Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Jóhanna Sif Sigurðardóttir, 27 ára, og Þór- dís Karen Þórðardóttir, 28 ára, eru báðar með óþrjótandi áhuga á morðmálum og öðr- um sakamálum og halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Íslands um þessar mundir, Morð- skúrnum, sem fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um morð og önnur sakamál; manns- hvörf og dularfull dauðsföll svo eitthvað sé nefnt. Þekkt íslenskt mál kveikti áhugann Áhuginn á sakamálum kviknaði hjá vin- konunum báðum á unga aldri. „Ég hef verið forfallinn aðdáandi bókanna „Öldin okkar“ frá því ég var allt of ung og rak þar augun í Guð- mundar og Geirfinns- málið. Það kveikti á þessum áhuga sem hefur bara aukist í gegnum árin – enda var ég 12-13 ára gömul handviss um að ég gæti leyst þetta þjóðþekkta mál,“ segir Jóhanna sem er jafnframt tveggja barna móðir búsett í Garðabæ. Fór í lögreglufræði Þórdís segir áhugann líklega hafa kviknað út frá ýmiss konar glæpaþáttum á við CSI og Forensic Files sem hún horfði mikið á. „Pabbi er líka fyrrum lögreglumaður og mér fannst það hrikalega spennandi starf, svo ég fór sjálf í skólann og útskrifaðist með gráðu í lögreglufræði þar sem áhuginn kviknaði fyrir alvöru,“ segir Þórdís sem kveðst vera eilífðarstúdent og leggur nú stund á meistaranám í lögfræði. „Lúmskur áhugi í okkur öllum“ Vinkonurnar eru sammála um að Íslend- ingar hafi gríðarlegan áhuga á glæpum. Þær tóku meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekki um íslensk mál í hlaðvarpinu en þó nokkur íslensk hlaðvörp um sakamál eru meðal vin- sælustu hlaðvarpanna hérlendis. Eftirspurn og áhugi Íslendinga á þessu málefni virðist því vera gífurlegur. „Ég held að það sé lúmskur áhugi fyrir þessu í okkur öllum. Þessi forvitni fylgir okkur Íslendingum hvert sem við förum. Það eru þessi erlendu mál sem kannski rata ekki beint í fjölmiðla hér sem við fjöllum helst um. Við ákváðum strax í upphafi að við ætluðum ekki að fjalla um íslensk mál enda getur það verið mjög viðkvæmt. En ég held að við liggjum samt flestöll yfir fréttunum þegar slík mál koma upp,“ lýsir Þórdís og Jóhanna tekur undir. Fjalla ekki um íslensk mál af ástæðu „Íslensk mál rata ekki í okkar þætti ein- faldlega af því að við gerum okkur grein fyr- ir því hversu lítið landið okkar er og það eru allar líkur á að hlustendur okkar þekki til málsins – til þolenda eða gerenda málsins persónulega eða þekkja einhvern sem þekk- ir einhvern sem tengist málinu beint. Það er upplifun sem við viljum ekki að hlustendur okkar lendi í,“ bætir Jóhanna við. Gríðarlegur áhugi og viðbrögð Báðar segjast þær hafa fundið fyrir gríð- arlegum áhuga hlustenda sinna. „Við reynum að eiga í samskiptum við hlustendur okkar um málin sem við tökum fyrir og viðbrögðin eru undantekningarlaust sterk. Fólk hefur skoðanir á atburðum og hug- myndir og vangaveltur um hvað kom fyrir Við fáum skilaboð upp á hvern einasta dag um málin sem við tökum fyrir og ábendingar um önnur mál, þannig að áhuginn er mjög mikill,“ segja vinkonurnar. „Ég held að það sé að stórum hluta tengt þessari forvitni – ástæða þess að ég dembi mér ofan í mál er bara hnýsni og að reyna að fá svör við einhverjum spurningum sem fást nú sjaldnast svör við samt eins og má heyra í þáttunum hjá okkur,“ segir Jóhanna. Vinkonurnar, sem segjast hafa verið