Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 44

Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið B laðamaður vildi tala við prest og kom svo í Hallgríms- kirkju. Samtal okk- ar var skemmtilegt. Í lokin fórum við inn í kirkju- skipið og kvöddumst að lokum við ljósberann hjá Kristsstytt- unni. Á leiðinni fram að dyrum sneri blaðamaðurinn allt í einu við, skaust fram hjá ferðamönn- unum og kom aftur til mín og spurði: „Trúir þú á Guð?“ Spurningin var frá hjartanu, einlæg spurning en ekki eft- irþanki eða grunur sem braust fram. Svarið var: „Já, ég trúi á Guð. Ég væri ekki prestur ef ég tryði ekki á Guð.“ Ég stóð þarna með logandi kerti í hendi og kom því fyrir hjá ljóshnett- inum. Nýtt samtal hófst og risti djúpt. Ferðamenn heims- ins fóru hjá með sínar spurningar um tilgang, líf og hamingju. Trúir þú á Guð? Spurningin laumast að okkur á vitj- unarstundum og krossgötum lífsins. Þegar við glímum við breytingar verða spurningar um Guð og trú stundum ágengar. Þegar lífi fólks er ógnað verður hún að spurningu um möguleika lífs. Hvað er hinum megin dauða- stundarinnar? Nánd dauðans kall- ar á líf. Þegar dauðinn sækir að blossar upp lífsþrá. Þegar fólk undirbýr dauða sinn og kall- ar til prest verða himindjúp samtöl. Á dánarbeði spyr fólk mig stundum um trú mína, hvort ég sé hræddur við dauðann og hvert framhaldið verði. Það eru ekki bakþankar heldur alvöru spurningar úr sálardjúpum. Margir endurmeta guðstrú sína, tengsl eða tengslaleysi við Guð einhvern tíma á ævinni, sumir oft. Trú er ekki eins og líffæri í mannfólki. Trú er ekki fasti heldur breytist. Trú er gjöf tengsla og trú er traust. Menn bila og geta líka tapað trausti og tengslum við Guð. Ég gæti ekki verið prestur í kristinni kirkju ef ég tryði ekki eða væri ótengdur Guði. Ég myndi segja af mér prestsstarfinu ef ég missti trúna. Það hafa prestar gert þegar trúin hefur horfið þeim. Guðs- samband er ekki fast- eign heldur lifandi samband. Það geta orðið breytingar og skil í þeim tengslum rétt eins og í sam- böndum fólks. Blaðamaðurinn vildi vita hvernig guðstrú tengdist öðrum líf- sefnum. Mín afstaða er að trú sé ástarsamband og að trú sé best túlkuð sem ást- artengsl. Tjáskipti Guðs og manns eru samskipti elskunnar. Í sambúð fólks getur ást dvínað og trú getur með hliðstæðum hætti linast og jafn- vel horfið. Ást- artengsl geta líka dafnað og trú getur styrkst. Trú er sam- band lifandi aðila eins og ástin er lífs- samband. Svo var ég spurður hvort ég bæði. Svarið var og er að ég bið. Ég gæti ekki hugsað mér orðalaust ást- arsamband. Mér þykir óhugs- andi að tala t.d. ekki við konuna mína. Bæn er tjáning elskunnar, hlý og óttalaus. Þannig lifi ég trú sem dýpstu tengsl lífsins, að Guð er mér nær en meðvitund mín. Anda Guðs túlka ég sem áhrifavald, ekki aðeins í ferlum og lífvefnaði náttúrunnar heldur líka í tækni, veraldarvefnum, líf- spúlsum menningar og öllu því sem verður í veröldinni. Svona túlka ég veruleika Guðs og það er ekkert ódýrt í þeirri nálgun. Efi og trú eru að mínu viti tví- burasystur og vinir. Ég glími stöðugt við efasemdir mínar. Ef- inn hjálpar við að greina hið mikilvæga frá hinu sem er úrelt í trúarefnum. Forn heimsmynd er ekki aðalmál trúarinnar og trúmenn hljóta að fagna vís- indum og aukinni þekkingu. Hlutverk Biblíunnar er ekki að færa okkur til baka í tíma held- ur opna okkur framtíð. Biblíuna þarf að lesa með köldum en opn- um huga. Trúarlærdóma þarf líka að skoða og skilja í sögu- legu