Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
Þrátt fyrir erfið veðurskilyrði veiddu
uppsjávarskip útgerðarfélagsins
Brims rúmlega 66 þúsund tonn af
loðnu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs
en þá var verð á botnfiskafurðum
gott á tímabilinu. Þetta tvennt skýrir
að miklu leyti hagnað félagsins á
tímabilinu, en Brim hagnaðist á
fyrsta ársfjórðungi um 26,4 milljónir
evra, samanborið við 10,9 milljónir
evra á sama tíma í fyrra. Miðað við
meðalgengi á tímabilinu nemur
hagnaðurinn 3,8 milljörðum króna.
Tekjur félagsins hækkuðu um
rúm 30% á milli ára, og námu á
fyrsta ársfjórðungi 94 milljónum
evra, sem eru um 13,5 milljarðar
króna, samanborið við 71 milljón
evra í fyrra. Eignir félagsins hækk-
uðu um 55 milljónir evra frá áramót-
in og námu í lok fyrsta ársfjórðungs
851 milljón evra. Eigið fé í lok tíma-
bilsins var 398 milljónir evra og eig-
infjárhlutfallið 46,8%.
Hagnaður fyrir tekjuskatt nam
um 32 milljónum evra, samanborið
við 14 milljónir evra á sama tíma í
fyrra. Félagið greiðir um sex millj-
ónir evra í tekjuskatt fyrir tímabilið,
eða rúmlega 860 milljónir króna.
Gefa starfsmönnum hlutabréf
Stjórn Brims ákvað fyrr á árinu að
afhenda starfsmönnum eignarhluti í
félaginu. Heildarfjöldi þessara hluta
er um 4,4 milljónir og var þeim skipt
á milli starfsmanna eftir starfsaldri.
Auk þess greiddi Brim launabónus
til að mæta tekjuskatti starfsmanna
vegna hlunnindanna. Samtals eru
þetta um 580 milljónir króna sem eru
gjaldfærðar í árshlutareikningnum.
Að frádregnum kostnaði við af-
hendingu hlutabréfa til starfsmanna
er ekki mikil breyting í launa-
kostnaði félagsins á milli ára. Mark-
aðsvirði Brims var í lok tímabilsins
um 183 milljarðar króna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppgjör Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sagði á uppgjörsfundi í
gær fyrsta ársfjórðung þessa árs hafa verið þann besta í sögu félagsins.
Brim hagnast um
3,8 milljarða króna
- Starfsmenn fá hlutabréf fyrir 600 m. kr.
26. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.94
Sterlingspund 162.45
Kanadadalur 101.58
Dönsk króna 18.72
Norsk króna 13.539
Sænsk króna 13.265
Svissn. franki 134.8
Japanskt jen 1.0206
SDR 175.51
Evra 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.0081
að hafa dregið úr hvatanum til að
leigja íbúðir til skamms tíma með
öllu því umstangi sem því fylgi.
Sömuleiðis geti hærra fasteignaverð
þýtt að ekki borgi sig að kaupa íbúðir
gagngert fyrir skammtímaleigu.
„Mönnum ber saman um að um-
svif heimagistingar séu nú mjög lítil
og að markaðurinn sé að fara hægt
af stað á ný,“ segir Jóhannes Þór
sem kveðst ekki hafa gögn um hvað
framboð Airbnb vegur nú þungt í
seldum gistinóttum á Íslandi. Fyrir
faraldurinn hafi kannanir bent til að
um fimmta hver gistinótt væri seld á
Airbnb-síðum, borið saman við 5-6%
hlutfall hennar á Norðurlöndum, en
hlutfallið sé nú ekki þekkt. Með hlið-
sjón af vægi skammtímagistingar
fyrir faraldurinn muni það hafa mikil
áhrif ef hún dregst saman, samhliða
stórauknu flugframboði.
„Það er líklegt að það muni skorta
framboð af gistirými á vissum svæð-
um á landinu, þar sem framboðið er
minna en hér á höfuðborgarsvæðinu.
Sú staða er til dæmis að koma upp á
Austurlandi og Norðurlandi en þar
fer saman minna framboð gistingar
og lengri dvalartími ferðamanna. Sú
þróun getur leitt til þess að það verði
ekki nægt framboð á einhverjum
tíma yfir háönnina frá seinni hluta
júlí og fram í fyrstu vikuna í sept-
ember. Það þýðir aftur að verðið
hækkar væntanlega en ef bókunar-
síður eru skoðaðar kemur í ljós að
verðið hefur hækkað meira á Aust-
urlandi og á Norðausturlandi en til
dæmis á Suðurlandi og Vesturlandi.“
Allt að 70% færri íbúðir
En haft var eftir Kjartani Smára
Höskuldssyni, framkvæmdastjóra
Íslandssjóða, í Morgunblaðinu sl.
laugardag að sérfræðingar telji að
70% af þeim íbúðum sem voru keypt-
ar til að leigja þær út á Airbnb hafi
verið seldar og séu í langtímanotkun.
