áhersla á útflutning Hann segir að aukin afkastageta losi um vaxtarhömlur hjá fyrir- tækinu. Nú sé hægt að svara auk- inni spurn neytenda eftir drykkjum í áldósum en jafnframt sé hægt að leggja aukna áherslu á útflutning og vöruþróun. „Við getum núna byrjað með til- raunaútflutning á Collab. Það er mikill áhugi á þeirri vöru. Um leið getum við haldið áfram með frek- ari vöruþróun. Eitt mikilvægasta markmið okkar er að nýjar vörur séu að minnsta kosti 5% af okkar veltu hverju sinni og nú getum við lagt aukna áherslu á drykki í dós- um.“ Húsnæðið umhverfisvottað Meðal breytinga sem neytendur verða varir við er að allir gos- drykkir Ölgerðarinnar, hvort sem þeir heita Pepsi Max, Collab, Kristall eða hvaðeina, verða brátt fáanlegir í mjóum 33 cl dósum. Ekki stendur til að bjór verði færður yfir í slíkar umbúðir þótt það kunni að vera prófað. „Það er reyndar gaman að geta þess að við fáum ekki bara hraðari framleiðslu heldur líka enn betri vöru úr nýju línunni. Í þessum vélum er hitameðhöndlunin betri en í þeim eldri. Við fáum því enn betri vökva, bjórinn verður til að mynda betri.“ Hann segir að út frá umhverf- issjónarmiðum sé augljóslega betra að framleiða drykkina á Ís- landi, öfugt við samkeppnisaðila Ölgerðarinnar sem flytji þá inn. „En svo er nýja húsnæðið líka byggt með sjálfbærni að leiðarljósi og við bíðum þess nú að það verði umhverfisvottað. Þá er fram- leiðslulínan líka plastlaus og ytri pakkningar úr léttari pappa en áð- ur.“ Framleiða 12 dósir á sekúndu - Ölgerðin er að taka í gagnið nýtt framleiðsluhús sem byggt var á níu mánuðum - Framleiðslugeta fyrirtækisins á dósum fjórfaldast - Neytendur vilja drykki í litlum dósum - Geta aukið útflutning Morgunblaðið/Árni Sæberg Vöxtur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að nýja framleiðslulínan bylti starfseminni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dósir Egils Gull var í framleiðslu þegar Morgunblaðið skoðaði nýju fram- leiðslulínuna í gær. Skynjarar fylgjast með hverju skrefi framleiðslunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umbúðir Framleiðslulínan er plastlaus og öllum dósum verður hér eftir pakk- að í léttan pappa. Framleiðsluhúsið er byggt með sjálfbærni að leiðarljósi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.