samhengi. Kirkjustofnanir breytast og jafnvel hrynja því verk mannanna eru skilyrt og stundum afar sjálfhverf. Því er vert að skoða allt sem tengist trú og trúariðkun með gagn- rýnum huga. Ég dreg ekki á eft- ir mér gömul og úrelt fyrirmæli Biblíunnar. Ég er frjáls undan hvers konar kúgandi og lífs- hamlandi valdi. Ég hvorki kann- ast við né þekki stressaðan, skapstyggan Guð, sem er við- kvæmur fyrir mistökum og ranghugmyndum fólks. Guð reiðist ekki óvitaskap okkar manna þegar við gerum okkur rangar hugmyndir um hann. Ég er afar gagnrýninn á lífsheftandi guðshugmyndir en ég trúi. Guð tjáir mér elsku sína í hjartslætti mínum, frumum líkamans, hrifn- ingu daganna, faðmlögum og furðum og fegurð heimsins. Trúarspurningin berst öllum einhvern tíma. Hvernig er trú þín eða vantrú? Er allt búið þeg- ar síðasti andardrátturinn hverf- ur? Hver eru ástartengsl þín við lífið? Trúir þú? Guð talar við þig því ástin orðar afstöðu og þarfn- ast alltaf samtals. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Sigurður Árni Þórðarson Ljósberi Hallgrímskirkju. Trúir þú á Guð? Sigurður Árni Þórðarson Höfundur er sóknarprestur Hallgrímskirkju. s@hallgrimskirkja.is Sigurður Árni Þórðarson Trú breytist. Trúarsamband líkist ástarsam- bandi. Flest fögnum við afmælum. Þau er sér- stök stund þar sem myndaalbúmið er dregið fram og horft til baka. Það kann að kalla fram bros og viðbrögð sem tilefnið býður. Mat á minn- ingu leiðir einnig hugann að framtíð- inni. Um þessar mundir fagnar Hljóðbókasafn Íslands 40 ára afmæli. Safnið veitir bóka- safnsþjónustu fyrir lesblinda, blinda, sjónskerta og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið prentað mál. Safnið nýtur sér- stakrar undanþágu frá lögum varðandi höfundarrétt til eft- irgerðar og dreifingar útgefinna verka. Safnið lánar út hljóðbækur, miðlar námsgögnum og öðru fjöl- breyttu safnefni, í samræmi við óskir og þarfir notenda. Að baki Hljóðbókasafni Íslands liggur merkileg saga. Samtök blindra hófu bókagerð á blindra- letri í kringum 1930. Sú útgáfa reyndist erfið. Blindrafélagið hafði forgöngu um hljóðritun bóka 1957 sem varð fyrsti vísir hljóð- bókasafns. Í kringum 1970 fór Borgarbókasafnið að viða að sér hljóðrituðum sögum frá Ríkis- útvarpinu og bjóða nokkrar lesnar bækur. Hljóðbókasafni Blindra- félagsins og Borgarbókasafns var komið á fót árið 1975. Þar gaf ný tækni fyrirheit um dreifingu lestr- arefnis á segulbandi. Sérstakt hljóð- bókasafn var síðan stofnað snemma árs 1982 undir nafninu Blindrabókasafn Ís- lands. Fyrir um ára- tug var safnkosturinn rafvæddur og jókst þá aðgengi verulega. Hljóðbókakosturinn telur nú meira en 11.000 titla. Það er annarra á hendi að segja sögu safnsins og frumkvöðla þess. Sem framkvæmdastjóra Félags les- blindra á Íslandi stendur mér nærri að vitna um mikilvægi safnsins á 40 ára afmæli. Safnið er gríðarlega mikilvægt fyrir les- blinda. Í starfi safnsins er sérstök áhersla lögð á að gera nemendum sem glíma við lestrarörðugleika kleift að nálgast námsefni til jafns við aðra. Meira en 60 prósent lán- þega eru lesblind. Virkir les- blindir lántakendur telja um 8.000, að stórum hluta ungt fólk. Þetta er persónuleg og góð þjón- usta. Fyrir hana ber að þakka. Til hamingju með árin fjörutíu! Hljóðbókasafnið 40 ára Eftir Snævar Ívarsson Snævar Ívarsson » Ástæða er til að vitna um mikilvægi safnsins fyrir lesblinda. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra. snaevar@fli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.