Morgunblaðið - 26.05.2022, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið vorum alltaf að leika
okkur þegar við vorum í
Myndlistarskólanum
snemma á níunda ára-
tugnum og það hefur allar götur síð-
an verið eðlilegur hluti af lífi okkar
að leika sér. Við erum ekkert að
rembast við þessar myndatökur, við
bara finnum eitthvað og sjáum að
það er hægt að gera eitthvað með
það, förum svo af stað og þá kemur
eitthvað út úr því. Þetta var bara
okkar einkagrín sem við leyfðum
öðrum að hlæja að. Við erum aðal-
lega að skemmta okkur og þetta er
mjög einlægt og barnslegt í grunn-
inn hvernig þetta verður til. Við för-
um aldrei af stað með fyrirfram-
gefnar hugmyndir, þetta er alltaf
eitthvað sem kviknar út frá því sem
við finnum. Svo bætist okkar lífs-
reynsla og bakgrunnur við með ein-
hverjum hætti,“ segja þeir Hrafn-
kell Sigurðsson myndlistarmaður og
Óskar Jónasson kvikmyndagerðar-
maður, en þeir ásamt Stefáni Jóns-
syni, leikara og leikstjóra, opna
myndlistarsýninguna Arctic Creat-
ures nk. laugardag í Pop Up Gallery
í miðbæ Reykjavíkur og fagna einn-
ig útgáfu bókar með sama nafni. Á
sýningunni eru ljósmyndaverk og
skúlptúrar úr því sem þeir æskuvin-
irnir hafa fundið í fjörum landsins í
árlegri gönguferð um óbyggðir.
Rispast stundum og merjast
„Undanfarin tólf ár höfum við
farið þrír saman í vikuferð sem
reynir á úthald, með allt á bakinu og
naumt skammtaðan mat. Krafturinn
og listin í náttúrunni opnast fyrir
okkur í þessum gönguferðum. Upp-
haf þessara uppstillinga okkar fyrir
myndatökur liggur í því að þegar við
fundum einhvern hlut, horfðum á
hann, snerum honum og skoðuðum
og settum hann kannski á hausinn,
þá endaði það stundum með að við
gerðum heilan búning úr því drasli
sem tíndist til. Við eigum til að
gleyma alveg hvað tímanum líður,
sem er svo gaman, okkur hefur rek-
ið inni í firði þar sem við misstum af
sjávarföllum af því að við vorum að
leika okkur með rusl. Tími er svo af-
stæður og af hverju þarf maður allt-
af að vera að ganga frá A til B?“
spyrja þeir Óskar og Hrafnkell og
bæta við að mikil samvinna og flæði
sé ævinlega í því hvernig uppstilling
verður til, því misjafn sé styrkur
hvers og eins í hópnum.
„Við finnum fyrir barnslegri og
fölskvalausri gleði þegar við finnum
til dæmis plastbrúsa sem lítur út
eins og leirker, og hlaupum af stað
með hann til að sýna hinum og finna
út hvað sé hægt sé að gera við hann.
Myndin The Betrayal varð til í
framhaldi af því að við rákumst á
smáhluti í fjörunni sem minntu á
brauð og ávexti. Hugmyndin var að
búa til litla ávaxtakörfu, en svo
breyttist það í hlaðborð og loks
bættust gestir við hlaðborðið, við
sjálfir. Allur dagurinn fór í að skapa
þetta verk. Þetta gerist bara og við
vitum aldrei hvernig þetta endar.
Fólk hatar ljótt rusl í fjörum, en við
sjáum það sem efnivið til að
skemmta okkur og skapa listaverk.
Ruslástandið í fjörum landsins er
vissulega ömurleg staðreynd, en
með þessum verkum erum við ekk-
ert endilega að benda á það vanda-
mál. Um leið og við notum plastrusl
í verkin okkar er það sjálfkrafa orð-
ið pólitískt, en það er ekki okkar
upplegg. Við lögðum ekki upp með
umhverfisáróður, enda eru mörg
verkanna ekki um plast og rusl, við
erum líka að leika okkur með gróð-
urinn,“ segja þeir félagar og benda á
mynd sem dæmi þar um, End-
angered Species, þar sem Óskar og
Stefán eru þaktir þangi, líkastir
fjörulöllum. „Þarna erum við þang-
kynhneigðir.“
Annað dæmi er andlitsmynd af
Stefáni þar sem hann er þakinn
gulri froðu sem myndast á stöðu-
vötnum, og enn önnur þar sem Keli
og Stefán eru umvafðir grænu slími
í votlendi.
