Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
r
Sikiley
Ítalía
595 1000 www.heimsferdir.is
26. september í 10 nætur
214.200
Flug & hótel frá
10 nætur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lúxussnekkjur útlendra auðmanna
hafa verið á ferð við Ísland undan-
farin sumur en nú ber svo við að
engin slík snekkja hefur komið til
Reykjavíkur í sumar. Þetta upplýsir
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafn-
sögumaður Faxaflóahafna. Ekki er
útilokað að slíkar snekkjur komi áð-
ur en sumarið er úti enda eru komur
þeirra gjarnan tilkynntar með
skömmum fyrirvara, segir Gísli.
Í fyrrasumar voru birtar fréttir af
lúxussnekkjunni A sem var hér við
land í nokkrar vikur og kom víða við.
Snekkjan er 142 metrar að lengd og
er talin ein af stærstu snekkjum
heims. Möstrin, sem eru þrjú, ná í
um 100 metra hæð. Eigandi hennar
er rússneski milljarðamæringurinn
Andrei Melnichenko. Snekkjan kom
m.a. við í Siglufirði, í Skagafirði og
Eyjafirði, Reykjavík svo og Önund-
arfirði og víðar á Vestfjörðum. Mel-
inchencko heimsótti Húsavík og
leigði þá sjóböðin þar til einkanota.
Melnichenko sætir nú refsiað-
gerðum vegna innrásar Rússa í
Úkraínu. Samkvæmt fréttum í er-
lendum miðlum var snekkjan A
kyrrsett á Ítalíu fyrr á þessu ári.
Hún mun því ekki birtast í ís-
lenskum höfnum á þessu ári frekar
en önnur rússnesk skip enda er í
gildi bann við að afgreiða rússnesk
skip í íslenskum höfnum, upplýsir
Gísli Jóhann Hallsson.
sisi@mbl.is
Engar lúxussnekkjur í ár
- Hafnbann á
rússnesk skip er
í gildi hér á landi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snekkjan A Glæsiskipið lá á Ytri höfninni í Reykjavík í fyrrasumar.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Færst hefur í vöxt að fólk reyni að
skila áfengi í Vínbúðinni sem keypt
er annars staðar, nú þegar áfengis-
netverslanir sækja í sig veðrið. Um
árabil hefur þó strangt tiltekið verið
skylda að framvísa greiðslukvittun
við skipti eða skil á vörum Vínbúð-
arinnar, en undantekningar hafa
verið tíðar – eða þar til núna.
„Já, við höfum verið að fylgja því
meira eftir. Við höfum orðið meira
vör við að fólk sé að skila vörum sem
ekki eru keyptar hjá okkur. Þetta er
auðvitað alltaf matsatriði,“ segir Sig-
rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR,
spurð hvort
frjálsari verslun
kalli á strangari
eftirfylgni.
Hún segir
skilareglurnar
skýrar: það þarf
kvittun vilji menn
skila eða skipta
áfengi sem keypt
var í Vínbúðinni.
„En auðvitað er þetta alltaf mats-
atriði, á báða bóga.“
Margir vilja selja áfengi
Í maí á síðasta ári hófst nýr kafli í
smávöruverslun áfengis þegar
franska fyrirtækið Santewines SAS
opnaði netverslun með áfengi hér á
landi og önnur fyrirtæki fylgdu á eft-
ir. Í sumar hóf síðan Heimkaup net-
verslun áfengis, fyrst matvöruversl-
ana. Aðrar matvöruverslanir á borð
við Nettó og Hagkaup segjast tilbún-
ar til sölu en munu ekki hefja hana
strax sökum óskýrs lagaumhverfis.
Óhætt er því að segja að smásala
áfengis hafi tekið stakkaskiptum síð-
astliðið rúma árið.
Sigrún áréttar þó að ekki sé um að
ræða stefnubreytingu í kjölfar þessa.
„Í sjálfu sér erum við bara með okk-
ar reglur og okkar umhverfi. Þannig
að það eru svo sem ekki neinar
breytingar hjá okkur í rekstri.“
Vínbúðin herðir á skilareglum
- Borið hefur á því að fólk skili áfengi til Vínbúðarinnar sem
keypt er hjá einkaaðilum - Nú skylda að framvísa kvittun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjór Óhætt er að segja að smásala áfengis hafi tekið stakkaskiptum síðast-
liðið rúma árið. Enn verslar þó meginþorri fólks í gömlu Vínbúðinni.
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir
Þrjú ferðaþjónustufyritæki bjóða upp á
reglulegar ferðir inn að Kötlujökli. Það eru
Katla track, Tröllaferðir og South coast.
Farnir eru fleiri tugir ferða á dag og því fleiri
hundruð manns sem fara þarna um. Mest eru
þetta erlendir ferðamenn, en Íslendingar
gera sér líka ferð upp að jöklinum. Jónas Er-
lendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, segir
umferðina með mesta móti. Hann hefur þó
engar áhyggjur af því að umhverfið þoli ekki
áganginn og fagnar góðum gangi ferðaþjón-
ustunnar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hundruð sækja Kötlujökul heim dag hvern