Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.05.2022, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Ítalska félagið Roma varð í gær- kvöld Sambandsdeildarmeistari karla í fótbolta með því að sigra Feyenoord frá Hollandi, 1:0, í úr- slitaleik liðanna sem fram fór á nýj- um þjóðarleikvangi Albaníu í Tir- ana. Nicolo Zaniolo skoraði markið á 32. mínútu eftir sendingu frá Gi- anluca Mancini. Roma er fyrsti sig- urvegarinn í þessari nýju Evrópu- keppni og þetta er fyrsti sigur félagsins í Evrópukeppni frá því það vann hina gömlu Borgakeppni Evrópu árið 1961 en sú keppni varð síðar að UEFA-bikarnum. Roma fyrsti meistarinn AFP/Gent Shkullaku Markið Nicolo Zaniolo fagnar markinu sem færði Roma sigurinn. Fjórir nýliðar eru í 21 árs landsliði karla í fótbolta fyrir þrjá heima- leiki í undankeppni EM, gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur, sem allir fara fram á Vík- ingsvelli dagana 3. til 11. júní. Ísak Snær Þorvaldsson úr Breiðabliki, Þorleifur Úlfarsson frá Houston Dynamo, Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni og Adam Ingi Bene- diktsson markvörður frá Gauta- borg fá allir möguleika á að spila sína fyrstu leiki í þessum aldurs- flokki. Hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Fjórir nýliðar í 21 árs liðinu Ljósmynd/Kristinn Steinn U21 Ísak Snær Þorvaldsson hefur skorað sjö mörk fyrir Breiðablik. FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson þjálfari karla- landsliðsins í fótbolta mætir með reynsluminni hóp í landsleikina fjóra í júnímánuði en þegar liðið lék vin- áttulandsleikina við Finna og Spán- verja á Spáni í mars. Ísland leikur við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeild UEFA, Ísraelsmenn úti 2. júní og heima 13. júní og Albani heima 6. júní, og spilar auk þess vin- áttulandsleik í San Marínó 10. júní. Tveir af þeim leikjahæstu úr marsverkefninu, Jón Daði Böðv- arsson og Arnór Ingvi Traustason, verða ekki með. Þessir leikir passa illa fyrir Jón Daða sem hefur verið í fríi frá því í lok apríl þegar Bolton lauk keppni á Englandi og Arnór á leik með New England í bandarísku MLS-deildinni snemma í júní. Þá er Hjörtur Hermannsson upptekinn í umspili með Pisa á Ítalíu. Sem fyrr er það fyrirliðinn Birkir Bjarnason sem dregur vagninn hvað varðar reynsluna og tengingu við árangur landsliðsins á síðasta ára- tug. Birkir mun halda áfram að bæta landsleikjametið og gæti verið kom- inn með 111 landsleiki að þessum fjórum leikjum loknum. Albert Guð- mundsson er orðinn þriðji leikja- hæstur í hópnum á eftir Birki og Herði Björgvini Magnússyni. Fimm breytingar eru alls á hópn- um frá því í mars og þar er áhuga- verðast að sjá Skagamanninn unga Hákon Arnar Haraldsson í A- landsliðshópi í fyrsta skipti. Hákon hefur slegið í gegn með FC Köben- havn og þá átti hann góða innkomu í 21-árs landsliðið síðasta haust þegar hann skoraði m.a. tvívegis í 2:1- útisigri gegn Hvít-Rússum. Davíð Kristján Ólafsson vinstri bakvörður fær tækifæri í stað Atla Barkarsonar en Davíð hefur farið vel af stað með Kalmar í sænsku úr- valsdeildinni. Davíð lék vináttuleik- ina gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar, rétt eins og Valgeir Lunddal Friðriksson frá Häcken í Svíþjóð sem einnig kemur inn í hópinn. Willum Þór Willumsson hefur átt gott tímabil til þessa með BATE í Hvíta-Rússlandi og fær nú tækifæri, og þá er Hólmbert Aron Friðjónsson með á ný eftir tæplega tveggja ára fjarveru en hann hefur skorað mik- ilvæg mörk fyrir Lilleström í norsku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Helst kemur á óvart að sjá Mikael Egil Ellertsson og Andra Lucas Guðjohnsen í hópnum. Mikael hefur ekkert