„Ég manaði Stebba og Kela til
að baða sig í þessu, en ég lét ekki
bjóða mér það. Keli var frekar hik-
andi, en ég sagðist verða fyrir mikl-
um vonbrigðum ef þeir færu ekki of-
an í. Sjálfur var ég löglega
afsakaður af því ég var með kvef,“
segir Óskar og játar því að stundum
leggi þeir þó nokkuð á sig við upp-
stillingar myndanna, þar sem þeir
eru ævinlega naktir, enda hver
mynd ákveðin endurfæðing.
„Auðvitað er oft ískalt og
stundum rispast maður og merst, en
Guð lofaði okkur aldrei rósagarði.“
Frumstæðar hvatir stjórna
Þeir segja nöfn myndanna vera
mikinn hluta af þeim, til dæmis
mynd af Óskari þar sem hann líkt og
flýgur í lausu lofti, eða fellur, út í
vatn hjá Stórurð, en myndin heitir
Íkarus. Fuglinn sá flaug jú of ná-
lægt sólinni svo af honum bráðnuðu
vængirnir. Önnur mynd heitir
Ófelía, en þar liggur Óskar líkt og
látinn í sefi með blóm yfir kynfær-
um sínum.
„Ég þurfti að halda niðri í mér
andanum svo vatnið gáraðist ekki
við myndatökuna.“
Þeir segja efniðviðinn vera
gríðarlega fjölbreyttan sem þeir
finni og kveiki hugmyndir að verk-
unum.
„Allir leikskólar ættu að fara í
fjöruferðir til að finna drasl og ann-
að til að leika með. Okkur hættir til
að blindast fyrir þessum möguleik-
um sem búa í ruslinu. Við vorum til
dæmis lengi að paufast með hvað við
gætum gert með stór steypubrot og
járnabindingar úr húsarústum. Við
vorum langt komnir með þá uppstill-
ingu þegar við áttuðum okkur á að
hún minnti á málverk eftir Picasso,
Guernica, öskrandi munnhol og
spenntir útlimir. Þannig virðist
stundum að það sem við þekkjum og
höfum lært í listasögunni komi óvart
í gegn, alveg ómeðvitað, sem og önn-
ur reynsla. Til dæmis minnir birtan í
bláum himni myndarinnar á geisla-
virka sól, og fyrir vikið vísar hún
óvænt í blátt plötuumslag Utan-
garðsmanna, Geislavirkir. Sennilega
gerum við ekki neitt fyrir algera til-
viljun, einhver eðlisávísun og frum-
stæðar hvatir stjórna okkur.“
Ófelía Hér liggur Óskar líkt og látinn í sefi með blóm yfir kynfærum sínum. „Ég þurfti að halda
niðri í mér andanum svo vatnið gáraðist ekki við myndatökuna,“ segir hann um uppstillinguna.
Lifestyle Fjölbreytni efniviðs fyrir æskuvinina til að gera uppstillingar er ótrúlegur og fyrir
vikið eru möguleikar á útkomu nær óendanlegir. Hér öðlast plast og drasl nýtt hlutverk.
Þangkynhneigðir Óskar og Stefán leika sér með fjörugróður, á myndinni
Endangered Species. Þeir leika sér ekki bara með rusl, líka jarðargróður.
Erum aðallega að skemmta okkur
„Við eigum til að gleyma
alveg hvað tímanum líð-
ur, sem er svo gaman,
okkur hefur rekið inni í
firði þar sem við misstum
af sjávarföllum af því að
við vorum að leika okkur
með rusl,“ segja þeir
æskuvinirnir Óskar, Keli
og Stebbi, sem opna ljós-
myndasýninguna Arctic
Creatures nk. laugardag.
The Betrayal „Hugmyndin var að búa til litla ávaxtakörfu, en svo breyttist það í hlaðborð og loks bættust gestir við
hlaðborðið, við sjálfir. Allur dagurinn fór í að skapa þetta verk. Við vitum aldrei hvernig þetta endar.“
„Undanfarin tólf ár
höfum við farið þrír
saman í vikuferð sem
reynir á úthald, með allt
á bakinu og naumt
skammtaðan mat. Kraft-
urinn og listin í náttúr-
unni opnast fyrir okkur í
þessum gönguferðum.“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022