nokkurn veginn óaðskiljanlegar frá mennta- skóla, sögðu frá því hvernig Morðskúrinn varð til á svipstundu eftir afdrifarík skilaboð sem Þórdís sendi Jóhönnu í október 2020. „Langar þig ekki að gera „podcast“ með mér,“ spurði Þórdís en Jóhanna svaraði því umsvifalaust játandi. Áttu ekki von á því sem koma skyldi „Í sömu viku var fjárfest í hljóðnema sem við lærðum ekkert á og fyrsti þátturinn var gefinn út mánuði síðar,“ sögðu vinkonurnar sem segja að fyrstu fimm þættirnir hafi ver- ið með hræðileg hljómgæði, einfaldlega vegna þess að nýi fíni hljóðneminn var ekki í sambandi. „Við fórum inn í þetta með nákvæmlega engar væntingar. Bara góða afsökun til að hittast reglulega Við áttum svo sannarlega ekki von á því sem koma skyldi!“ segja þær Jóhanna og Þórdís. Stöllurnar skipta þáttunum sínum í nokkra flokka; manndráp, óupplýst mál, mannshvörf, raðmorðingja og dularfull dauðsföll, auk þess sem mál sem fjalla um fjöldamorð hafa ratað á borð þeirra. Þær eru einnig duglegar að deila upplýsingum og myndum í tengslum við málin á Instagram- síðu sinni, Morðskúrinn og á Facebook þar sem er bæði virkur umræðuhópur (Morð- skúrinn – umræðuhópur) og síða tileinkuð hlaðvarpinu. Morðáhugi Íslendinga óþrjótandi Óbilandi áhugi Jóhanna er tveggja barna móðir og skrifstofustjóri með óbilandi áhuga á öllu sem tengist morðum og glæpum. Eilífðarstúdent Þórdís er eilífðarstúdent, að eigin sögn, með gráðu í lögreglufræði og býr ásamt kærasta sínum og hundi í Hafnarfirði. Upphafið Hér má sjá upphaf Morðskúrsins sem varð formlega til mánuði síðar. Jóhanna og Þórdís halda úti vinsæla sakamálahlaðvarpinu Morðskúrinn þar sem þær fjalla um sakamál af ýmsu tagi og segja áhuga Íslendinga á þessu málefni gríðarlegan. Morbid „Sakamálahlaðvarp, mjög vel unnið efni og stóru málin eru mikið tekin fyrir í þáttunum. Þáttastjórnendur eru tvær konur sem eru báðar mjög léttar á því en alvarleiki glæpsins skilar sér engu að síður til hlust- enda.“ Trace evidence „Hlaðvarp sem fjallar um óupplýst mál sem fær hausinn á manni til að fara á flug. Maður fær undantekningalaust saka- máladelluna eftir nokkra þætti.“ Killer Queens „Tvær eldhressar, jafn málglaðar og við stöllur en töluvert orðheppnari en við. Eins og nafnið gefur til kynna er um saka- málahlaðvarp að ræða.“ MILE HIGHER „Alls konar mál; morðmál, mannshvörf og dularfullir at- burðir. Langir þættir og smáatriðin upp á tíu, sem er alltaf skemmtilegt.“ Betri helmingurinn með Ása „Þessir þættir eru alveg frábærir fyrir þá forvitnu. Skemmtilegar sögur og Ási nær að gera þetta svo áhugavert með alls konar einstaklingum úr þjóðfélaginu.“ Áhugaverð hlaðvörp Þórdís og Jóhanna í Morðskúrnum gefa álit Jóhanna og Þórdís, stjórnendur Morðskúrsins, hlusta reglulega á hlaðvörp og eru sakamálahlaðvörp í miklu uppáhaldi. K100 fékk vinkonurnar til að segja les- endum frá sínum uppáhaldshlaðvörpum. GRÍMSEY hanskar Kr. 2.990.- GÍGUR unisex regnbuxur 11.990 Kr. HVÍTANES Merínó húfa Kr. 3.990.- Þín útivist - þín ánægja ASOLO Angle GV Kr. 25.990.- FAGRADALSFJALL ullarpeysa 14.990 Kr. ARCTIC EXPLORER göngustafir Kr. 5.990.- LANGJÖKULL ullarjakki 28.990 Kr. Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is MICROFIBER handklæði Kr. 1.490.- SKÓGANES Merino ullarbolur Kr. 11.990.- DÖGG regnkápa 11.990 Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.