spilað með aðalliði SPAL á Ítalíu síðan í desember og Andri hef- ur ekki verið í byrjunarliði varaliðs Real Madrid í spænsku C-deildinni síðan í nóvember. Ekki hægt að velja Aron Í aðdraganda landsliðsvalsins var rætt um mögulega endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í hóp- inn. Arnar Þór staðfesti í gær að hann félli undir nýútgefna við- bragðsáætlun stjórnar KSÍ, en sam- kvæmt henni er ekki hægt að velja leikmenn sem eru með meint brot til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi. Fram kom að kona sem kærði Aron og Eggert Gunnþór Jónsson um nauðgun hefur ákveðið að kæra niðurstöðu héraðssaksókn- ara um niðurfellingu málsins. Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson gefa ekki kost á sér, heldur ekki Guðlaugur Victor Pálsson af persónulegum ástæðum, og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Elías Rafn Ólafsson markvörður eru úr leik vegna meiðsla. Hópurinn er reynslulítill - Arnar valdi 25 fyrir fjóra landsleiki Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Albert Guðmundsson er þriðji leikjahæstur í hópnum og Birkir Bjarnason er sá langleikjahæsti með 107 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. MARKVERÐIR: Rúnar Alex Rúnarsson, OH Leuven (Belgíu) 14/0 Ingvar Jónsson, Víkingi R. 8/0 Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking Stavanger (Noregi) 0/0 VARNARMENN: Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva (Rússlandi) 38/2 Brynjar Ingi Bjarnason, Vålerenga (Noregi) 12/2 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt (Noregi) 10/0 Daníel Leó Grétarsson, Slask Wroclaw (Póllandi) 7/0 Davíð Kristján Ólafsson, Kalmar (Svíþjóð) 4/0 Ari Leifsson, Strömsgodset (Noregi) 3/0 Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken (Svíþjóð) 2/0 MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason, Adana Demirspor (Tyrklandi) 107/15 Arnór Sigurðsson, Venezia (Ítalíu) 18/1 Ísak Bergmann Jóhannesson, FC Köbenhavn (Danmörku) 11/1 Aron Elís Þrándarson, OB (Danmörku) 10/0 Þórir Jóhann Helgason, Lecce (Ítalíu) 9/0 Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg (Danmörku) 9/1 Willum Þór Willumsson, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi) 1/0 Hákon Arnar Haraldsson, FC Köbenhavn (Danmörku) 0/0 SÓKNARMENN: Albert Guðmundsson, Genoa (Ítalíu) 30/6 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF (Danmörku) 18/2 Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg (Svíþjóð) 12/1 Mikael Anderson, AGF (Danmörku) 11/1 Hólmbert Aron Friðjónsson, Lilleström (Noregi) 6/2 Andri Lucas Guðjohnsen, Real Madrid (Spáni) 6/2 Mikael Egill Ellertsson, SPAL (Ítalíu) 4/0 Hópurinn fyrir landsleikina Lengjudeild kvenna HK – Augnablik........................................ 1:0 Fjölnir – FH.............................................. 0:0 Tindastóll – Haukar ................................. 1:0 Staðan: HK 4 4 0 0 9:3 12 FH 4 3 1 0 9:3 10 Víkingur R. 4 3 0 1 12:5 9 Tindastóll 4 3 0 1 4:1 9 Fjarð/Hött/Leikn. 3 2 0 1 9:3 6 Augnablik 4 1 0 3 4:7 3 Grindavík 3 1 0 2 2:5 3 Haukar 4 1 0 3 3:8 3 Fjölnir 4 0 1 3 4:12 1 Fylkir 4 0 0 4 2:11 0 Mjólkurbikar karla 32ja liða úrslit: Fylkir – ÍBV.............................................. 2:1 FH – Kári .................................................. 3:0 Keflavík – Njarðvík.................................. 1:4 Stjarnan – KR ........................................ (0:2) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sambandsdeild karla Úrslitaleikur í Tirana Roma – Feyenoord................................... 1:0 Noregur Bodö/Glimt – Strömsgodset .................. 