Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 52

Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 ✝ Ingibjörg Þ. Jónsdóttir var fædd á Sölvabakka 25. september 1928, fjórða barn í röð sjö systkina. Hún lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 12. apríl 2022. Foreldrar Ingi- bjargar voru Magdalena Kar- lotta Jónsdóttir frá Balaskarði, f. 7.12. 1892, og Jón Guðmundsson frá Skrapatungu, f. 26.11. 1892. Systkini Ingi- bjargar voru Jón Árni, Guð- mundur Jón, Guðný Sæbjörg, Finnbogi Gunnar, Sigurður Kristinn og Jón Árni. Eig- inmaður Ingibjargar var Einar Þorgeir Húnfjörð Guðlaugsson frá Þverá, f. 30.3. 1930. Þau giftu Rakel Einarsdóttir, f. 7.12. 1975. Ingibjörg ólst upp á Sölva- bakka og gekk í farskóla sem starfræktur var á Síðu, Sölva- bakka og Breiðavaði. Hún skráðist í Kvennaskólann á Blönduósi árið 1947 og lauk þaðan prófi. Í byrjun hjúskapar vann hún við umönnun á „gamla spítalanum“ á Blönduósi og síð- ar á Héraðshælinu á Blönduósi. Einar og Ingibjörg hófu fljót- lega fjárbúskap á Blönduósi samhliða barnauppeldi og vinnu utan heimilis. Þau voru mjög samhent í skepnuhaldi sínu og eignuðust jörðina Neðstabæ í Norðurárdal, sem þá var komin í eyði. Bústofninn stækkaði með árunum og þegar Blönduósbær hafði keypt jörðina Vatnahverfi tóku þau hana á leigu og héldu kvikfénað sinn þar allt þar til þau hættu búskapnum. Ingi- björg lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 12. apríl sl. eftir nokkurra ára dvöl þar. Útförin fer fram í Blönduós- kirkju í dag, 5. maí 2022, klukk- an 15. sig 16. maí 1948. Börn Ingibjargar og Einars eru: 1. Skarphéðinn H. Einarsson, f. 11.9. 1948, kona hans er Sigrún Kristófers- dóttir. Börn Skarp- héðins eru María Ís- fold, Hrefna Finndís, Rakel Hún- fjörð og Ágúst Ingi. 2. Jón Karl Ein- arsson, f. 6.2. 1950, kona hans er Ágústa Helgadóttir. Börn Jóns Karls eru Helgi Þór, Einar Geir og Daði. 3. Guðlaugur H. Ein- arsson, f. 6.2. 1951, d. 29.11. 1990. 4. Kári Húnfjörð Ein- arsson, f. 23.2. 1963, kona hans er Björk Ágústsdóttir. Börn Kára eru Ingi Björn, Ari Bragi og Einar Húnfjörð. 5. Magdalena Mamma fæddist á Sölvabakka 25. september 1928, fjórða í röð sjö systkina. Pabbi og mamma gengu í hjónaband 16. maí 1948. Þau bjuggu á nokkrum stöðum á Blönduósi, þar til þau fluttu á Húnabraut 30. Mamma var fyrst og fremst glaðlyndur einstaklingur og gríð- arlega gestrisin, stundum kannski um of. Hvenær sem var ársins gat fólk utan fjölskyldunn- ar birst á tröppunum á matmáls- tíma vitandi að því yrði boðið í mat. Þegar við bræður vorum komnir á skólaaldur, stækkuðum hratt og urðum fyrirferðarmiklir snerust allir dagar hjá mömmu um sinna okkur, þvo af okkur, baka og elda ofan í okkur og alla diska höfðum við rutt í lok mál- tíðar. Ég man eftir að einu sinni var mamma búin að steikja klein- ur í tvo stóra kökudunka og til- kynnti okkur að við mættum fá okkur eins og við vildum. Við náðum okkur í næga mjólk og kláruðum volgar kleinurnar upp úr öðrum dunknum, áður en hún náði að stoppa okkur af með rétt- mætri skammarræðu. Þannig gat mamma, þrátt fyrir glaðværð, líka verið fljót að láta í sér heyra. Á heimilinu var það hún sem tjáði skoðanir sínar, en pabbi hélt