Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 16

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Í þessum mánuði hefur verið gengið frá ráðningu þriggja presta í störf hjá þjóðkirkjunni og Landspítala Valnefnd kaus sr. Pétur Ragnhild- arson til að vera prestur í Breið- holtsprestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Sr. Pétur fæddist 1993 og útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 2019. Hann á að baki langan feril í barna- og ung- lingastarfi. Sr. Pétur vígðist 1. mars 2020 sem prestur og æskulýðs- fulltrúi við Fella- og Hólakirkju og Guðríðarkirkju. Valnefnd kaus Bryndísi Böðv- arsdóttur guðfræðing til að vera prestur í Austfjarðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi. Bryndís fæddist 1972 á Akureyri og ólst þar upp. Hún hóf fyrst djáknanám en skipti svo yfir í guðfræðinám og lauk BA-prófi árið 2011 og prófi frá guðfræði- og trúar- bragðafræðideild HÍ 2019. Eftir að prófum lauk hefur hún starfað sem kirkjuvörður og meðhjálpari við Lágafellssókn. Bryndís á þrjú börn. Landspítali auglýsti fyrir nokkru laust starf sjúkrahúsprests eða sjúkrahúsdjákna við spítalann. Hjördís Perla Rafnsdóttir guð- fræðingur var ráðin til starfans. Hjördís Perla fæddist 1986 og ólst upp í Kópavogi. Hún tók BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands 2011 og BA-próf í sálfræði frá Háskól- anum á Akureyri 2017. Mag. theol.- prófi lauk hún frá Háskóla Íslands 2021. Hjördís Perla bjó í útlöndum í átta ár, 2011-2019, ásamt eiginmanni sínum, Kára Árnasyni, en hann var atvinnumaður í fótbolta í Skotlandi, Englandi, Svíþjóð, Kýpur og á Tyrk- landi. Þau eiga tvö börn. Þá hefur biskup Íslands auglýst eftir presti til þjónustu í Selja- prestakalli, Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. sisi@mbl.is Þrjú voru ráðin til prestsstarfa Bryndís Böðvarsdóttir Pétur Ragnhildarson Hjördís Perla Rafnsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum ekki haft þvottaplan fyrir íbúa og ferðamenn í fjölda ára. Þetta er það sem okkur vantar,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra. Malasíski athafnamaðurinn Loo Eng Wah heldur áfram stórhuga áformum sínum um uppbyggingu við Hellu. Nú hefur hann gert samning við Skeljung og Löð- ur um byggingu bensín- og þvottastöðvar í nágrenni við bæ- inn. Stöðin verð- ur á Faxaflötum sem er rétt sunnan við Suðurlands- veg, austan við Stracta-hótelið. Að sögn Haraldar Birgis er verið að leggja lokahönd á teikningar af þessari uppbyggingu og fram- kvæmdir gætu hafist á næstu dög- um. Þarna verða eldsneytisstöðvar fyrir allt að átta bíla og rafhleðslu- stöðvar fyrir allt að fjóra bíla. „Við lögðum mikla áherslu á að það yrði sett upp þvottaplan fyrir bíla og rútur,“ segir skipulagsstjór- inn sem kveðst telja að ekki sé van- þörf á fleiri kostum fyrir fólk á ferð- inni til að æja. Sökum umferðar sé farið að þrengja að aðstöðu við Olís- stöðina á Hellu. „Það er verið að spá komu tveggja milljóna ferðamanna til landsins og 70-80 prósent þeirra koma hingað. Ég veit ekki hvar er betri stað að finna fyrir uppbygg- ingu og hér er allt til alls fyrir þá sem það vilja gera. Þegar nýja brú- in verður komin yfir Ölfusána þá er Hella orðin fyrsta stopp frá Reykja- vík á eftir Hveragerði. Hérna eru allar íbúðalóðir farnar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næst- unni.