Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 J ohnny Depp er hættur í kvikmyndaseríunni Stór- kostlegar skepnur en ferill fyrrverandi kærustu hans Amber Heard virðist ekki hafa orð- ið fyrir svipuðum skaða þrátt fyrir að svo virðist sem Heard hafi hugsanlega beitt Depp ofbeldi í sambandi þeirra. Fyrrum karakter Johnny Depp, Gellert Grindelwald, verður öflugri en nokkru sinni fyrr enda enginn annar en Mads Mikk- elsen sem tók við hlutverkinu en þessi leikaraskipti eru ekki útskýrð í myndinni frekar en svo margt annað. Það er þó ekki slæmt að fá kyntáknið Mikkelsen í seríuna en hann er mun hryllilegri en hinn fjölskylduvæni og teiknimyndalegi Depp. Sú tegund af Grindelwald var einum of lík illmenninu Jack Frost úr The Santa Clause 3: The Escape Clause sem er ekkert sér- lega ógnvekjandi. Líkt og svo margt skemmtiefni nú til dags byggir Stórkostlegar skepnur: Leyndarmál Dumbledore á pólitískum grunni sem gerir áhorfendum erfiðara að flýja veru- leika sinn í fantasíunni. Sagan ger- ist í Berlín árið 1932, á svipuðum tíma og Hitler nær völdum, þar sem verið er að velja næsta leiðtoga galdraheimsins. Grindelwald, Hit- ler galdraheimsins, vill markvisst drepa alla mugga en hann lítur ekki á þá sem manneskjur heldur dýr. Til þess verður hann að sigra í kosningunum sem hann reynir að gera með óheiðarlegum brögðum. Það er undir Dumbledore (Jude Law), Newt (Eddie Redmayne) og vinum þeirra komið að koma í veg fyrir að það gerist. Þessi fafla nægði hins vegar ekki handritshöfundunum J.K. Rowling og Steve Kloves heldur þurftu þau að auka flækjustigið í myndinni. Fjölskyldu- og ástarerjur Dumble- dore koma upp á yfirborðið um leið og hópurinn er að reyna að koma í veg fyrir heimsstyrjöld. Dumble- dore er greinilega hrifinn af slæm- um strákum en Grindelwald er fyrrverandi kærasti hans. Báðir bera þeir gamalt blóðeiðshálsmen sem gerir það að verkum að þeir geta ekki barist gegn hvor öðrum. Þessu mætti líkja við það að fá sér tattú af kærasta sínum eða nafni hans sem er oft ekki góð hugmynd eins og sýnir sig í Stórkostlegar skepnur: Leyndarmál Dumbledore, þar sem fyrrverandi kærastinn reynist vera bandbrjálaður fasisti. Þrátt fyrir að Jude Law og Mad Mikkilsen séu báðir mjög sjarm- erandi og frábærir leikarar er eng- inn neisti á milli þeirra og erfitt að ímynda sér að karakterarnir hafi átt í rómantísku sambandi. Dumbledore er þó ekki einungis óheppinn í ástum heldur kemur honum ekkert sérlega vel saman við bróður sinn (Richard Coyle) eða nýuppgötvaðan frænda sinn, Cre- dence Barebone (Ezra Miller). Cre- dence leikur stórt hlutverk í mynd- inni en hann er ungur maður í tilvistarkreppu sem getur ekki ákveðið hvort hann tilheyri hinu illa eða því góða. Það að Ezra Miller leiki hlutverkið er truflandi í ljósi nýlegra frétta en hán hefur ítrekað verið handtekið fyrir ofbeldisfulla hegðun. Líkt og fyrri Stórkostlegar skepnur-myndirnar er sögufram- vindan ekki nógu spennandi en það sem fyrri myndirnar tvær hafa fram yfir Leyndarmál Dumbledore eru nægir töfrar og krúttlegar skepnur til að skemmta áhorf- endum. Stórkostlegu skepnurnar sem skapaðar eru með tölvubrellum Christian Manz og hans teymi er eitt af fáum einkennum sem gera Stórkostlegar skepnur-myndirnar sérstakar. Besta atriðið í Leynd- armál Dumbledore er einmitt dæmi þar sem slíkar skepnur leika stórt hlutverk. Það er þegar Newt þarf að bjarga bróður sínum, Theseus (Callum Turner), úr fangelsi. Hræðilegar skepnur, álíkar humr- um, herja á fangelsið en til þess að komast lifandi út úr því þurfa þeir að dansa kjánalegan dans og þann- ig dáleiða verurnar. Um er að