sín- um fyrir sig, þar til gesti bar að garði. Þá var það hann sem hafði orðið, með skemmtisögum og eft- irhermum. Þegar við bræður höfðum lokið skólaskyldu, farnir að vinna fyrir okkur og orðnir „töffarar“ þá þurftum við stund- um að sýna fullorðinsdóm okkar með því að gera gys að hugmynd- um og verklagi pabba, auðvitað bara ef hann var ekki viðstaddur. Þetta þótti mömmu óskaplega fyndið. Sennilega hafði aldrei hvarflað að henni að hægt væri að gantast með persónu hans eða atferli. Það var svo einmitt hún sem rak okkur bræður af stað ef pabbi þurfti á okkur að halda. „Ætlarðu að láta hann pabba þinn bíða eftir þér?“ „Drífið ykk- ur strákar, hann pabbi ykkar er búinn að setja bílinn í gang.“ Þegar hægðist um á heimilinu gat mamma farið að sinna ýmsu sem hún hafði ekki gefið sér tíma til áður. Hún fór að prjóna meira og gafst tækifæri til að setja upp í vefstól. Mér finnst það hafa verið einkenni á eldhúsinu hjá mömmu, kaffi á könnunni, eld- húsborðið fullt af jólakökum, kleinum, heimabökuðu rúgbrauði og rúllupylsu eða kæfu frá henni sjálfri. Útvarpið í gangi og pabbi við borðið með einhvern gest, með góða tófusögu á vörum eða vel sagða gamansögu. Mamma kunni allar þessar sögur eftir áratuga hlustun, en var kannski eitthvað farin að slá þeim saman, pabba til mikillar hneykslunar. Það er dálítill vandi að segja frá eða aðgreina allar hliðar á einstaklingi sem stendur manni jafn nærri og móðir stendur barni, einkum þegar hún er jafn mikill félagi og mamma var okk- ur strákunum. Maður þekkir nefnilega ekkert nema bestu hlið- arnar. Mamma fékk góðan tíma til að undirbúa sig andlega fyrir það að flytja burt af heimili sínu og inn á öldrunarheimili. Hún tók þó strax þá ákvörðun, að þegar að því kæmi, ætlaði hún að vera ánægð á staðnum. Hún hvarf aldrei frá þeirri ákvörðun sinni. Hún sættist við það hlutskipti sitt að verða háð hjólastól í lokin og hún hlaut það andlát sem óska mætti öllum. Blessuð veri minning hennar. Jón Karl. Amma heilsaði mér alltaf með orðunum „sæll, elskan“ og ég sagði við hana í kveðjuskyni: „Amma, ég elska þig.“ Þannig endurspeglaðist kynslóðamunur- inn í tungutakinu. Það var þó annað sem ég lagði mig fram um að segja henni. Á seinni árum fór ég að taka betur eftir eiginleikum Immu, eins og amma var alltaf kölluð. Hún kunni þá list að segja hlutina hreint og beint – án þess þó að vera særandi eða tala niður til fólks. Þetta er ekki öllum gefið og ég sagði við hana: „Amma, þú ert fyrirmyndin mín. Ég vil verða eins og þú.“ Ömmu fannst þetta svolítið sérkennilegt að heyra, en ég veit henni þótti vænt um það. Það reyndist mikil gæfa að ramba á hugmyndina um óvissu- ferð með ömmu og Lenu frænku, ári eftir fráfall afa, hans Einars heitins. Áfangastaðurinn reynd- ist vera Lónkot, örlítið norðan við Hofsós. Þar fengum við dýrindis kvöldverð og góðan aðbúnað all- an. Þegar við amma stóðum á út- sýnispallinum eftir fjóluísinn og horfðum yfir Skagafjörðinn sagði hún mér að hún hefði kviðið því svolítið á leiðinni að værum kannski á leiðinni út í Drangey. Hún hefði nú treyst sér til að fara upp brattann, en gat bara ekki séð fyrir sér hvernig hún ætti að komast niður aftur! Eftir þetta varð það eitt af