Jóhannes Þór segir að við sam-
drátt íbúðagistingar bætist skortur á
húsnæði fyrir starfsfólk fyrirtækja í
ferðaþjónustu um allt land.
Ljóst sé að margir ferðamenn hafi
átt uppsafnaðan ferðasjóð eftir far-
aldurinn og panti sér lengri og dýr-
ari ferðir en áður. Það eigi eftir að
koma í ljós hversu varanleg sú breyt-
ing verður. Meðal óvissuþátta sé
stríðið í Úkraínu en verðbólga af
þess völdum kunni að skerða ráð-
stöfunartekjur Evrópubúa, þ.m.t.
Þjóðverja, og það geti aftur mögu-
lega dregið úr eftirspurn á næsta ári.
Réttur tími fyrir fjárfestingu
Þrátt fyrir það séu horfur í ferða-
þjónustu góðar, horft nokkur ár
fram í tímann og almennt gert ráð
fyrir kröfugum bata næstu misseri.
Með það í huga sé tímabært að
huga að fjárfestingu í ferðaþjónustu,
þar með talið í hótelgistingu, til að
mæta væntri eftirspurn. Þá þurfi
ferðaþjónustan nýtt eigið fé en mörg
fyrirtækin glími við skammtíma-
skuldir og frestaðar skattaskuldir.
Því sé fyrirséð með haustinu að
bankar muni meta rekstrarhæfi fé-
laga, ekki síst lítilla og meðalstórra,
og hvort þau séu á vetur setjandi.
Telur Jóhannes Þór fullt tilefni
fyrir ríkisstjórnina til að leita fyrir-
myndar í átaksverkefninu Beina
brautin frá árinu 2010 sem var ætlað
að flýta fjárhagslegri endurskipu-
lagningu og úrvinnslu skuldamála
lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ef
ríkið fari sömu leið gagnvart ferða-
þjónustunni í haust muni það ekki
fela í sér fjárútlát heldur aðeins
ágóða fyrir ríkið til lengri tíma litið.
Gæti þrýst upp verði á gistingu
- Framkvæmdastjóri SAF segir fækkun Airbnb-íbúða geta leitt til skorts á gistirými yfir háönnina
- Tölfræði skorti um markaðinn - Verðlagsáhrif stríðsins geti bitnað á eftirspurninni á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aukin eftirspurn Herbergi á CenterHótelinu á Laugavegi 95-99.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mjög hefur dregið úr framboði íbúða
sem leigðar eru til ferðamanna í
skammtímaleigu, til dæmis í gegnum
vefsíðuna Airbnb,
og gæti það leitt
til skorts á gisti-
rýmum.
Þetta segir Jó-
hannes Þór
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar,
SAF, og vísar til
fyrirspurna sem
hann gerði meðal
félagsmanna sinna, að beiðni Morg-
unblaðsins. Á hinn bóginn skorti
ábyggilega tölfræði um stöðuna á
markaðnum til að fullyrða hversu
mikill samdrátturinn er.
Margar hafa verið seldar
Jóhannes Þór bendir á að margar
þessara íbúða hafi verið seldar eftir
að kórónuveirufaraldurinn hófst og
margar farið í langtímaleigu.
Vegna hækkandi leiguverðs kunni
Jóhannes Þór
Skúlason
Tekjur Síldar-
vinnslunnar nær
tvöfölduðust á
milli ára á fyrsta
fjórðungi þessa
árs, og námu um
100,5 milljónum
Bandaríkjadala.
Hagnaður á tíma-
bilinu nam 27,5
milljónum dala,
eða tæplega 3,6
milljörðum króna, og jókst um 30%
milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins
er 67,1%.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síld-
arvinnslunnar, segir í uppgjörstil-
kynningu að þrátt fyrir brösuga
byrjun á loðnuvertíðinni hafi loðnu-
vinnslan verið nánast samfelld frá
áramótum. Þá kemur fram í kynn-
ingu uppgjörsins að samið hafi verið
um uppgjör á útistandandi við-
skiptakröfu vegna stríðsins í Úkra-
ínu. Um 800 þúsund dalir færast í
niðurfærslu á fyrsta ársfjórðungi og
nema heildaráhrif stríðsins því um
3,3 milljónum dala í töpuðum kröf-
um, en áhrifin séu að fullu komin
fram í reikningum félagsins.
Tekjur tvö-
földuðust
á milli ára
- Hagnaður jókst
um 30% á milli ára
Gunnþór
Ingvason