Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2000 — 2022 Ekki er að efa að Reykvíkingar táruðust af gleði þegar þeir lásu frétt á vef borg- arinnar frá ein- hverjum af fjöl- mörgum starfsmönnum upp- lýsingadeildar borg- arstjóra að hann væri „nýr formaður OECD Champion Mayors for Inclu- sive Growth Initiative eða formað- ur bandalags borgarstjóra OECD- ríkja um hagvöxt fyrir alla“. - - - Í fréttinni er haft eftir fram- kvæmdastjóra OECD, að hann hlakki til að „vinna með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og öðrum leiðtogum til að virkja kraft borga heims til að tryggja sjálfbæran og krafmikinn vöxt án aðgreiningar“. Þá er haft eftir Degi mikið þakklæti í löngu máli sem ekki er pláss til að rekja hér, því miður. - - - Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Reykvíkinga að Dagur skuli hafa fengist til að helga sig þessu mikilvæga verkefni. Það er ekki eins og neitt bíði hans í Reykjavík, þar er ákaft stuðlað að „hagvexti fyrir alla“ með því að tryggja að halda uppi húsnæðisverði með því að takmarka lóðaframboð, fyrir alla auðvitað. - - - Dagur getur án efa kennt er- lendum kollegum sínum hvernig má með snjallri stefnu í skipulagsmálum koma í veg fyrir óþarfan vöxt borga og um leið stuðla að verðbólgu í heilu hag- kerfi. - - - Verðbólgan hér skýrist að þriðj- ungi af húsnæðislið, sem helst skýrist af íbúðaskorti í Reykjavík, og víst er að enginn annar borgar- stjóri í víðri veröld getur státað af öðrum eins vexti verðbólgunnar. Dagur B. Eggertsson Vaxtarbroddur verðbólgunnar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Tveggja mánaða bið er eftir tíma hjá háls-, nef- og eyrnalæknum, þvag- færaskurðlæknum og bæklunar- skurðlæknum, sé bókað í gegnum vef Heilsuveru. Um er að ræða tíma hjá læknum sem eru starfandi á einkareknum stofum. Ekki var laus einn tími næsta árið hjá þremur lýtalæknum sem þar eru skráðir og ekki heldur hjá brjósta- skurðlækni. Hjá meirihluta sér- greinalækna í Heilsuveru er biðin rúmir tveir mánuðir. Aftur á móti er styttri bið eftir augnlæknum, almennum skurðlækn- um og kvensjúkdómalæknum og er eins auðvelt að komast að hjá gigtar- lækni. Jónas Guðmundsson, staðgengill Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að framboð á tímum í gegnum Heilsuveru sé minna vegna þess að fólk bóki sjaldan í gegnum Heilsu- veru. „Þetta hefur farið hægt af stað,“ segir hann. „Þessar tímabókanir hafa farið hægt af stað alls staðar, hjá opinberu stofnununum líka,“ segir hann. Tím- um á heilsugæslustöðvunum sé til dæmis haldið eftir fyrir „akút“ mál. „Það er misjafnt hvernig sér- greinalæknarnir gera þetta. Það fer fullt af tilvísunum út á dag. Þau hafa sitt fyrirkomulag um hvernig þau bóka tímana,“ segir hann. „Það er meiri tilhneiging til þess að þetta fari frá heimilislækni fyrst og sérgreina- læknar hafa farið fram á það sjálfir,“ segir hann. Ekki hafa enn tekist samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi sérgreinalækna um þjónustu þeirra og starfa þeir því enn án samnings til 30. nóvember nk. Mánaðabið eftir sérgreinalæknum - Bókanir í gegnum Heilsuveru hafa farið hægt af stað - Fáir lausir tímar Eftir krefjandi vetur í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur staða vatnsbúskapar á hálendinu batnað umtalsvert. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Þar kemur fram að snjósöfnun í vetur var vel yfir meðallagi og tók snjóbráð vorsins snemma við sér og skilaði sér vel í miðlunarlón. Blöndu- lón og Þórisvatn náðu lægstu stöðu seinni hluta mars og hófst söfnun fljótlega í kjölfarið og hefur haldist stöðug síðan. Hálslón náði lægstu stöðu um miðjan maí og hefur söfn- un verið rólegri þar en í öðrum miðl- unum Landsvirkjunar enda á jökul- bráð þar stærri þátt í innrennsli ársins. Seinni hluta júnímánaðar hægðist á söfnun þar til jökulbráð tók við sér með hækkandi hitastigi á hálendinu. Góðar líkur eru á að Blöndulón og Hálslón fyllist í ágúst en rétt undir helmingslíkur á að Þórisvatn fari á yfirfall fyrir sumarlok, segir á heimasíðu Landsvirkjunar. Staðan var sú í gær að Blöndulón, sem sér Blönduvirkjun fyrir vatns- afli, vantar rúman metra til að fara á yfirfall. Hálslón, sem sér Fljótsdals- stöð fyrir vatnsafli, vantar 20 metra til að fara á yfirfall. Og Þórisvatn, sem sér virkjunum á Þjórsársvæð- inu fyrir vatnsafli, vantar rúma fjóra metra til að fyllast. Eins og menn rekur eflaust minni til var vatnsbúskapur Landsvirkj- unar með alversta móti síðasta vet- ur. Neyddist fyrirtækið til að grípa til skömmtunar á rafmagni strax í desember, sem m.a. bitnaði á fiski- mjölsverksmiðjum á loðnuvertíðinni. Það var ekki fyrr en um miðjan apríl að hægt var að afnema allar skerð- ingar á raforku. sisi@mbl.is Stórbætt staða í lónum á hálendinu - Snjóbráð vorsins tók snemma við sér og skilaði sér vel Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blönduvirkjun Góðar líkur eru á að lón virkjunarinnar fyllist í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.