Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Áður 64.900 kr. (Afsláttur 16.000 kr.)
48.900 kr.
Mjög öflug háþrýstidæla
Dual Tech sem er með tveimur mótorum sem
gefur tvöfalt vatnsflæði og gerir þrifin enn
fljótlegri. Dælan er 160 bör með 14 L/mín
vatnsflæði. 2,7KW mótor. Kemur með 8 metra
barka, kvoðubrúsa, stillanlegum spíss
og túrbospíss.
Áður 39.900 kr. (Afsláttur 10.000 kr.)
29.900 kr.
Öflug háþrýstidæla sem hentar vel til þess
að þrífa bílinn og í kringum heimilið. Dælan er 160 bör með 7,6
L/mín vatnsflæði. 2,2 KW mótor. Kemur með 6 metra barka,
kvoðubrúsa, stillanlegum spíss og túrbospíss.
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Einn og hálfur mánuður er liðinn af
gráslepputímabilinu, að einu veiði-
svæði undanskildu, og hefur á þess-
um tíma tekist að landa rúmlega
2.618 tonnum samkvæmt tölum
Fiskistofu. Ráðlagður hámarksafli
veiðanna er 6.972 tonn og hafa grá-
sleppubátarnir náð 37,5% af þeim
afla.
Á Faxaflóa, Vestfjörðum, Húna-
flóa, Norðurlandi, Austurlandi og
Suðurlandi er veiðitímabilið í ár frá
og með 20. mars til og með 30. júní.
Gert er ráð fyrir að veiðar verði
stöðvaðar á þessum svæðum ef afli
fer yfir 78% af ráðlögðum hámarks-
afla og er það í verkahring Fiski-
stofu að fylgjast með veiðum og
grípa til viðeigandi aðgerða. Alls eru
22% af aflanum ætluð Breiðafirði en
þar hefst veiðitímabilið ekki fyrr en
20. maí og stendur til og með 12.
ágúst.
Fjórðungi fleiri á rúmri viku
Mun betra verð hefur fengist á
vertíðinni en búist var við, bæði á
mörkuðum og hjá stærri kaupend-
um. Fréttir af hagstæðu verði virð-
ast hafa hvatt margan grásleppu-
sjómanninn af stað og hefur aðsókn í
veiðarnar aukist nokkuð en í byrjun
síðustu viku höfðu 105 bátar landað
grásleppu, en þeim hefur fjölgað um
tæpan fjórðung og var þetta orðinn
131 bátur 3. maí. Veður hefur einnig
þótt henta vel til veiða og var með-
afli á bát fyrir tíu dögum 14,8 tonn
en var 3. maí orðinn rétt tæp 20 tonn
þrátt fyrir töluverða fjölgun báta.
Töluverður fjöldi báta, eða 83,
hefur lokið veiðum en veiðidögum
var fækkað í 25 úr 35 á grásleppu-
vertíðinni í fyrra. 61 bátur var 3. maí
með virk leyfi og er það nokkur
fjölgun frá byrjun síðustu viku þeg-
ar þeir voru 53.
Enginn bátur hefur enn náð 50
tonnum enn sem komið er, en afla-
mesti báturinn það sem af er grá-
sleppuvertíð er Hlökk ST-66 með
48,7 tonn. Næst á eftir er Norðurljós
NS-40 með 46,5 tonn og síðan Elín
ÞH-82 með 44,4 tonn.
Töluvert hefur verið fjallað um
brottkast á vertíðinni en ekki er
ljóst hver niðurstaða þeirra mála
verður, en fjöldi grásleppusjómanna
hefur dregið í efa lögmæti drónaeft-
irlits Fiskistofu.
