Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 68

Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Sólrún Freyja Sen er verkefna- stjóri Reykjavík Feminist Film Festival og segir hún að fólk megi eiga von á góðum stundum. „Það átti upphaflega að halda hátíðina í janúar en þurfti að fresta vegna samkomutakmarkana. Það er því mikill léttir að geta loks haldið hana en þetta er búin að vera mikil vinna og heilmikill undirbúningur sem liggur að baki hátíðinni. Það er ánægjulegt að þurfa ekki að halda þetta í samkomubanni, það hefði vissulega verið hægt en mun leið- inlegra. Nú komast fleiri og við fáum í staðinn meira partí,“ segir Sólrún. Þurfa að hafa meira fyrir kvikmyndunum Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á þeim konum sem eru að miklu leyti ósýnilegar í kvik- myndaiðnaðinum. „Þetta eru konur sem tilheyra minnihlutahópum og undirokuðum hópum eins og til dæmis hinsegin konur eða konur af öðrum kynþætti en hvítum. Við vilj- um búa til vettvang þar sem þeirra rödd heyrist og hvernig þær upplifa veruleikann.“ Sólrún segir þau hafa getað valið úr mörgum mjög góðum myndum. „Grunur minn og margra er að konur þurfi almennt að sanna sig meira og hafa meira fyrir kvik- myndunum sínum en það er til dæmis erfiðara fyrir þær að fá fjár- magn. Þannig að þótt það séu kannski ekki margar myndir sem eru eftir konur sem tilheyra ákveðnum hópum þá eru þær flest- ar af mjög miklum gæðum. Það er mikið lagt í þær auk þess sem þær hafa eitthvað alveg nýtt fram að færa,“ segir Sólrún. Myndin bönnuð í heimalandinu Sólrún segir margar flottar myndir á hátíðinni sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. „Ég mæli eindregið með að fólk sjái opnunarmyndina, RAFIKI, en hún er eftir Wanuri Kahiu frá Ke- níu og fjallar um vinkonur sem verða ástfangnar. Myndin var bönnuð í heimalandinu enda sam- kynhneigð ólögleg í Keníu. Þá mæli ég einnig með myndinni Precious Ivie eftir Söruh Blasskiewitz. Hún fjallar um Ivie og hvernig hún upp- lifir í daglegu lífi allt það öráreiti sem fylgir fordómum samfélagsins. Einnig verða margar íslenskar stuttmyndir á boðstólum sem og myndir á borð við Sóleyju eftir Rósku og Song Called Hate þar sem ferð Hatara á Eurovision- keppnina í Ísrael er í forgrunni.“ Gestir geta styrkt góð málefni Athygli vekur að RVK FFF legg- ur líka töluverða áherslu á að leggja góðum málefnum lið. Á dag- skrá hátíðarinnar er gestum gefið tækifæri til þess að styrkja málefni sem tengjast Úkraínu og svo Urðarbrunn. „Urðarbrunnur er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar óléttar konur eða óléttar konur sem eiga við mikinn vímuefnavanda að stríða. Elísabet Ósk Vigfúsdóttir hefur barist hart fyrir úrræði sem þessu á Íslandi. Hún er búin að fá öll tilskilin leyfi en ekkert fjármagn. Við viljum því leggja okkar af mörkum og bjóða gestum hátíðarinnar að styrkja Urðarbrunn og um leið fræðast um hvernig styrkurinn verði nýttur og starfseminni háttað.“ Allt unnið í sjálfboðavinnu Sólrún finnur fyrir mikilli velvild í garð hátíðarinnar. „Mörgum finnst þetta mikilvægt málefni og vilja leggja okkur lið. Það er dýr- mætt að finna fyrir meðbyr enda er þetta allt unnið í sjálfboðavinnu. Það er sífellt háværari krafa um að konur fái stærri vettvang innan kvikmyndagerðarinnar og aðstoð við að fjármagna verkefni sín. Þetta er liður í því að vekja athygli á því sem konur eru að gera,“ segir Sólrún en nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni rvkfemfilmfest.is. Stýrir Sólrún Freyja Sen er verkefnastjóri Reykjavík Feminist Film Festival. Fordómar Úr kvikmyndinni Precious Ivie sem fjallar um fordóma. RAFIKI Keníska kvikmyndin sem er bönnuð í heimalandinu. Konur á jaðrinum fái rödd - Konur verða í forgrunni RVK Feminist Film Festival sem hefst í dag og lýkur á sunnudag, 8. maí - Á hátíðinni kennir ýmissa grasa og margir skemmtilegir viðburðir haldnir á vegum hennar Morgunblaðið/Eggert Sýningarnar Pétur Pan eftir J.M. Barry í leikstjórn Gretu Clough hjá Leikflokki Húnaþings vestra og Fyrsti kossinn eftir Brynju Ýri Júl- íusdóttur og Guðlaug Ómar Guð- mundsson í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar hjá Leikfélagi Keflavíkur hafa verið valdar athyglisverðustu áhugaleiksýningar leikársins. Sýn- ingarnar verða sýndar í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í júní, Fyrsti kossinn 9. og 10. júní og Pétur Pan 12. júní. „Val Þjóðleikhússins á athyglis- verðustu áhugaleiksýningu leikárs- ins hefur nú farið fram í 27. sinn. Vegna Covid-faraldursins náðu færri leikfélög að setja á svið sýn- ingar en venjubundið er. Þar sem valið féll niður tvö leikár í röð vegna faraldursins var að þessu sinni tekin sú ákvörðun að velja tvær leiksýn- ingar, eina barnasýningu og aðra ætlaða fullorðnum, og vekja þannig um leið sérstaka athygli á hinu kraftmikla starfi sem unnið er í áhugaleikfélögum um land allt, þrátt fyrir oft og tíðum afar krefjandi að- stæður,“ segir í tilkynningu frá leik- húsinu. Formaður dómnefndar var Björn Ingi Hilmarsson, leikari, leik- stjóri og verkefnastjóri barna- og fræðslustarfs í Þjóðleikhúsinu, en aðrir í nefndinni voru Sváfnir Sig- urðarson tónlistarmaður og kynn- ingarfulltrúi Þjóðleikhússins og Kjartan Darri Kristjánsson leikari. Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins Gleðistund Björn Ingi Hilmarsson frá Þjóðleikhúsinu, Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra voru að vonum kát. Djúsý kjúklingasalatKringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Þín upplifun skiptir okkur máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.