Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 41

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Í hinu stórbrotna ljóði um Skagafjörð, eftir séra Matthías Jochumsson, fjalla þrjú erindi af þrettán um Hóla í Hjaltadal. Um þetta ljóð sagði Jónas frá Hriflu: „Það er mesti og voldugasti óður um íslenzkt hér- að. Í engu öðru sögu- og hetjuljóði er byggðin, fólkið og sagan ofin jafn listilega í sam- felldan glitvef andagiftar, stílfeg- urðar og mælsku.“ Auðvelt er að ímynda sér að skáldið hafi farið um allt héraðið og ort erindi á hverjum sögustaðn- um af öðrum, en Jónas hefur það eftir Gunnari syni Matthíasar að kvæðið hafi verið ort heima á Ak- ureyri, að kvöldlagi þegar úti var frost og kafaldshríð. Fyrir ljóðið voru skáldi í fyrsta sinn veitt heið- urslaun hér á landi. Sr. Matthías rifjar upp sögu Hóla og fjallar fyrst um upphafið og forna frægð: Þaðan frá til friðarskjóla: forni mikli staður Hóla! Þar sem stoltan stól og skóla stofna lét hinn helgi Jón. En hann fjallar einnig um nið- urlæginu staðarins síðar meir, eins og blasti við sjónum hans: Ekkja stendur aldin kirkja ein á túni fornra virkja, hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng? Margt hefur breyst heima á Hól- um síðan sr. Matthías orti um Skagafjörðinn árið 1890. Kirkjan er þó hin sama og skáldið hafði fyr- ir augum, vígð árið 1763 og er hún höfuðprýði staðarins. Stendur eins og varðmaður um sögu og helgi Hóla, sem jafnframt er saga lands og þjóðar. Turninn hjá kirkjunni var byggður árið 1950 til minningar um Jón biskup Arason, en þá voru 400 ár liðin frá því hann var tekinn af lífi í Skálholti, ásamt tveimur sonum sínum. Sagan er við hvert fótmál: Jón Ögmunds- son fyrsti biskupinn árið 1106. Guðmundur Arason hinn góði og deilur hans við Kol- bein Tumason á Víði- mýri. Kolbeinn orti sálminn Heyr himnasmiður, sem enn er sunginn og elsti sálmur Norðurlandanna í sálmabók. Byggðamerki Skaga- fjarðar, sverð og bagall, á uppruna sinn í þeirri sögu. Auðun hinn rauði er byggði Auðunarstofu, sem endurbyggð var á Hólum skömmu fyrir síðustu aldamót. Jón Arason og svo Guðmundur Þorláksson, sem gaf út Guðbrandsbiblíu á Hól- um árið 1584 og margir telja að hafi orðið til þess að íslensk tunga varðveittist og varð ekki dönskunni að bráð. Í dag er lítill þéttbýlisstaður á Hólum. Háskólinn á Hólum stend- ur á grunni bændaskólans sem þar var stofnaður árið 1882. Nýlega var ráðinn nýr rektor skólans, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, og mun hún koma öflug inn í það góða starf sem þar er unnið í nánum tengslum við aðra starfsemi á staðnum. Framtíðin er björt. Hólastaður hefur vissulega djúpar rætur, en þarf einnig sína vængi. Hann þarf fólk með hugsjón. Þann 16. ágúst 1964 var Hóla- félagið stofnað að Hólum í Hjalta- dal. Áhugamenn um endurreisn Hólastaðar höfðu þá áður komið saman og undirbúið stofnun félags- ins. Samkvæmt lögum félagsins er meginhlutverk þess að beita sér fyrir samtökum um eflingu Hóla- staðar, endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla sem skólaseturs. Samkvæmt lögunum skal félagið halda Hólahátíð árlega, um sautjándu helgi sumars. Í gögnum félagsins má sjá að félagið hefur komið ýmsu góðu til leiðar fyrir Hólastað og haft áhrif á þró- un mála bæði beint og óbeint. Vígslubiskup hefur setið á Hólum síðan 1986 þegar sr. Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup flutti að Hólum frá Grenjaðastað. Hólahátíð er nú alfarið í höndum vígslubisk- ups og hefur félagið því náð þess- um markmiðum sínum, en mun áfram styðja við uppbyggingu Hóla. Nú stendur fyrir dyrum að velja nýjan víglsubiskup í Hólastifti, en sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir mun láta af störfum þann 1. sept- ember á þessu ári. Samkvæmt samningi ríkis og kirkju frá 1998 er gert ráð fyrir tveimur vígslubisk- ups-embættum á Íslandi og núver- andi samningur er byggður á þeim grunni. Á nýliðnu kirkjuþingi kom fram tillaga um að leggja niður vígslu- biskupsembættin í núverandi mynd. Tillagan fékk ekki framgang og dró flutningsmaður hennar hana til baka. Nýjar starfsreglur um kjör biskups og vígslubiskupa voru samþykktar samhljóða og öðl- uðust gildi 28. mars síðastliðinn. Vilji kirkjuþings er því skýr í mál- inu. Á síðustu árum hefur mikil vinna farið fram á kirkjuþingi við endur- skoðun á lögum og starfsreglum kirkjunnar og margt hefur breyst í þeim efnum. Slíkar breytingar kalla ekki á það að kirkjan haldi að sér höndum eða fresti málum vegna hugsanlegra breytinga, sem einhvern tímann gætu orðið. Biskupssetrin fornu, Hólar og Skálholt, eiga að vera andlegar miðstöðvar kirkju og þjóðar, með sögu sína og menningu. Með rætur sína og vængi, sem byggja á sög- unni, lifa í núinu og horfa til fram- tíðar. Ég tek undir bæn sr. Matthíasar í lok Hólaþrennu hans: „Fornu Hólar, lifið vel!“ Heim að Hólum Eftir Gísla Gunnarsson » Framtíðin er björt. Hólastaður hefur vissulega djúpar rætur, en þarf einnig sína vængi. Hann þarf fólk með hugsjón. Gísli Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur í Glaumbæ og formaður Hólafélagsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólar í Hjaltadal. Sundabraut, alla leið upp á Kjal- arnes, er verkefni sem við í Við- reisn, þvert á sveitarfélög, klárlega styðjum. Um mikilvægi Sunda- brautar hef ég skrifað nokkrar greinar, hér í Morgunblaðið og í hverfablöðin, þetta kjörtímabil. Þetta er því ekki kosningaloforð sem flaggað er rétt fyrir kosningar í von um að slá ryki í augu ein- hverra kjósenda. Kennileiti til framtíðar Við höfum greiningu sem segir okkur hversu hagkvæmt það er að leggja Sundabraut. Enn á ríkið eftir að taka ákvörðun um hvort þetta verði brú eða göng. Við myndum kjósa Sundabraut sem styður alla samgöngumáta, og sjáum fyrir okkur veglega brú sem gæti orðið eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur til fram- tíðar. Til að svo verði þarf að fara í hönnunarsamkeppni og velja brú sem virkilega segir okkur hvað slík mannvirki geta verið falleg. Það er ríkið sem mun kosta og leggja Sundabraut. En Reykjavíkurborg þarf að koma að skipulagningu og koma málum þannig að Sundabraut trufli ekki óhóflega um- hverfi þeirra sem þegar búa við Sundabraut. Þar þarf að huga að Vogunum, Grafarvogi og ekki síst Kjalarnesi, svo að brú hafi ekki nei- kvæð áhrif á uppbyggingarmöguleika þar. Sundabraut vinnur með borgarlínu Sundabraut vinnur vel með borgarlínu. Þetta eru ekki andstæður í samgöngubótum, þar sem við þurfum að velja annaðhvort eða. Hér getum við sagt: Við viljum bæði. Við viljum hágæða al- menningssamgöngur með borgarlínu. Og við viljum Sundabraut sem, líkt og borgarlína, vinnur vel með áform- um um þéttingu byggðar til að tryggja lifandi og mannvænleg hverfi í öllum borgarhlutum. Bæði Sundabraut og borgarlína tengja hverfi borgarinnar betur saman, hvor á sinn hátt, þannig að það verði auðveldara að ferðast á milli borgarhverfanna. Með Sundabraut tengjast Grafarvogur og Kjalarnesið betur við miðborgina. Líkt og ég hef áð- ur nefnt, þá styður Sundabraut vel við þær breytingar sem eru að verða á Ártúnshöfðanum og ná- grenni, þar sem allt að 8.000 íbúðir munu rísa. Það hverfi verður því nokkuð fjölmennara en t.d. Grafar- vogur er í dag. Færum Esjumela nær En á Ártúnshöfðanum eru fyrir fyrirtæki sem við viljum halda í Reykjavík. Þar