Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
ÍTALÍA!
17. - 24. JÚLÍ
SÓLARLOTTÓ 3*
FLUG OG TVÍBÝLI ÁN FÆÐIS
VERÐ FRÁ115.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
VERONA, ÍTALÍA
INNIFALIÐ Í SÓLARLOTTÓ VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR.
FLUG EINGÖNGU
17. - 24. JÚLÍVERÐ 39.900 KR.BEINT FLUG - BÁÐAR LEIÐIR
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur, betur þekktur sem
Siggi stormur, segir júlí fara skán-
andi með hverjum deginum áður
en að ágúst gengur í garð. Hann
verður, að sögn Sigurðar, líkleg-
ast afburðagóður veðurfarslega.
Sigurður sagði í samtali við
K100 í vor að búast mætti við
hlýju sumri miðað við langtíma-
spár. Ljóst er að sú spá rættist
ekki.
„Í upphafi sumars var maður að
rembast við að lesa eitthvað já-
kvætt úr þessu en það sem ein-
kenndi spárnar fyrir júní og júlí á
þeim tíma er að þar var af-
skaplega fátt sem gat gefið manni
einhverjar upplýsingar um hvort
sumarið yrði slæmt eða gott.“
Að mati Sigurðar mun júlí verða
betri eftir því sem á líður og munu
kaldar lægðir við landið líklegast
láta sig hverfa á næstu vikum.
„Þetta er ekkert svo slæmt í júlí.“
Hann bætir við að veðrið á landinu
muni halda áfram að vera breyti-
legt eftir dögum, eins og það á til
að vera á Ís-
landi.
„Það munu
skiptast á skin
og skúrir eins og
það hefur alltaf
verið frá upp-
hafi landnáms
og jafnvel fyrir
það.“ Sigurður
segir útlit vera
fyrir að við séum
laus við öll kuldaköst í júlí. „Það
ætti ekki að vera frétt en er
kannski frétt í ár að hitatölurnar
muni haldast tveggja stafa út júlí.“
Hann segir að þrátt fyrir erfiða
byrjun á sumrinu sé framundan
spennandi ágústmánuður. „Spár
fyrir ágúst eru búnar að halda sér
í allt sumar og stefnir í að hann
verði nokkuð hlýrri miðað við
meðalár,“ segir Sigurður og bætir
við að allt líti út fyrir að minni
væta verði í ágúst miðað við aðra
mánuði sumarsins.
Sigurður segir því ekki alla von
úti fyrir sumarið og að ágúst ætti
að verða mjög ánægjulegur. Hann
tekur fram að veðrið muni vera
hvað best á Norðurlandi.
Ekki öll von úti
fyrir sumarið í ár
- Júlí fer batnandi og enn betri ágúst
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Munnheilsa íbúa á tveimur dvalar-
og hjúkrunarheimilum í Reykjavík
var skoðuð og þátttakendur svöruðu
spurningalista fyrir nýja rannsókn.
Þau Aðalheiður Svana Sigurðardóttir
lýðheilsufræðingur, Ólöf Guðný
Geirsdóttir næringarfræðingur, Inga
B. Árnadóttir tannlæknir og Alfons
Ramel næringarfræðingur greina frá
niðurstöðum rannsóknarinnar í grein
í Læknablaðinu (laeknabladid.is).
Alls luku 89% þátttakenda rann-
sókninni og var meðalaldur þeirra
86,8 ár. Þriðjungur íbúa var með eig-
in tennur og svipaður fjöldi með
tennur og lausa parta en 41,5% íbúa
voru alfarið tannlaus.
„Helstu vandamál vegna slæmrar
munnheilsu tengdust tyggingargetu
og erfiðleikum við að matast sem
hafði áhrif á fæðuval og getur leitt til
ófullnægjandi mataræðis,“ segir í
greininni.
Höfundar segja að endurskoða
þurfi þjónustuúrræði á hjúkrunar-
heimilum og tryggja að starfsfólk
hafi sértæka þekkingu á vanda-
málum tengdum munnheilsu, sem-
kunna að hrjá íbúa.
Huga að tannlæknaþjónustu
María Fjóla Harðardóttir, for-
stjóri Hrafnistu og formaður Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu
(SFV), segir að tannheilsa fólks sé
oft léleg þegar það flytur á hjúkr-
unarheimili.
