Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, skýrði frá því á frétta- mannafundi í gær að góðar líkur væru á að spænski miðjumaðurinn Thiago gæti spilað úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid á laugardagskvöldið. Thiago meiddist í leik liðsins við Wolves á sunnudaginn en í ljós kom í gær að meiðslin væru ekki eins al- varleg og óttast var. Þá æfðu bæði Fabinho og Joe Gomez með Liver- pool í gærmorgun en þeir hafa báð- ir verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. Thiago líklegur á laugardaginn AFP/Oli Scarff Góður Thiago hefur unnið keppn- ina með Bayern og Barcelona. Stórleikur hjá Slóvenanum Luka Doncic varð til þess að Dallas Ma- vericks eygir enn veika von um að vinna einvígið við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar NBA í körfubolta. Doncic skoraði 30 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoð- sendingar fyrir Dallas í heimasigri gegn Golden State í fyrrinótt, 119:109. Von Dallas er samt afar veik, staðan er 3:1 fyrir Golden State sem getur tryggt sér sigur í einvíg- inu á sínum heimavelli í San Franc- isco þegar liðin mætast þar í kvöld. Doncic gaf Dall- as veika von AFP/Tom Pennington Dallas Luka Doncic tryggði góðan sigur gegn Golden State. Nökkvi skoraði líka fyrsta mark síðari hálfleiks og kom ÍBV yfir í fyrsta skipti í leiknum. Valur komst í 22:20 en þá kom magn- aður kafli Eyjamanna sem skor- uðu sjö mörk gegn einu og voru komnir í 27:23 þegar níu mínútur voru eftir. Valsmenn voru aðeins fjórar mínútur að jafna metin í 27:27 og við tók æsispennandi lokakafli þar sem jafnt var á öllum tölum. Arn- ór Snær Óskarsson kom Val yfir, 31:30, og ÍBV tók leikhlé í kjölfar- ið. Eyjamenn nýttu ekki lokasókn- ina og Valsmenn fögnuðu sætum sigri. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 6 mörk fyrir Val, Róbert Aron Hostert 5, Arnór Snær Ósk- arsson 5, Magnús Óli Magnússon 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Sti- ven Tobar Valencia 3, Vignir Stef- ánsson 2 og Þorgils Svölu Bald- ursson eitt. Björgvin Páll Gústavsson varði 10 skot. Arnór Viðarsson skoraði 5 mörk fyrir ÍBV, Elmar Elingsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Dagur Arnarsson 3, Ásgeir Snær Vign- isson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Róbert Sigurðarson 1 og Gabríel Martinez Róbertsson 1. Björn Viðar Björnsson varði 6/1 skot og Petar Jokanovic 3. Valur meistari á laugardag? - Valsmenn lögðu ÍBV í stórkostlegum handboltaleik á Hlíðarenda, 31:30 Morgunblaðið/Eggert Hlíðarendi Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert tekinn föstum tökum af Friðriki Hólm Jónssyni í leiknum á Hlíðarenda í gærkvöld. Á HLÍÐARENDA Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Valsmenn geta orðið Íslandsmeist- arar karla enn á ný á laugardag- inn eftir að hafa sigrað ÍBV, 31:30, í stórkostlegum handbolta- leik á Hlíðarenda í gærkvöld. Það var þriðja viðureign liðanna í úr- slitaeinvíginu og Valsmenn náðu með því forystunni, 2:1. Vinni þeir fjórða leikinn í Eyj- um á laugardag eru þeir orðnir Ís- landsmeistarar en ÍBV þarf sigur til að knýja fram oddaleik. Hann færi þá fram á Hlíðarenda á mánudagskvöldið kemur. Eftir jafnar upphafsmínútur komust Valsmenn í 9:5. Þeir voru tveimur til fjórum mörkum yfir mestallan fyrri hálfleikinn, allt þar til Eyjamenn jöfnuðu í 16:16 undir lok hans og svo aftur í blálokin með glæsilegu marki Nökkva Snæs Óðinssonar þegar ein sek- únda var eftir á leikklukkunni, 17:17. Leikurinn var fjörugur og hraður í fyrri hálfleik eins og markatalan ber með sér. Sandra Sigurðardóttir landsliðsmarkvörður úr Val var besti leikmaðurinn í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Sandra átti stórleik þegar Valur lagði Breiðablik 1:0 á þriðjudagskvöldið en hún varði vítaspyrnu og nokkur erfið skot Blikanna að auki. Sandra fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í Morgunblaðinu og þá ein- kunn fengu tveir aðrir leikmenn í sjöttu umferðinni. Arna Sif Ásgríms- dóttir, miðvörður Vals, sem skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki, og Sandra María Jessen sem skoraði tvívegis fyrir Þór/KA þegar Akureyrar- liðið tapaði 5:4 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Arna Sif og Elísa Viðarsdóttir úr Val eru báðar í úrvalsliðinu í þriðja sinn í fyrstu sex umferðunum