vor- verkunum að finna veitingastað til að heimsækja í júníbyrjun. Óvissuferðirnar gáfu af sér heim- sóknir hér og þar í Húnavatns- sýslum, Skagafirði og Eyjafirði. Þetta voru dýrmætar stundir og margar sögur sagðar. Amma sagði mér frá því að hún lærði að ganga á moldargólfinu í torbæn- um. Þá var búið að steypa kjall- arann á nýja steinbænum og eitt- hvað af heimilisfólkinu flutt þangað yfir, en það voru kaldari húsakynni. Það var ekki fyrr en búið var að steypa upp húsið og koma upp betri kyndingu sem yngstu börnin fluttu líka. Sögurnar kveiktu spurningu sem við veltum oft fyrir okkur: Hvor kynslóðin skyldi nú hafa gengið í gegnum meiri breyting- ar á samfélagsháttum og líferni; kynslóð foreldra hennar sem fyrst sá gúmmístígvélin eða sú sem fæddist í torfhúsi, ólst upp í kreppu, kom undir sig heimili upp úr heimsstyrjöld og byggði upp þéttbýli á Íslandi? Mig grun- ar að kynslóð ömmu hafi gengið í gegn um fleiri og stærri breyt- ingar en flestar aðrar kynslóðir. Það þurfa allir Immu í sitt líf, ég er enn að reyna að ná orðum utan um hvað hún var mér dýr- mæt. Sem lítill drengur í heim- sókn á Húnabrautinni var svo ótalmargt sem mér fannst ég eiga að skilja betur og hafa svör við, en amma hafði lag á því að róa mig niður og láta mig finna að stundum þarf ekki svör við öllum hlutum og það er allt í lagi. Stundum koma svörin síðar og stundum bara alls ekki og það er líka allt í góðu. Þetta var ekkert endilega útskýrt með orðum, heldur með góðri hlustun, hlýju faðmlagi og alltaf lét hún mig finna að ég væri samþykktur. Amma kenndi mér svo margt, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en löngu síðar og er auðvitað ennþá að öðlast skilning á. Hún gerði það bara með því að vera hún sjálf, án þess að setja sig í sér- stakar stellingar. Nú heyri ég hana fyrir mér kalla til mín kveðjuorðin sín: „Bless, elskan.“ Helgi Þór Jónsson. Við kveðjum Immu frænku, ættmóður í sinni fjölskyldu. Húnabraut 30 var hringiða al- heimsins og þar réðu ríkjum Imma og Einar frændi, sem nú er látinn. Gestrisnin átti sér engin takmörk og gestagangur mikill. Öllum tekið opnum örmum. Glaðlyndi Immu var smitandi og öllum leið vel í návist hennar. Kynslóðunum fjölgaði, allar ferð- ir fjölskyldunnar norður í land áttu viðkomu á Húnabrautinni og auðvitað stækkaði faðmur Immu í takt við það og allir velkomnir, hvort sem það var til að gista eða þiggja kaffisopa. Fyrir þetta er- um við ævinlega þakklát. Fyrir utan að sinna stóru heimili og koma fimm börnum á legg sinnti Imma ýmsum störfum um ævina, meðal annars við Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu- ósi. Hún var mikil hannyrðakona sjálf og naut þess vel. Þau hjón voru náttúrubörn. Ræktuðu grænmeti, gróðursettu tré og Imma vílaði ekki fyrir sér að stunda silungsveiðar í net með manni sínum og gekk til alls kon- ar verka. Alltaf glöð í sinni. Alltaf með blik í auga. Að leiðarlokum vottum við systurnar og fjölskyldur okkar öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð og þökkum kær- lega fyrir gönguna langan ævi- veg. Húnabrautin verður alltaf höll minninganna. Rakel Ketilsdóttir, Bergþóra Karen Ketilsdóttir. Með Immu frænku okkar eru þau öll farin, börn afa og ömmu