Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 32

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 32
32 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 ÞAR SEM VÍSINDI OG NÁTTÚRA KOMA SAMAN Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef til vill koma sérfræðingar okkar með aðrar hliðar á þessu máli. Sjö- undármálin eru áhugaverð og eins réttarfarið í kringum aldamótin 1800,“ segir Eyrún Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands. Um 100 þátttakendur eru í ferð á slóðir Sjöundármorða sem fé- lagið stendur fyrir um komandi helgi. Þátttakendur fara saman í vett- vangsferð að Sjöundá á Rauðasandi næstkomandi laugardag með leið- sögn Gísla Más Gíslasonar, fyrrver- andi prófessors, og í kjölfarið verður fundur í félagsheimilinu á Patreks- firði þar sem velt verður upp spurn- ingum um sekt eða sakleysi Stein- unnar Sveinsdóttur og Bjarna Bjarnasonar sem dæmd voru fyrir morðin á Guðrúnu Egilsdóttur, konu Bjarna, og Jóni Þorgrímssyni, manni Steinunnar. Hjónin bjuggu á Sjöundá þegar Steinunn og Bjarni fóru að draga sig saman en morðin voru framin á árinu 1802. Bjarni tekinn af lífi Þau voru síðan dæmd til lífsláts og var Bjarni hálshöggvinn úti í Noregi en Steinunn lést í fangelsi hér heima áður en kom að flutningi hennar til aftöku. Lík hennar var dysjað á Skólavörðuholti en síðar flutt í Hóla- vallakirkjugarð. Sjöundár- morðin hafa verið eitt umtalaðasta sakamál landsins í 220 ár, ekki síst vegna skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, Svart- fugls. Ekki rétt- arhöld Eyrún tekur fram að á fundinum á Patreksfirði verði ekki ný réttarhöld eins og Lögfræðingafélagið stóð fyr- ir í máli Agnesar, Friðriks og Sigríð- ar vegna drápsins á Natan Ketils- syni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi árið 1828. Félagið efndi af því tilefni til hóp- ferðar félagsmanna á söguslóðir haustið 2017. Á Patreksfirði verður fjallað um réttarfarið á þessum tíma, metið hvort játningarnar kunni að hafa verið falskar, farið yfir matsgerð bænda á líkunum, hvort sakborn- ingar hafi fengið einhverja vörn og hvaða dóm Bjarni og Steinunn hefðu fengið í nútímanum. Meðal þátttakenda eru Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Ingi- björg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, Guðrún Sesselja Arnardóttir lög- maður, Pétur Guðmann Guðmanns- son réttarmeinafræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur. Eyrún segir að málskjölum hafi ver- ið deilt fyrir fram með þátttak- endum í ferðinni til þess að fólk geti verið betur undirbúið. Þá hafi verið efnt til bókmenntafundar um söguna Svartfugl. Áhugavert dómsmál „Ég veit ekki hvað kemur út úr þessu, hvort menn fara út vissir um að Steinunn og Bjarni hafi fyrir- komið Jóni og Guðrúnu, eða ekki. Það er alla vega áhugavert að velta fyrir sér svona gömlum dómsmálum frá öllum hliðum,“ segir Eyrún. Gistipláss á Patreksfirði takmark- ar fjölda þátttakenda og er uppselt í ferðina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rauðisandur Sjöundá sem nú er eyðibýli var vettvangur hörmulegra atburða fyrir um 220 árum. Málið er eitt umtalaðasta dómsmál hér á landi og hefur lifað með þjóðinni allan þennan tíma. Velta fyrir sér sekt eða sakleysi - Um 100 manns í ferð á vettvang Sjöundármorðanna og verður dómsmálið rætt á fundi í kjölfarið Eyrún Ingadóttir Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að landvinnsla fyrir- tækisins Íslandsþara á stórþara á Dalvík eða Húsavík skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Endanlegt staðarval fyrir starfsemina liggur ekki fyrir en einn staður á hafnar- svæði Dalvíkur og tveir við Húsavík- urhöfn koma til greina fyrir vinnslu- húsnæðið. Fyrirhuguð framkvæmd felst í söfnun og vinnslu á stórþara og er gert ráð fyrir að þaranum verði safnað undan annesjum á Norðurlandi, mögulega frá Vatns- nesi við Húnaflóa allt austur að Langanesi. Í greinargerð með ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram að Íslandsþari geri ráð fyrir að vinnsla á stórþara verði á hafnarsvæði á Norðurlandi, sem næst miðsvæðis á vaxtarsvæði stórþarans. Áform eru um að reisa um 4-6 þúsund fermetra vinnsluhúsnæði ásamt aðstöðu til þróunar á starfseminni. Fyrirhugað er að vinna allt að 40 þúsund tonn á ári af stórþara þegar fullri vinnslu er náð og afurðir verði um fjögur þús- und tonn á ári af þurrefni, þ.e. um 2.500 tonn af þaramjöli, 1.200 tonn af algínötum og 350 tonn af sellulósa. Þessi efni eru notuð sem bætiefni fyrir matvæla- og lyfjamarkað. Í áliti Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdin hafi allar forsendur til að falla að annarri starfsemi sem fyrir sé á þeim hafnarsvæðum sem koma til greina. aij@mbl.is Vinnsla á stórþara á Húsavík eða Dalvík Möguleg svæði til söfnunar á stórþara Heimild: Mannvit/Kynning Íslandsþara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.