en lið sjöttu umferðar er hér fyrir ofan. 6. umferð í Bestu deild kvenna 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Sandra Sigurðardóttir Valur Arna Sif Ásgrímsdóttir Valur Sædís Rún Heiðarsdóttir Stjarnan Elísa Viðarsdóttir Valur Marcella Barberic KR Rasamee Phonsongkham KR Murphy Agnew Þróttur Freyja Karín Þorvarðardóttir Þróttur Jasmín Erla Ingadóttir Stjarnan Sandra María Jessen Þór/KA Kristín Erna Sigurlásdóttir ÍBV 3 3 2 Sandra best í sjöttu umferð Um leið og Arnar Þór Við- arsson vinnur að því að stilla upp eins sterku byrjunarliði og hann getur í fyrsta leik karlalandsliðs- ins í Þjóðadeildinni í fótbolta er áhugavert að stilla upp öðru ís- lensku landsliði. Ellefu manna byrjunarlið, skipað leikmönnum sem eru meiddir, gefa ekki kost á sér eða eru ekki gjaldgengir vegna nýrrar viðbragðsáætlunar KSÍ gæti ver- ið þannig skipað: Í markinu væri Elías Rafn Ólafsson sem handarbrotnaði í mars og er úr leik í bili. Í þriggja manna vörn væru miðverðirnir Hjörtur Her- mannsson, Hólmar Örn Eyjólfs- son og Sverrir Ingi Ingason. Á þriggja manna miðju væru Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson og Rúnar Már Sigurjónsson. Á köntunum væru Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason. Í fremstu víglínu væru síðan Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson. Þá eru ónefndir leikmenn eins og Ari Freyr Skúlason, Viðar Örn Kjartansson og Jón Guðni Fjólu- son, sem og þeir Gylfi Þór Sig- urðsson og Kolbeinn Sigþórsson sem hafa ekki spilað fótbolta frá síðasta sumri. Fámennri þjóð eins og þeirri íslensku veitti ekki af því að geta nýtt alla sína bestu leikmenn. Það er hins vegar ekki í boði sem stendur. Arnar Þór freistar þess að byggja upp nýtt landslið við erfiðar aðstæður. Það verður af- ar áhugavert að sjá hvernig til tekst í leikjunum gegn Ísrael og Albaníu en þeir munu gefa góða mynd af stöðu liðsins í dag. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 32ja liða úrslit: Safamýri: Fram – Leiknir R .................... 14 KA-völlur: KA – Reynir S......................... 16 Ásvellir: Haukar – Víkingur R ............ 19.15 Kópavogur: Breiðablik – Valur ........... 19.45 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Grindavík: Grindavík – FHL.................... 14 2. deild kvenna: Skessan: ÍH – Hamar................................ 14 Vopnafjörður: Einherji – Grótta.............. 14 Höfn: Sindri – Álftanes ............................. 16 Valsvöllur: KH – Völsungur ..................... 17 HANDKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur kvenna: Safamýri: Fram – Valur (1:1) .............. 19.30 Í DAG! Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, fjórði úrslitaleikur: Dallas – Golden State....................... 119:109 _ Staðan er 3:1 fyrir Golden State og fimmti leikurinn fer fram í San Francisco í kvöld. 086&(9,/*" Líklegt er talið að ferli sænska knattspyrnumannsins Zlatans Ibra- himovic sé lokið. Hann gekkst und- ir uppskurð á hné í gær og verður frá keppni næstu 7-8 mánuðina. Zlatan verður 41 árs í október en hann skoraði átta mörk fyrir ítölsku meistarana AC Milan á ný- liðnu keppnistímabili. Ferlinum lokið hjá Zlatan? Gríðarlega óvænt úrslit urðu í Mjólkurbikar karla í fótbolta í gær- kvöld þegar 2. deildar lið Njarðvík- inga gjörsigraði nágranna sína í Keflavík, 4:1, í 32ja liða úrslitum keppninnar. Magnús Már Matthías- son skoraði tvö mörk fyrir Njarðvík- inga, Oumar Diouck og Kenneth Hogg eitt hvor en Patrik Johann- esen skoraði fyrir Keflavík. Fylkismenn, sem leika í 1. deild, slógu bestudeildarlið ÍBV út úr bik- arnum með 2:1-sigri í viðureign lið- anna í Árbænum. ÍBV missti Tómas Bent Magnússon af velli með rautt spjald á 36. mínútu og Fylkir komst í 2:0 á næstu ellefu mínútum með mörkum frá Mathias Laursen og Ás- geiri Eyþórssyni. Alex Freyr Hilm- arsson minnkaði muninn fyrir ÍBV seint í leiknum. _ FH lenti í miklum vandræðum með 3. deildar lið Kára frá Akranesi en vann 3:0 í Kaplakrika þar sem Steven Lennon (2) og Björn Daníel Sverrisson skoruðu í síðari hálfleik. Morgunblaðið/Eggert Skoruðu Martin Laursen og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkis gegn ÍBV og fagna hér fyrra markinu sem danski framherjinn skoraði. Njarðvík og Fylkir skelltu Keflavík og ÍBV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.