Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 11

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síð- ustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á fundi í fyrradag, en þetta var síð- asti fundur kjörtímabilsins og sá 1.258. í röðinni frá upphafi. Ár- mann á að baki 24 ár í bæjarstjórn og 10 ár sem bæjarstjóri Kópavogs. Ármann var kjörinn í bæjar- stjórn árið 1998 og á að baki um 480 fundi, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Á ferlinum hefur hann setið í bæjarráði, atvinnu- málanefnd, menntaráði og fram- kvæmdaráði. Þá hefur hann verið formaður skipulagsnefndar, félags- málaráðs og skólanefndar Kópa- vogs, og verið forseti bæjar- stjórnar. Hann hefur setið í hafnar- stjórn og verið hafnarstjóri frá 2018. Í sinni síðustu ræðu nýtti Ár- mann tækifærið og rifjaði upp ýms- ar breytingar á bænum og starf- semi hans en íbúar voru tæp 20.000 þegar hann náði kjöri og hefur bærinn tvöfaldast að stærð síðan. Fleiri bæjarfulltrúar sátu sinn síðasta bæjarstjórnarfund í Kópa- vogi, þau Birkir Jón Jónsson, Jón Finnbogason, Margrét Friðriks- dóttir, Pétur Hrafn Sigurðarson og Einar Þorvarðarson. Ármann bæjarstjóri kvaddur í Kópavogi Ljósmynd/Kópavogsbær Kópavogur Margrét Friðriksdóttir og Ármann Kr. Ólafsson eru hætt. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveð- ið að styrkja samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um átta m.kr. á árinu til að bregðast við auk- inni eftirspurn eftir þjónustu. Sig- urbjörg Sigurpálsdóttir gegnir þessu starfi. Reynslan sýnir að þörf er á þjón- ustunni og að bæði iðkendur og íþróttafélög nýta sér þennan vett- vang í auknum mæli við úrlausn mála sem tengjast áreitni, ofbeldi, einelti og samskiptavanda í íþrótta- og æskulýðsstarfi, segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Sigurbjörg hefur afhent ráðherra ársskýrslu yfir starfsemina á síðasta ári. Tilkynningum til ráðgjafans fjölgaði úr 24 árið 2020 í 79 árið 2021. Það sem af er árinu hefur 51 tilkynn- ing borist. Flestar tilkynningar varða kynbundna eða kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Næstflestar tilkynningar eru vegna eineltis. Berast þær bæði frá iðkendum og íþróttafélögum. Samskiptaráðgjafi fær átta milljónir Ásmundur Einar og Sigurbjörg. Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 www.spennandi-fashion.isOpið: Mán-fös: 11-18 Lau: 12-15 LURDES BERGADA BARCELONA FYRIR VEISLUR SUMARSINS! B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is 20% afsláttur af völdum vörum frá Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Nýjar vörur streyma inn Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Point Neuf kjóll 16.900,- Freequent kjóll 8.900,- GO WALK SMART 2 13.995 kr./ St. 36-41 with Goga Mat™ KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SUMARSKÓR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.