Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 20
Álftir Eins og svanir eru vanir.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Dirrindí, hnegg og vell óma nú allan
sólarhringinn í Friðlandi Svarfdæla,
skammt frá Dalvík. Yfir 40 fuglateg-
undir hafa sumarsetu á svæðinu, en
það nær frá flæðarmáli og með
bökkum Svarfaðardalsár og langt
inn í dal. Hið friðlýsta svæði er alls
um 540 hektarar og þykir um margt
paradís líkast.
„Allar þær fuglategundir sem
verpa í friðlandinu eru nú komnar á
svæðið,“ sagði Hjörleifur Hjartar-
son landvörður þegar Morgunblaðið
hitti hann nyrðra á dögunum. „Hér
má sjá til dæmis jaðrakan, spóa, lóu,
óðinshana, kjóa og kríu svo nokkrar
tegundir séu nefndar og fjölmargar
andartegundir eru einnig áberandi.
Tilhugalíf þeirra er í miklum blóma
og rómantíkin ráðandi. Þetta er
skemmtilegasti tíminn í Friðlandinu.
Svo þegar komið er fram í júní og
fuglinn er lagstur á, dúrar allt niður
og fuglasöngurinn verður ekki eins
hömlulaus.“
Náttúruverndin mikilvæg
Friðland Svarfdæla varð til árið
1972, eða fyrir hálfri öld. Á þeim
tíma var á Íslandi að myndast vitund
fyrir mikilvægi náttúruverndar og
að ganga ekki á höfuðstól landsins.
Frumkvæði að friðlýsingunni í
Svarfaðardal kom frá bændum í
sveitinni og er þetta elsta votlendis-
friðland landsins. Náttúrufar svæð-
isins er kjörlendi ýmissa fuglateg-
unda en svæðið skiptist í þurra
árbakka og blautar mýrar með star-
arflóum, síkjum og gróðursælum
seftjörnum.
„Forðum daga höfðu bændur í
Svarfaðardal haft miklar nytjar af
óshólmunum og nærliggjandi svæð-
um, svo sem við engjaheyskap og
beit. Þegar komið var fram undir
1970 höfðu nytjar á landinu breyst
nokkuð. Menn fóru þá að hugsa mál-
in upp á nýtt,“ segir Hjörleifur og
heldur áfram:
„Frumkvæði að friðlýsingu kom
frá föður mínum, Hirti Eldjárn Þór-
arinssyni á Tjörn. Ný lög um nátt-
úruvernd gengu í gildi árið 1971 og
Hjörtur var í náttúruverndarráði.
Hann fékk tíu aðra bændur til liðs
við sig og með samstöðu þeirra var
Friðland Svarfdæla stofnað. Þetta
var á gullöld skurðgröfunnar á Ís-
landi, þegar bændur kepptust við að
ræsa fram mýrar og fengu hærri
greiðslur eftir því sem meira var
grafið. Á þessum árum voru árlega
grafnir skurðir á Íslandi jafn langir
og Hringvegurinn. Við vorum komin
langleiðina með að grafa lengdina
umhverfis hnöttinn. Þetta var hreint
brjálæði. En friðun breytti hér öllu.
Í dag er þetta svæði í dalnum nátt-
úruperla og einstakt í sinni röð.“
Flórgoði og urmull af öndum
Frá þéttbýli á Dalvík liggur
göngustígur að Hrístjörn, en hún er
innan marka Friðlands og við þjóð-
veginn rétt áður en komið er úr suðri
að brúnni yfir Svarfaðardalsá. Þar
er meðal annars skýli til fuglaskoð-
unar. Einnig liggur stikuð gönguleið
að Húsabakka í Svarfaðardal. Þar
fyrir neðan eru göngubrú yfir ána
yfir í svonefndan Hánefsstaðareit,
skógarlund í dalnum austanverðum.
„Hvergi á Íslandi verpa fleiri teg-
undir fugla en á óshólmasvæðum hér
norðanlands, svo sem hér í Eyja-
fjarðardölum og Skagafirði. Mér
finnst það hrein forréttindi að fá að
vinna við þetta og fylgjast með
fuglalífinu. Á Hrísatjörn er mikið af
flórgoða, urmull af öndum og máv-
um, himbrimapar og tvenn svana-
hjón á hreiðrum sínum með stuttu
millibili. Í móunum í kring eru svo
rjúpur og mófuglar, lómar synda á
ánni og allt bókstaflega iðar af lífi,“
segir Hjörleifur. Hann býr í Laug-
asteini í Svarfaðardal með eiginkonu
sinni, sem er Íris Ólöf Sigurjóns-
dóttir.