frá Sölvabakka. Foreldrar okkar og Imma og Einar bjuggu lengi í sama húsi, Húnabraut 30. Síðan fluttum við, en ekki langt, á næstu lóð, Húnabraut 32. Imma og pabbi okkar voru mjög sam- rýnd, enda stutt á milli þeirra alla tíð. Imma var stórglæsileg kona. Hún var líka góð kona, vildi öllum vel og var alltaf í góðu skapi. Það var sama hvað kom upp, ekkert gat tekið gleðina frá henni. Þann- ig sáum við systkinin hana. Það vantaði nú ekki matinn og kök- urnar hjá móður okkar, en ófáa bitana þáðum við hjá Immu frænku sem krakkar og einnig á fullorðinsárum. Imma og Einar eignuðust fimm börn, fjóra drengi; Skarp- héðin, Jón Karl, Gulla, sem kvaddi allt of snemma, og Kára, og svo hana Lenu. Óhætt er að segja að mikill samgangur hafi verið á milli frændsystkinanna á Húnabrautinni og er enn í dag. Allir miklir vinir. Eftir að Imma fór á sjúkrahús- ið á Blönduósi heimsóttum við hana í hvert sinn sem við komum á Blönduós, við sem ekki búum þar. Það fór ætíð vel á með okkur þar sem við sátum og ræddum menn og málefni. Hugur okkar er hjá ykkur; Skarphéðinn, Jón Karl, Kári og Lena. Minningin um Immu frænku lifir um ókomna tíð. Karlotta, Ingimar, Jóhann og Auðunn Steinn. Húnabrautin við Blönduós var gatan, þangað flutti Jónas frændi í nýbyggða höll sína haustið 1959, hjá honum leigði fyrstu misserin fjölskylda Guðmundar frá Sölva- bakka og litlu utar bjó systir hans, Ingibjörg Jónsdóttir frá Sölvabakka, og Einar maður hennar. Þau Imma ólu þar upp tónlistardrengi sína og –svanna. Millum húsanna, þessara með númer 26 og 30, myndaðist sterk vinátta sem hefur ásamt dúrum, mollum, trompetum og sögum orðið traust bindiefni í tónlistar- lífi héraðsins. Ingibjörg Jónsdóttir var snjöll og ráðagóð, lifði langa ævi á Blönduósi og sá springa út fjöl- skrúðug blóm á menningarakrin- um við flóann bjarta. Ég vil kveðja þessa merku konu – nú á miðju vori – með vís- um Jónasar Tryggvasonar um vor í blænum: Ég opnaði alla glugga sem unnt var á gamla bænum því vorylur vakti í blænum og vorið á enga skugga. Sem væri þar ennþá vetur var von minni þungt um sporið. Ég veit, það er aðeins vorið sem vermt hana að nýju getur. Nú inn bar um opinn glugga þess yl um mín húsakynni. Og bjart varð þar aftur inni er áður ég sat í skugga. (JT) Ingi Heiðmar Jónsson. Elsku Imma mín, mikið á ég þér margt að þakka. Okkar vinátta var yndisleg, heil og sönn. Við áttum sannarlega okkar góðu stundir og af svo mörgu að taka sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Ferðirnar okkar í bænum, kjólabúðir heimsóttar og kaffi- húsin. Seinni árin fannst þér gott að koma með prjónana þína og eru peysurnar þínar fallegu ófáar og svo allar bílferðir um sveitina með viðkomu í gróðrarstöðvum að skoða blóm og plöntur og finna svo stað til að taka upp nestið. Skemmtilegur var tíminn okk- ar í Borgarfirðinum og við und- um okkur við að planta trjám á meðan pallurinn var stækkaður við sumarhúsið og svo var grillað og spjallað. Í mínum huga varstu svo óend- anlega dugleg, alltaf eitthvað að stússa og að hugsa um alla þína, þér þótti skemmtilegast þegar allir voru samankomnir og mikið stóð til. Ég og drengirnir mínir áttum öruggt skjól og góðar stundir hjá ykkur á