Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 46

Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022 Ítalska félagið Roma varð í gær- kvöld Sambandsdeildarmeistari karla í fótbolta með því að sigra Feyenoord frá Hollandi, 1:0, í úr- slitaleik liðanna sem fram fór á nýj- um þjóðarleikvangi Albaníu í Tir- ana. Nicolo Zaniolo skoraði markið á 32. mínútu eftir sendingu frá Gi- anluca Mancini. Roma er fyrsti sig- urvegarinn í þessari nýju Evrópu- keppni og þetta er fyrsti sigur félagsins í Evrópukeppni frá því það vann hina gömlu Borgakeppni Evrópu árið 1961 en sú keppni varð síðar að UEFA-bikarnum. Roma fyrsti meistarinn AFP/Gent Shkullaku Markið Nicolo Zaniolo fagnar markinu sem færði Roma sigurinn. Fjórir nýliðar eru í 21 árs landsliði karla í fótbolta fyrir þrjá heima- leiki í undankeppni EM, gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur, sem allir fara fram á Vík- ingsvelli dagana 3. til 11. júní. Ísak Snær Þorvaldsson úr Breiðabliki, Þorleifur Úlfarsson frá Houston Dynamo, Óli Valur Ómarsson úr Stjörnunni og Adam Ingi Bene- diktsson markvörður frá Gauta- borg fá allir möguleika á að spila sína fyrstu leiki í þessum aldurs- flokki. Hópinn í heild sinni má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Fjórir nýliðar í 21 árs liðinu Ljósmynd/Kristinn Steinn U21 Ísak Snær Þorvaldsson hefur skorað sjö mörk fyrir Breiðablik. FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnar Þór Viðarsson þjálfari karla- landsliðsins í fótbolta mætir með reynsluminni hóp í landsleikina fjóra í júnímánuði en þegar liðið lék vin- áttulandsleikina við Finna og Spán- verja á Spáni í mars. Ísland leikur við Ísrael og Albaníu í Þjóðadeild UEFA, Ísraelsmenn úti 2. júní og heima 13. júní og Albani heima 6. júní, og spilar auk þess vin- áttulandsleik í San Marínó 10. júní. Tveir af þeim leikjahæstu úr marsverkefninu, Jón Daði Böðv- arsson og Arnór Ingvi Traustason, verða ekki með. Þessir leikir passa illa fyrir Jón Daða sem hefur verið í fríi frá því í lok apríl þegar Bolton lauk keppni á Englandi og Arnór á leik með New England í bandarísku MLS-deildinni snemma í júní. Þá er Hjörtur Hermannsson upptekinn í umspili með Pisa á Ítalíu. Sem fyrr er það fyrirliðinn Birkir Bjarnason sem dregur vagninn hvað varðar reynsluna og tengingu við árangur landsliðsins á síðasta ára- tug. Birkir mun halda áfram að bæta landsleikjametið og gæti verið kom- inn með 111 landsleiki að þessum fjórum leikjum loknum. Albert Guð- mundsson er orðinn þriðji leikja- hæstur í hópnum á eftir Birki og Herði Björgvini Magnússyni. Fimm breytingar eru alls á hópn- um frá því í mars og þar er áhuga- verðast að sjá Skagamanninn unga Hákon Arnar Haraldsson í A- landsliðshópi í fyrsta skipti. Hákon hefur slegið í gegn með FC Köben- havn og þá átti hann góða innkomu í 21-árs landsliðið síðasta haust þegar hann skoraði m.a. tvívegis í 2:1- útisigri gegn Hvít-Rússum. Davíð Kristján Ólafsson vinstri bakvörður fær tækifæri í stað Atla Barkarsonar en Davíð hefur farið vel af stað með Kalmar í sænsku úr- valsdeildinni. Davíð lék vináttuleik- ina gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar, rétt eins og Valgeir Lunddal Friðriksson frá Häcken í Svíþjóð sem einnig kemur inn í hópinn. Willum Þór Willumsson hefur átt gott tímabil til þessa með BATE í Hvíta-Rússlandi og fær nú tækifæri, og þá er Hólmbert Aron Friðjónsson með á ný eftir tæplega tveggja ára fjarveru en hann hefur skorað mik- ilvæg mörk fyrir Lilleström í norsku úrvalsdeildinni síðustu vikurnar. Helst kemur á óvart að sjá Mikael Egil Ellertsson og Andra Lucas Guðjohnsen í hópnum. Mikael hefur ekkert