“ Bygging bensín- og þvottastöðvar er síður en svo eina uppbyggingin sem Loo Eng Wah er með á teikni- borðinu. Áform hans um ferðaþjón- ustu við Leyni 2 og 3 í Landsveit, sem Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um síðustu ár, eru í bið- stöðu meðan álits Skipulagsstofn- unar er beðið. Hann hefur fengið út- hlutaðar tvær atvinnulóðir á Hellu og staðfesti nýverið að uppbygging þar væri enn fyrirhuguð. Á annarri lóðinni á að byggja 2-3 hæða hótel við ána og þjónustumiðstöð við hina. Skammt frá bensínstöðinni hyggst hann svo reisa 1.000-1.200 fermetra miðstöð þar sem gert er ráð fyrir alls konar ferðatengdri þjónustu. „Svo er hann að byggja sér einbýlis- hús á Hellu og er með tvö önnur einbýlishús í bígerð,“ segir Har- aldur Birgir. Loo byggir bílaþvottastöð í nágrenni Hellu - Athafnamaður frá Malasíu með stór- huga áform um uppbyggingu þjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hella Fjölgun ferðamanna kallar á aukna þjónustu og það veit Loo. Loo Eng Wah Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tekinn hefur verið í notkun nýr hjólastígur á Fiskislóð á Granda, ná- lægt Gömlu höfninni. Stígurinn er norðvestan götunnar og nær frá hringtorginu við Ánanaust að Hólmaslóð. Hjólastígurinn var hannaður af Mannviti verkfræði- stofu og verktakinn var Klappar- verk ehf. Fyrirtækið átti lægsta til- boð í verkið, 49,5 milljónir króna. Líklega hafa flestir haldið að Reykjavíkurborg hafi borið kostnað af hjólastígnum en svo var ekki. Það voru Faxaflóahafnir sem buðu út verkið og kostuðu framkvæmdina. Faxaflóahafnir eiga og reka götur og hjóla- og gangstíga á sínu eign- arlandi, upplýsir Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi fyrirtækisins. Faxaflóahafnir eiga land í Örfiris- ey, Gömlu höfninni, Sundahöfn, á Akranesi og á Grundartanga þar sem eru vegir og stígar. Ekki eru vegir eða stígar í eigu hafnanna í Borgarnesi. Götur Faxaflóahafna í Reykjavík spanna 12,5 kílómetra upplýsir Ólaf- ur. Heildarlengd hjóla- og gangstíga Faxaflóahafna í Reykjavík er 16,2 km. Fyrirtækið ber allan kostnað af lagningu og rekstri gatna á hafnar- landi. Eins og gefur að skilja á Reykja- víkurborg langstærstan hluta gatna og stíga í höfuðborginni. En það eru fleiri sem eiga götur í Reykjavík en Faxaflóahafnir, þ.e. Vegagerðin. Fjölmargir vegir innan Reykjavíkur eru stofnvegir í skilningi vegalaga og þar með í eigu og rekstri Vega- gerðarinnar, svo sem Miklabraut, Hringbraut, Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Reykjanesbraut. Stofnvegir eru hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til stofnvega teljast vegir sem tengja saman byggðir landsins. Við það vegakerfi sem þannig fæst skal tengja þéttbýlisstaði með um það bil 100 íbúa eða fleiri. Til stofnvega telj- ast einnig umferðarmestu vegir sem tengja saman sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu. Frá og með 1. janúar 2022 fluttist veghald og þar með ábyrgð á rekstri og viðhaldi eftirtalinna vega frá Vegagerðinni til Reykjavíkur- borgar: Mýrargata, Geirsgata og Kalkofnsvegur, frá Ánanaustum að Hörpu (Faxagötu). Stekkjarbakki, Höfðabakki og Gullinbrú, frá Smiðjuvegi að Hallsvegi. Morgunblaðið/sisi Stígur við Fiskislóð Margar verslanir og þjónustufyrirtæki eru við þessa fjölförnu götu á Grandanum. Nýr hjólastígur tek- inn í notkun á Granda - Faxaflóahafnir eiga stíginn og kostuðu framkvæmdina FÁST Í VERSLUNUM BÓKAKAFFISINS Á SELFOSSI OG Í ÁRMÚLA 42 Í REYKJAVÍK EINNIG Í ÖLLUM HELSTU BÓKABÚÐUM LANDSINS Stórbrotin saga raunverulegra örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga sem bitna á saklausum íslenskum sjómönnum. Spennuþrungin saga sem legið hefur falin í breskum leyniskjölum. Frekjulegt símtal, maður sem virðist horfinn. Kafbátaferð frá Reykjavíkurhöfn. Gullleit og glæpir í æsispennandi íslenskri spennusögu sem fangar lesandann. Berlín 1938. Bernie Gunther eltir óhugnanlegan hrotta sem drepur bláeygar unglingsstúlkur. Glæpa- lýður og Gestapo-hrottar, miðlar, mæður og margslungið mannlíf millistríðsáranna. SUMARkiljurnar Útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti miðvikudaginn 1. júní kl. 17. Rautt, hvítt og mikil spenna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.