Staða grásleppuvertíðarinnar 3. maí 2022
0%
Heimild: Fiskistofa
Lokið
veiðum
Virk
leyfi Alls
A. Faxaflói 9 6 15
B. Breiðafjörður 1 5 6
C.Vestfirði 6 5 11
D. Húnaflói 17 12 29
E. Norðurland 32 18 50
F.Austurland 15 10 25
G. Suðurland 3 5 8
Fjöldi leyfa 83 61 144
Þátttaka á vertíðinni
Aflastaða á tímabilinu 20. mars til 3. maí30 aflamestu grásleppubátarnir
2.619 tonn er heildarafli
vertíðarinnar
131 bátur hefur
hafið veiðar
20 tonn er
meðalafli báta
Afli, tonn
Hlökk ST 66 48,7
Norðurljós NS 40 46,5
Elín ÞH 82 44,4
Simma ST 7 43,7
Rán SH 307 43,1
Kóngsey ST 4 42,5
Benni ST 5 42,1
Sæfari BA 110 41,7
Skúli ST 75 41,3
Sæfugl ST 81 38,4
Fönix BA 123 37,4
Tóti NS 36 36,8
Sigrún Hrönn ÞH 36 35,8
Sigurey ST 22 35,8
Ísak AK 67 35,4
Helga Sæm ÞH 70 34,7
Afli, tonn
Bergur Sterki HU 17 34,5
Natalia NS 90 34,0
Fíi ÞH 11 33,6
Gísli ÍS 22 33,3
Herja ST 166 32,2
Gunnþór ÞH 75 32,1
Gunnar KG ÞH 34 31,8
Glettingur NS 100 31,0
Júlía SI 62 30,8
Björn EA 220 30,4
Ás NS 78 29,8
Garpur RE 148 29,8
Ásdís ÞH 136 29,0
Kristinn ÞH 163 28,8
Hinir 101 bátarnir 1.530
Heildarafli 2.619
Alls hafa 83 grásleppu-
bátar lokið veiðum
- Virkum leyfum fjölgað á undanförnum tíu dögum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Við hjá ScaleAQ erum stolt af því
að afhenda Fiskeldi Austfjarða/
Löxum fyrsta steypta fóðurpramm-
ann sem tekinn er í notkun á Ís-
landi,“ segir Höskuldur Steinarsson,
framkvæmdastjóri Scale AQ á Ís-
landi. Fóðurpramminn sem um ræð-
ir hefur fengið nafnið Sandey og
verður til sýnis við höfnina á Fá-
skrúðsfirði um helgina, nánar til tek-
ið laugardag milli tíu og tvö.
Sandey er ekkert smáræði og get-
ur tekið allt að 600 tonnum af fóðri í
fóðursíló. Auk þess sem 100 tonn af
fóðri komast fyrir í geymslulest sem
er 20 sinnum 40 metrar að stærð og
rúmar allt að 130 rúmmetra af
meltu. Höskuldur segir prammann
búinn öllum helstu tækninýjungum
hvað fóðurkerfi varðar, en bæði
kerfið fyrir fóðrun og pramminn
sjálfur eru að öllu leyti fjarstýrð.
Steyptur fóðurprammi er talinn
mjög stöðugur í sjó og hefur hátt
ölduþol sem gerir að verkum að
hann hentar vel fyrir þær krefjandi
aðstæður sem geta skapast við Ís-
landsstrendur, útskýrir Höskuldur.
„Þá hefur steyptur prammi þann
ótvíræða kost að hann þarf ekki að
taka úr sjó reglulega til viðhalds,
hreinsunar og málunar. Hann hefur
því langan og órofinn starfstíma.“
Minni olíunotkun
Hann fullyrðir að Sandey þurfi
60% minna af olíu þar sem pramm-
inn er gengur fyrri tengiltvinnkerfi
sem hefur þá kosti að draga úr losun
og stuðli að lengri endingu vélabún-
aðar. „Sandey er öflug viðbót við
þann góða búnað sem fyrir er hjá
Fiskeldi Austfjarða/Löxum og mun
styrkja fyrirtækið enn frekar til að
takast á við þann vöxt sem fram
undan er í fiskeldinu á Aust-
fjörðum,“ segir Höskuldur.
Ljósmynd/ScaleAQ
Stöðugur Steyptur fóðurprammi er sagður hafa mikla kosti fram yfir fljót-
andi. Meðal annars hefur hann hátt ölduþol og þarf minna viðhald.
Fyrsti steypti
pramminn
- Tekur fleiri hundruð tonn af fóðri
Afurðaverð á markaði
3.maí 2022,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 406,38
Þorskur, slægður 533,95
Ýsa, óslægð 467,86
Ýsa, slægð 406,99
Ufsi, óslægður 182,07
Ufsi, slægður 239,16
Gullkarfi 284,62
Blálanga, slægð 72,00
Langa, óslægð 241,93
Langa, slægð 239,18
Keila, óslægð 77,99
Keila, slægð 74,76
Steinbítur, óslægður 156,27
Steinbítur, slægður 239,12
Skötuselur, slægður 1.057,85
Skarkoli, óslægður 10,00
Skarkoli, slægður 362,79
Þykkvalúra, slægð 507,35
Langlúra, óslægð 258,70
Sandkoli, óslægður 165,13
Gellur 1.251,50
Grásleppa, óslægð 10,59
Hlýri, slægður 329,79
Hrogn/þorskur 51,00
Lúða, slægð 628,87
Lýr, óslægður 16,86
Lýsa, óslægð 26,91
Lýsa, slægð 71,79
Rauðmagi, óslægður 60,00
Sandhverfa, slægð 1.297,00
Skata, óslægð 76,00
Skata, slægð 45,58
Undirmálsýsa, óslægð 20,71
Undirmálsýsa, slægð 30,00
Undirmálsþorskur, óslægður 10,00