spilað með aðalliði SPAL á Ítalíu síðan í desember og Andri hef- ur ekki verið í byrjunarliði varaliðs Real Madrid í spænsku C-deildinni síðan í nóvember. Ekki hægt að velja Aron Í aðdraganda landsliðsvalsins var rætt um mögulega endurkomu Arons Einars Gunnarssonar í hóp- inn. Arnar Þór staðfesti í gær að hann félli undir nýútgefna við- bragðsáætlun stjórnar KSÍ, en sam- kvæmt henni er ekki hægt að velja leikmenn sem eru með meint brot til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi. Fram kom að kona sem kærði Aron og Eggert Gunnþór Jónsson um nauðgun hefur ákveðið að kæra niðurstöðu héraðssaksókn- ara um niðurfellingu málsins. Sverrir Ingi Ingason og Rúnar Már Sigurjónsson gefa ekki kost á sér, heldur ekki Guðlaugur Victor Pálsson af persónulegum ástæðum, og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Elías Rafn Ólafsson markvörður eru úr leik vegna meiðsla. Hópurinn er reynslulítill - Arnar valdi 25 fyrir fjóra landsleiki Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Albert Guðmundsson er þriðji leikjahæstur í hópnum og Birkir Bjarnason er sá langleikjahæsti með 107 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. MARKVERÐIR: Rúnar Alex Rúnarsson, OH Leuven (Belgíu) 14/0 Ingvar Jónsson, Víkingi R. 8/0 Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking Stavanger (Noregi) 0/0 VARNARMENN: Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva (Rússlandi) 38/2 Brynjar Ingi Bjarnason, Vålerenga (Noregi) 12/2 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt (Noregi) 10/0 Daníel Leó Grétarsson, Slask Wroclaw (Póllandi) 7/0 Davíð Kristján Ólafsson, Kalmar (Svíþjóð) 4/0 Ari Leifsson, Strömsgodset (Noregi) 3/0 Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken (Svíþjóð) 2/0 MIÐJUMENN: Birkir Bjarnason, Adana Demirspor (Tyrklandi) 107/15 Arnór Sigurðsson, Venezia (Ítalíu) 18/1 Ísak Bergmann Jóhannesson, FC Köbenhavn (Danmörku) 11/1 Aron Elís Þrándarson, OB (Danmörku) 10/0 Þórir Jóhann Helgason, Lecce (Ítalíu) 9/0 Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg (Danmörku) 9/1 Willum Þór Willumsson, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi) 1/0 Hákon Arnar Haraldsson, FC Köbenhavn (Danmörku) 0/0 SÓKNARMENN: Albert Guðmundsson, Genoa (Ítalíu) 30/6 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF (Danmörku) 18/2 Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg (Svíþjóð) 12/1 Mikael Anderson, AGF (Danmörku) 11/1 Hólmbert Aron Friðjónsson, Lilleström (Noregi) 6/2 Andri Lucas Guðjohnsen, Real Madrid (Spáni) 6/2 Mikael Egill Ellertsson, SPAL (Ítalíu) 4/0 Hópurinn fyrir landsleikina Lengjudeild kvenna HK – Augnablik........................................ 1:0 Fjölnir – FH.............................................. 0:0 Tindastóll – Haukar ................................. 1:0 Staðan: HK 4 4 0 0 9:3 12 FH 4 3 1 0 9:3 10 Víkingur R. 4 3 0 1 12:5 9 Tindastóll 4 3 0 1 4:1 9 Fjarð/Hött/Leikn. 3 2 0 1 9:3 6 Augnablik 4 1 0 3 4:7 3 Grindavík 3 1 0 2 2:5 3 Haukar 4 1 0 3 3:8 3 Fjölnir 4 0 1 3 4:12 1 Fylkir 4 0 0 4 2:11 0 Mjólkurbikar karla 32ja liða úrslit: Fylkir – ÍBV.............................................. 2:1 FH – Kári .................................................. 3:0 Keflavík – Njarðvík.................................. 1:4 Stjarnan – KR ........................................ (0:2) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sambandsdeild karla Úrslitaleikur í Tirana Roma – Feyenoord................................... 1:0 Noregur Bodö/Glimt – Strömsgodset .................. 2:2 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset. Lilleström – Vålerenga........................... 