2:2 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset. Lilleström – Vålerenga........................... 2:0 - Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Lilleström á 83. mínútu. - Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Vålerenga og Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Viking – HamKam................................... 1:1 - Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 87 mínúturnar. Staðan: Lillestrøm 9 7 2 0 19:5 23 Viking 10 6 3 1 19:8 21 Molde 8 5 1 2 15:8 16 Strømsgodset 9 4 2 3 13:13 14 Aalesund 9 4 2 3 10:11 14 Bodø/Glimt 8 3 4 1 17:11 13 Sarpsborg 7 3 1 3 11:9 10 Rosenborg 7 2 4 1 8:7 10 Tromsø 8 2 4 2 10:13 10 Vålerenga 9 3 1 5 10:15 10 HamKam 8 1 6 1 11:9 9 Sandefjord 8 3 0 5 12:16 9 Odd 9 3 0 6 7:14 9 Jerv 8 2 1 5 4:12 7 Haugesund 8 2 0 6 10:16 6 Kristiansund 7 0 1 6 5:14 1 Brann – Röa.............................................. 2:0 - Svava Rós Guðmundsdóttir fór meidd af velli á 26. mínútu hjá Brann en Berglind Björg Þorvaldsdóttir er frá keppni vegna meiðsla. Rosenborg – Lilleström .......................... 1:0 - Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 69 mínúturnar með Rosenborg. Stabæk – Vålerenga................................ 1:4 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Staðan: Brann 11 10 1 0 36:7 31 Vålerenga 10 9 1 0 36:4 28 Rosenborg 11 8 1 2 24:7 25 Lyn 10 4 3 3 13:14 15 Stabæk 11 4 2 5 13:15 14 Lilleström 10 3 3 4 9:10 12 Kolbotn 10 3 1 6 13:15 10 Avaldsnes 11 2 1 8 10:36 7 Arna-Bjørnar 10 2 0 8 8:34 6 Røa 10 0 1 9 3:23 1 Ítalía C-deild, umspil, fyrri leikur: Catanzaro – Padova ................................ 0:0 - Bjarki Steinn Bjarkason var allan tím- ann á varamannabekk Catanzaro. 4.$--3795.$ Danmörk Undanúrslit, fyrsti leikur: GOG – Skjern ....................................... 33:23 - Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður kom ekkert inn á hjá GOG. Aalborg – Bjerringbro-Silkeborg ..... 24:22 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar- þjálfari liðsins. Frakkland B-deild, umspil, fyrri leikur: Séléstat – Nice ..................................... 25:25 - Grétar Ari Guðjónsson varði 4 skot í marki Nice, 22% markvarsla. Sviss Fjórði úrslitaleikur: Spono Eagles – Zug............................. 34:33 - Harpa Rut Jónsdóttir lék ekki með Zug sem á oddaleik á heimavelli en staðan í ein- víginu er 2:2. Þýskaland B-deild: Emsdetten – Dessauer........................ 35:34 - Örn Vésteinsson skoraði 11 mörk fyrir Emsdetten og Anton Rúnarsson 3. %$.62)0-# HK er eitt á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, eft- ir að hafa sigrað nágranna sína í Augnabliki, 1:0, í Kórnum í gær- kvöld. Sigurmarkið var sjálfsmark sem var skorað strax á 8. mínútu, eftir að María Lena Ásgeirsdóttir skaut að marki Augnabliks. HK hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og er eina liðið sem hefur ekki tapað stigi. FH hafði einnig unnið fyrstu þrjá leiki sína en varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Fjölni í Grafarvogi í gærkvöld. Nýliðar Fjölnis náðu þar með í sitt fyrsta stig á tímabilinu. Tindastóll, sem féll úr úrvals- deildinni síðasta haust, vann Hauka 1:0 á Sauðárkróki og hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Í fyrrakvöld vann Víkingur stór- sigur á Fylki í Árbænum, 4:0. Emma Steinsen Jónsdóttir, Kiley Norkus, Hulda Ösp Ágústsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir skoruðu mörkin. Morgunblaðið/Eggert Sigruðu Isabella Eva Aradóttir, fyrirliði HK, með boltann í leiknum við Augnablik í Kórnum í gærkvöld. HK hefur unnið alla fjóra leiki sína. HK er eitt á toppn- um í 1. deildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.