erum við að reisa ný atvinnuhverfi á Esjumelum og uppi á Hólmsheiði. Líkt og er í anda allra borga, þá færast at- vinnu- og iðnaðarhverfi út í jaðra borga þegar landsvæði hverfanna verður verðmætara og ódýrara er að vera með plássfreka atvinnu á ódýrari land- svæðum. Með Sundabraut myndum við færa, ekki bara Kjalarnesið, heldur líka Esjumelana nær borginni og gera það svæði mun meira að- laðandi í samkeppni við önnur sveitarfélög. Og höldum áfram að lækka fasteignaskatta Við munum svo enn frekar styðja við Reykja- vík sem atvinnuborg á komandi kjörtímabili með því að halda áfram að lækka fasteigna- skatta á atvinnuhúsnæði niður í 1,55%. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Sundabraut vinnur vel með borgarlínu. Þetta eru ekki andstæður í sam- göngubótum, þar sem við þurfum að velja annað- hvort eða. Við viljum bæði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Sundabraut, alla leið Stundum er talað um að borg- arstjóri sé kominn í fílabeinst- urn og það er sannarlega til- finningin sem fylgir því að hlusta á yfirlýsingar borgarfull- trúa meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri-grænna og Við- reisnar um svokallaða metupp- byggingu á húsnæði síðustu ár. Aftur á móti eru Reykvíkingar ekki í neinni slíkri afneitun um húsnæðisvandann enda þurfa þeir að þola hann á eigin skinni. Allar viðvörunarbjöllurnar hafa klingt núna í átta ár. Í síðustu kosningum, 2018, var orðinn það mikill húsnæðisskortur í Reykjavík að ég hélt að botn- inum væri náð en greinilega getur vont versnað. Samtök iðnaðarins hafa ítrek- að bent á og varað við þessari þróun en samkvæmt rauntaln- ingu þeirra, sem gerð er tvisvar á ári, hefur íbúðum í byggingu fækkað stöðugt síðan 2019. Varnarorð þeirra, verkalýðs- hreyfingarinnar og fleiri samtaka og sér- fræðinga hafa því miður raungerst. Skort- urinn á fjölbreyttu húsnæði í byggingu hefur valdið því að húsnæðisverð hefur svo gott sem stökkbreyst ár hvert og afleið- ingarnar eru víðtækar. Stöðugt stækkar hópur þeirra sem þurfa að reiða sig á fé- lagslegt húsnæði til að hafa þak yfir höf- uðið. Enn mælist hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Airbnb var vinsæll blóraböggull hjá meirihlut- anum í borgarstjórn, en það er nánast enginn munur á hlutfalli leigjenda sem þótti erfitt að verða sér úti um húsnæði árin sem Covid leysti Airbnb-íbúðirnar inn á markaðinn og árin þar á undan eða eftir. Þessi stefna meirihlutans í borgarstjórn um að einblína á þéttingu byggðar hefur því sam- antekið leitt af sér meiri húsnæðisskort og stétta- skiptingu í Reykjavík. Því þeir sem eiga fjárhagslega sterkt bakland og geta ílengst í foreldrahúsum til að spara ná kannski að kaupa sér eign eða bíða með að flytja út þar til launin duga fyrir leigunni, en aðrir sitja eftir. Nú hefur Sjálfstæðisflokk- urinn ekki verið við stjórn í Reykjavík síðustu tólf ár. Meirihlutinn í borgarstjórn á því þennan húsnæðisvanda skuldlausan. Þegar allt kem- ur til alls verður fólk að spyrja sig: hvaða flokkur er líklegastur til að bæta ástandið á húsnæðismarkaðnum? Ég er allavega ekki í neinum vafa um að ef fólk vill nýjar lausnir og raunverulegar aðgerðir í húsnæðismálum þá gerist það bara fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins. Enda fær fólk seint húsnæði í fílabeins- turni borgarstjóra, það er því kominn tími á breytingar. Fólk fær ekki húsnæði í fílabeinsturni borgarstjóra Eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir » Aftur á móti eru Reykvík- ingar ekki í neinni slíkri af- neitun um hús- næðisvandann enda þurfa þeir að þola hann á eigin skinni. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.