Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 RAFVÖRUR ehf Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Hitakútar rafvorur.is Amerísk gæðaframleiðsla Sorpkvarnir í vaska Kokkarnir á Hnossi með Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur í broddi fylk- ingar munu bjóða upp á alíslenskt borðhald þar sem öll hráefnin koma beint frá býli. Rammagerðin býr til boðrhald þar sem hver hlutur er sérhannaður fyrir þennan tiltekna viðburð. Áhugafólki um íslenska hönnun er boðið að setjast að borð- um og upplifa hönnunina og mat- argerðina á þann hátt sem ekki hef- ur verið kynntur fyrr hér á landi. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa á borð við saltfisk með tómat og rófum, blálöngu og blóðbergs- búðing svo fátt eitt sé upptalið og hægt er að fá kampavínspörun með. Borðbúnaðurinn kemur allur frá Aldísi Einarsdóttur en hún hefur þróað þá vöru með Rammagerðinni. Munnblásin glerglös frá Carissa Baktay sem framleidd eru á Kjal- arnesi, nánar tiltekið á gamla gler- verkstæði Glervíkur. Kerti eftir Þórunni Árnadóttur verða kynnt en Þórunn hóf þróun á kertalínu Rammagerðarinnar í lok síðasta árs. Kertin hafa verið þróuð með Kertasmiðjunni og við sjáum hluta afrakstursins á viðburðinum. Hnífapörin ættu svo að vekja verðskuldaða athygli því þau eru gerð úr afskornum marmara. Fyrirtækið Arkitypa hefur tekið að sér að hefja þróun á hnífapörum þar sem sköftin eru úr afskornum marmara sem annars hefði farið í landfyllingu. Á viðburðinum verða fyrstu hnífapörin frumsýnd. Að auki verður Fischer með óvenjulega aðkomu að kvöldverð- inum en þau þróuðu sérstaka desertlykt sem gestum verður boð- ið að ilma af í byrjun kvölds og má segja að borðhaldið byrji á öfugum enda. Síðast en ekki síst mun ker- amikerinn Bjarni Viðar skreyta borðið með sínum fallegu munum. Í boði er að panta borð klukkan 18 og 20 til 8. maí. Þar sem íslensk hönnun og matreiðsla mætast HönnunarMars er formlega hafinn og af því tilefni hafa veitingastaðurinn Hnoss og Rammagerðin stillt saman strengi sína til að sýna fram á allt það besta í íslenskri hönnun og matargerðarlist. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hnoss og Rammagerðin Fanney Dóra og hennar teymi munu galdra fram ís- lenska matarveislu af bestu gerð. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að Danskir dagar standa sem hæst í verslunum Hagkaups. Eitt af því sem vakið hefur athygli eru kornhænuegg en þau þykja mik- ið fágæti og einstaklega fögur. Kornhænueggin eru minni en hefð- bundin hænuegg og ákaflega falleg sem býður upp á skemmtilegar framsetningar á mat og því ætti eng- inn metnaðarfullur matarljósmynd- ari eða áhrifavaldur að láta eggin fram hjá sér fara. Einnig eru í boði lífræn egg frá danska framleiðandanum DAVA en mikil áhersla er lögð á velferð dýr- anna og fær hver hæna aðgang að góðu úti- og innisvæði, náttúruleg lýsing er á innisvæði, lífrænt fóður, aðgangur að hreiðrum, auk þess sem regluleg úttekt fer fram á starfsem- inni af hálfu yfirvalda. Kornhænuegg fáanleg í takmarkaðan tíma Fágæti Það er ekki oft sem íslenskum neytendum býðst að kaupa fersk kornhænuegg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.