Vilja göngubrú og gestastofu
Mörgum er Hjörleifur kunnur
sem annar tveggja í dúóinu Hundur í
óskilum, sem skemmt hefur Íslend-
ingum síðustu áratugina með leik og
söng. Að öðru leyti sinnir Hjörleifur
ýmsum verkefnum, meðal annars í
sinni heimasveit. Starfrækti á tíma-
bili náttúrufræðisetur í gömlum
byggingum Húsabakkaskóla. Þar
vakti sérstaka athygli sýningin Frið-
land fuglanna sem var nokkurs kon-
ar gestastofa Friðlands Svarfdæla.
Sú starfsemi lagðist af þegar skóla-
húsin voru seld, þó svo hún yrði upp-
taktur þess að Umhverfisstofnun
stofnaði til starfs landvarðar í Frið-
landi Svarfdæla. Því embætti er
haldið úti tvo mánuði á ári; það er frá
í byrjun maí og fram í júní – og til-
fallandi utan þess tíma.
„Landvarslan er fjölbreytt starf
og mörgu þarf að sinna,“ segir Hjör-
leifur. „Einmitt núna huga ég að
endurnýjun snjáðra upplýs-
ingaskilta niður við þjóðveg. Síðan
fer mikil vinna í að endurbæta
göngustíga, merkingar og fleira
slíkt. Einnig dreymir okkur um að
reisa aðra göngubrú yfir Svarfaðar-
dalsá innan marka Friðlandsins, en
sú yrði þá hér niðu r við ósa og nærri
sjó. Þá eru uppi áform um að koma
upp gestastofu fyrir Friðlandið í
gamla barnaskólahúsinu á Dalvík.
Sú bygging stendur tóm í dag en
ætlunin er að þar verði í framtíðinni
byggðasafn og ýmsar fleiri stofn-
anir.“
Hömlulaus
fuglasöngur
- Vor í Svarfaðardal - Lómar, rjúpur
og rómantíkin - Friðland í fimmtíu ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landvörður Starf þar sem mörgu þarf að sinna, segir Hjörleifur sem vill skipta út snjáðu upplýsingaskilti fyrir nýtt.
Norðurland Horft yfir Friðlandið og inn dalinn með stólinn fyrir miðju. Heiðlóa Í loftinu bláu dirrindí.
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Mannlífið á Skólavörðustíg er jafn-
an líflegt og ekki síður á þeim hluta
sem göngugatan er í regnbogalit-
unum. Stemningin er enn meiri
þegar vel viðrar og þannig háttaði
einmitt til í vikunni þegar vinirnir
Hlynur, Birgir, Bragi og Beggi
seldu heimatilbúið límonaði.
Vegfarendur um Skólavörðustíg
kunnu vel að meta framtakið, eink-
um erlendir ferðamenn, og seldist
límonaðið grimmt.
Tóku þeir félagar við hvaða
gjaldeyri sem er, hvort sem það
voru dollarar, evrur eða íslenska
krónan.
Morgunblaðið/Hákon
Skólavörðustígur Félagarnir Hlynur, Birgir, Bragi og Beggi seldu heima-
tilbúið límonaði í vikunni og fengu góðar viðtökur hjá vegfarendum.
Seldu vel af límonaði
á Skólavörðustíg
Sýningarsalur - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is
Uppþvottavélar
fyrir allar stærðir eldhúsa
T
a
k
ti
k
5
7
3
9
#
MBM húddvél LK626
Aukin framlegð í stóreldúsinu.
Húdd uppþvottavél með 45 cm opnun.
Þrjú kerfi 60/120/150 sek. 3 fasa 400 V.
Ytra mál BxDxH 63,5 x 74,5 x 153
Stærð á körfu 50 x 50 cm
Vatnsmagn 20 ltr
Hurðaop 45 cm
Aristarco Undirborðs
uppþvottavél AF50.35 DP DDE V400
Ytra mál BxDxH: 57,2 x 63,0 x 81,4
Stærð á körfu 45 x 45 cm
Tveir þvottaspaðar - efst og neðst
Innbyggður skammtari fyrir gljáa - Heit skolun
Vatnsmagn 18 ltr
Hurðaop 30,5 cm