2:0 - Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Lilleström á 83. mínútu. - Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Vålerenga og Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Viking – HamKam................................... 1:1 - Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 87 mínúturnar. Staðan: Lillestrøm 9 7 2 0 19:5 23 Viking 10 6 3 1 19:8 21 Molde 8 5 1 2 15:8 16 Strømsgodset 9 4 2 3 13:13 14 Aalesund 9 4 2 3 10:11 14 Bodø/Glimt 8 3 4 1 17:11 13 Sarpsborg 7 3 1 3 11:9 10 Rosenborg 7 2 4 1 8:7 10 Tromsø 8 2 4 2 10:13 10 Vålerenga 9 3 1 5 10:15 10 HamKam 8 1 6 1 11:9 9 Sandefjord 8 3 0 5 12:16 9 Odd 9 3 0 6 7:14 9 Jerv 8 2 1 5 4:12 7 Haugesund 8 2 0 6 10:16 6 Kristiansund 7 0 1 6 5:14 1 Brann – Röa.............................................. 2:0 - Svava Rós Guðmundsdóttir fór meidd af velli á 26. mínútu hjá Brann en Berglind Björg Þorvaldsdóttir er frá keppni vegna meiðsla. Rosenborg – Lilleström .......................... 1:0 - Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 69 mínúturnar með Rosenborg. Stabæk – Vålerenga................................ 1:4 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Staðan: Brann 11 10 1 0 36:7 31 Vålerenga 10 9 1 0 36:4 28 Rosenborg 11 8 1 2 24:7 25 Lyn 10 4 3 3 13:14 15 Stabæk 11 4 2 5 13:15 14 Lilleström 10 3 3 4 9:10 12 Kolbotn 10 3 1 6 13:15 10 Avaldsnes 11 2 1 8 10:36 7 Arna-Bjørnar 10 2 0 8 8:34 6 Røa 10 0 1 9 3:23 1 Ítalía C-deild, umspil, fyrri leikur: Catanzaro – Padova ................................ 0:0 - Bjarki Steinn Bjarkason var allan tím- ann á varamannabekk Catanzaro. 4.$--3795.$ Danmörk Undanúrslit, fyrsti leikur: GOG – Skjern ....................................... 33:23 - Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður kom ekkert inn á hjá GOG. Aalborg – Bjerringbro-Silkeborg ..... 24:22 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðar- þjálfari liðsins. Frakkland B-deild, umspil, fyrri leikur: Séléstat – Nice ..................................... 25:25 - Grétar Ari Guðjónsson varði 4 skot í marki Nice, 22% markvarsla. Sviss Fjórði úrslitaleikur: Spono Eagles – Zug............................. 34:33 - Harpa Rut Jónsdóttir lék ekki með Zug sem á oddaleik á heimavelli en staðan í ein- víginu er 2:2. Þýskaland B-deild: Emsdetten – Dessauer........................ 35:34 - Örn Vésteinsson skoraði 11 mörk fyrir Emsdetten og Anton Rúnarsson 3. %$.62)0-# HK er eitt á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, eft- ir að hafa sigrað nágranna sína í Augnabliki, 1:0, í Kórnum í gær- kvöld. Sigurmarkið var sjálfsmark sem var skorað strax á 8. mínútu, eftir að María Lena Ásgeirsdóttir skaut að marki Augnabliks. HK hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni og er eina liðið sem hefur ekki tapað stigi. FH hafði einnig unnið fyrstu þrjá leiki sína en varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Fjölni í Grafarvogi í gærkvöld. Nýliðar Fjölnis náðu þar með í sitt fyrsta stig á tímabilinu. Tindastóll, sem féll úr úrvals- deildinni síðasta haust, vann Hauka 1:0 á Sauðárkróki og hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Í fyrrakvöld vann Víkingur stór- sigur á Fylki í Árbænum, 4:0. Emma Steinsen Jónsdóttir, Kiley Norkus, Hulda Ösp Ágústsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir skoruðu mörkin. Morgunblaðið/Eggert Sigruðu Isabella Eva Aradóttir, fyrirliði HK, með boltann í leiknum við Augnablik í Kórnum í gærkvöld. HK hefur unnið alla fjóra leiki sína. HK er eitt á toppn- um í 1. deildinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.