Blönduósi. Elsku Imma mín, takk fyrir allt og allt. Þín Ingunn. Imma mín hefur fengið hvíld- ina, nærri 94 ára gömul. Mér er tregt tungu að hræra en fagna því að hún hefur fengið frelsi frá ellikerlingu. Imma elskaði lífið, alltaf glöð þótt undirtónninn væri alvarleg- ur, skemmtileg með afbrigðum, heiðarleg, trú og trygg sínum. Imma og Einar voru einstaklega samhent hjón sem vart var hægt að nefna án hins. Einar var ráðs- maður hjá foreldrum mínum á Akri og á milli þeirra allra mynd- aðist órjúfanleg vinátta. Þegar við Gunnar og börnin okkar tók- um við búinu var eins og þau fylgdu með. Tryggðin óbilandi. Ég nefndi einu sinni að við hefð- um fengið þau í arf og eftir það sagði Imma oft þegar hún hringdi: „Blessuð og sæl, þetta er arfurinn þinn!“ Um leið kvað við skellihlátur eins og henni var einni lagið. Mér var það mikill heiður að hún taldi mig með í hópnum sínum. Þau reyndust okkur fjölskyldunni ráðagóð, hlý og hjálpsöm. Í augum barna okk- ar voru þau líka amma þeirra og afi. Oft var komið við á Húna- brautinni og ekkert okkar gleym- ir öllum samverustundunum sem við áttum með þeim hjónum. Eftir að Einar féll frá dýpkaði vinátta okkar Immu og áttum við oft trúnaðarstundir þar sem ým- islegt var rætt og mál leyst. Margt brölluðum við saman, bök- uðum kleinur, prjónuðum, fórum í bíltúra, og aldrei þurfti mikinn undirbúning fyrir Immu að skella sér með enda félagslynd með af- brigðum: „Taktu mig með því þú veist að ég vil ekki missa af neinu!“ Imma var einlæg kvenna- skólastelpa og þótti alltaf vænt um skólann sinn. Ósjaldan kom hún með stuttum fyrirvara á ýmsa atburði á vegum erlendu listamannanna sem þar dvelja. Skipti þá engu hvaða tungumál var talað, Imma virtist skilja það sem sagt var. Alltaf til í allt, bros- andi og með sín skemmtilegu snaggaralegu tilsvör þegar hún sá eitthvað spaugilegt út úr að- stæðum sem öðrum þættu hvers- dagslegar. Imma tók virkan þátt í að prjóna á staura á Blönduósi og áttum við margar góðar stundir við að hengja prjónlesið upp. Alltaf opin fyrir einhverju nýju. Ljóslifandi er mér ferð okkar Immu fyrir rétt tveimur árum, um æskuslóðir hennar. Við feng- um okkur tertusneið í upphafi ferðar, fórum að leiði Einars og heilsuðum upp á hann. Áfram var haldið að Sölvabakka þar sem æskuminningarnar streymdu fram og síðan þáðum við pönnsur og kaffisopa hjá Boggu mágkonu hennar. Að endingu keyrðum við fram að Akri og niður að Húna- vatni þar sem þau hjón höfðu átt margar sælustundir við silungs- veiðar. Stoppað var á veiðistöð- um og sagðar voru sögur. Augun blikuðu. Þetta reyndist verða síð- asta ferð hennar að Akri. Þær ferðir voru orðnar margar í gegn um tíðina og alltaf jafn kærkomn- ar hjá heimilisfólkinu, sama hver kynslóðin var. Komið er að leiðarlokum og kveð ég mína kæru Immu með söknuði og þakklæti en fagna því að hún er komin á sumarströnd- ina til Einars síns og Gulla sonar þeirra. Elsku Skarphéðinn, Jón Karl, Kári, Lena og fjölskyldur, við fjölskyldan sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur vegna fráfalls mömmu ykkar. Hún var einstök. Guð blessi minningu hennar. Jóhanna Erla Pálmadóttir. Ingibjörg Þórkatla Jónsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.