„Við á Hrafnistu erum að huga að
tannlæknaþjónustu og þetta hefur
einnig verið rætt innan SFV. Til
dæmis að hafa tannlæknastofur á
nýjum hjúkrunarheimilum,“ segir
María. „Góð tannheilsa er mjög mik-
ilvæg og hefur almennt víðtæk áhrif
á heilsu, hvort sem það er næring
eða hreyfigeta.“
Tannlæknastofa var á Hrafnistu í
Hafnarfirði til margra ára. Erfitt
hefur verið að fá tannlækna til að
sinna íbúum hjúkrunarheimila. „Við
á Hrafnistu erum í samstarfi við
tannlæknastofu. Markmiðið er að
allir sem flytja til okkar fari í skoðun
og fái upplýsingar um tannheilsu
sína og áætlun um meðferð ef þörf
er á. Svo erum við búin að ráða tann-
tækni sem mun sjá sérstaklega um
tannheilsu íbúa í samvinnu við tann-
lækninn.“
María segir að oft geti verið flókið
að veita öldruðum tannlæknaþjón-
ustu, t.d. þegar um heilabilun er að
ræða. Einnig er fólk með ýmsa íhluti
í munni sem geta gert hreinsun
munnsins flóknari en ella. „Við
vinnum að því í samvinnu við tann-
lækni hvernig við getum bætt tann-
heilsu eins vel og mögulegt er í ljósi
alls þess sem gerir erfitt að halda
tannheilsu hjá einstaklingum með
heilabilun,“ segir María. „Við höfum
verið í samvinnu við Tannlækna-
félagið og sérfræðing hjá Embætti
landlæknis til að finna lausn. Hjúkr-
unarheimilin eru öll af vilja gerð að
leysa þennan vanda. Við hvetjum
heilbrigðisyfirvöld til að styðja
hjúkrunarheimilin til að veita þessa
sérhæfðu þjónustu.“
Erfitt að bregðast við
„Við höfum lengi vitað af þessu
ófremdarástandi,“ segir Jóhanna
Bryndís Bjarnadóttir, formaður
Tannlæknafélags Íslands, um tann-
læknaþjónustu fyrir íbúa hjúkr-
unarheimila. Hún segir erfitt að
bregðast við af ýmsum ástæðum.
Hjúkrunarheimilin eru t.d. almennt
ekki með aðstöðu til að sinna tann-
lækningum.
„Okkur vantar sérþjálfað starfs-
fólk til að sinna þessu. Okkur vantar
fleiri tannfræðinga og tannlækna.
Einnig vantar aðstöðu til að sinna
þessum sjúklingahópi. Meira að
segja á sumum nýjum hjúkrunar-
heimilum er ekki gert ráð fyrir að-
stöðu fyrir tannlæknaþjónustu. Þar
þarf að vera slík aðstaða,“ segir Jó-
hanna.
Hún segir að búnaður tannlækna-
stofa sé dýr. Til dæmis kostar tann-
læknastóll um sjö milljónir króna
auk alls annars búnaðar sem þarf.
Spurningin sé hver eigi að kosta
það.
„Íbúar hjúkrunarheimila eiga rétt
á tannlæknaþjónustu. Fólk sem býr
á stofnunum á rétt á 100% endur-
greiðslu tannlæknakostnaðar frá
Sjúkratryggingum. Það má líta svo á
að það sé verið að hlunnfara þetta
fólk um þjónustu sem það á sannar-
lega rétt á,“ segir Jóhanna.
Tannheilsa oft léleg hjá öldruðum
- Slæm munnheilsa getur leitt til ófullnægjandi mataræðis - Hrafnista hugar að tannlæknaþjónustu
hjá sér - Oft er flókið að veita öldruðum tannlæknaþjónustu - Sérþjálfað starfsfólk þarf í verkefnið
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir
María Fjóla
Harðardóttir
Mannbjörg varð í gærmorgun þegar
feðgum á strandveiðum var bjargað
úr bát á Breiðafirði sem tekinn var
að leka. Feðgarnir komust í nær-
staddan bát en skömmu síðar var
bátur þeirra kominn á hliðina og
maraði í hálfu kafi.
Neyðarkall barst Landhelgis-
gæslunni frá bátnum klukkan 7:20 í
gærmorgun en hann var þá staddur
á miðjum Breiðafirði. Mikill leki
hafði komið að bátnum og höfðu dæl-
ur ekki undan að dæla vatni úr bátn-
um. Sex mínútum síðar hafði Guð-
laugur Jónsson komið feðgunum til
bjargar á bátnum sínum Hvítá. Hann
segir að feðgunum hafi verið brugð-
ið en óhappið hafi orðið á besta stað
þar sem fjöldi báta var í nágrenninu.
„Ég var nýbúinn að sigla fram
hjá þeim og nýbúinn að setja færin
niður stutt frá þeim. Svo heyri ég
neyðarkall og ég kippi færunum
strax um borð. Svo kalla þeir aftur
og þá er báturinn kominn á hliðina
og ég kem til þeirra. Þá liggur bát-
urinn á hliðinni og þeir eru uppi á
stýrishúsinu. Ég byrja auðvitað á að
passa mig á því að það sé ekkert
drasl í sjónum, upp á að fá ekki í
skrúfuna. Ég stefni svo upp að
bátnum og þeir hoppa um borð til
mín.“
Þegar komið var í land segir
Guðlaugur að þeir feðgar hafi feng-
ið sér blund þar sem þeir voru búnir
á því eftir erfiðan morgun.
ingathora@mbl.is
Mannbjörg eftir að
bátur byrjaði að leka