ræða mjög fyndið atriði þar sem bræð- urnir þrykkja mjöðmunum fram og til baka og skepnurnar herma eftir þeim. Stórkostlegar skepnur: Leynd- armál Dumbledore er stórkostlegt sjónarspil en sagan er illa sögð. Það er líkt og án þríeykisins Harry Pot- ter, Hermoine og Ron viti handrits- höfundarnir og leikstjórinn, David Yates, ekki hvert þeir eigi að stefna. J.K. Rowling skrifaði fyrstu tvö handritin að Stórkostlegar skepnur-myndunum en Leyndar- mál Dumbledore skrifaði hún með Steve Kloves sem skrifaði nánast allar Harry Potter-myndirnar. Þessi kvikmynd tekst hins vegar á við sama vandamál og þær fyrri. Allt of mikið á sér stað í þeim og áhorfendum er gefið lítið tækifæri til þess að anda eða kynnast sögu- persónum. J.K. Rowling virðist vera of föst í bókmenntaformúlunni og því eflaust ekki besti handrits- höfundurinn. Hún er frábær bók- arhöfundur en hvorki eins frábær handritshöfundur né aðgerðasinni eins og þegar hún sagði að trans- konur væru ekki alvörukonur. Veikur fyrir slæmum strákum Illa sögð „Stórkostlegt sjónarspil en sagan er illa sögð,“ skrifar rýnir um kvikmyndina Stórkostlegar skepnur: Leyndarmál Dumbledore. Hér má sjá nokkra af helstu leikurum myndarinnar, Jude Law í broddi fylkingar. Smárabíó og Háskólabíó Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore/Stórkostlegar skepnur: Leyndarmál Dumbledore bbmnn Leikstjórn: David Yates. Handrit: J.K. Rowling og Steve Kloves. Aðalleikarar: Eddie Redmayne, Jude Law, Ezra Miller, Dan Fogler, Alison Sudol, William Nady- lam, Callum Turner, Jessica Williams, Victoria Yeates, Poppy Corby-Tuech, Fiona Glascott, Katherine Waterston, Maria Fernanda, Cândido, Richard Coyle, Oliver Masucci, Aleksandr Kuz- netsov og Mads Mikkelsen. Bretland og Bandaríkin, 2022. 142 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Kristveig Hall- dórsdóttir opn- aði sýningu í sal SÍM í gær sem ber titilinn Líf- rænar arkir. Segir í texta listakonunnar að trefjarnar í handgerða papp- írnum myndi autt blað, eins konar tóm sem sé undanfari þess sem geti orðið. „En í tóminu leynist iðandi líf allra möguleika ef vel er að gáð. Pappírinn er lifandi, líf- rænn og sjálfum sér nógur,“ segir m.a. í texta Kristveigar og að af virðingu við efniviðinn lesi hún í innihaldið og leitist við að vera hon- um trú. Sumar arkirnar styrki hún með náttúrulegum efnum á borð við trjákvoðu og bývax og saman styrki þau viðkvæman pappírinn og geri hann meðfærilegri. Útsaumur, spor, línur og litir verði að óræðum sögum þar sem lesa megi milli lín- anna. Salur SÍM er að Hafnarstræti 16 í Reykjavík og lýkur sýningunni 30. maí. Í tóminu leynist líf Kristveig Halldórsdóttir Hafnarborg verð- ur opin í kvöld kl. 18-20 í tengslum við Hönnunar- Mars. Verður opnun sýningar Fléttu og Krist- ínar Sigurðar- dóttur, Efnis- heimur steinull- ar, fagnað með formlegum hætti en henni lýkur 15. maí. „Efnisheimur steinullar er sam- starfsverkefni Fléttu og Kristínar Sigurðardóttur þar sem leikið er með ólíkar leiðir til að umbreyta steinull í nýtt efni,“ segir í tilkynn- ingu. Kristín er vöruhönnuður og er rannsóknarverkefni Fléttu og Krist- ínar, Efnisheimur steinullar, beint framhald af útskriftarverkefni hennar frá Listaháskóla Íslands þar sem hún vann með umbreytingu steinullar í svart glerjað efni. Hönn- uðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu 2018 en hafa unnið saman að verkefnum tengdum endurvinnslu og uppvinnslu hráefna síðan 2014. Opnun fagnað Umbreytt steinull Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 89% 92% Total Film Radio Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.