Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 16

Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 18 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatölur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Hjelle Handgerð norsk hönnunartákn sem standast tímans tönn. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Öll borð á veitingastaðnum Óx eru bókuð næstu þrjá mánuðina eftir að staðurinn var heiðraður með Michel- in-stjörnu í byrjun júlí í Stafangri í Noregi. Staðurinn, sem er inn af Su- mac á Laugavegi 28, mun færa sig um set í september en þá munu fimm sæti bætast við sætafjöldann á staðn- um. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Óx, reiknar með að hægt verði að panta borð á staðnum þegar að því kemur. Aðspurður segir Þráinn að þau hafi fengið ansi mikið af bókunum eftir að Óx fékk stjörnuna eftirsóttu. Næsta sólarhring á eftir hefðu borist fyr- irspurnir frá rúmlega 230 manns. Hann bætir við að margir þeirra sem hringdu neyddust til þess að skrá sig á biðlista. „Það er næstum uppbókað hjá okkur næstu þrjá mánuðina og margir á biðlista,“ segir Þráinn og bætir við að mögulega sé eitthvað laust í október. Óx í nýtt húsnæði Nú styttist í að Óx muni færa sig um set og stækka við sig en að sögn Þráins standa framkvæmdir yfir í nýju húsnæði. Bendir hann á að þau hjá Óx leiti ekki langt yfir skammt en nýja hús- næðið er á Laugaveginum, aðeins 300 metra frá núverandi húsnæði. Þráinn segir að þrátt fyrir aukinn sætafjölda muni þau enn halda í sömu gæði og grunnhugmynd staðarins. Munu gestir því enn sitja allir við sama borð fyrir framan kokka sem elda fyrir þá í nýja húsnæðinu. Helsta breytingin á nýjum stað er sú að nú munu 16 sitja við borðið í stað 11. Óx mun byrja í nýju húsnæði í lok sept- ember ef allt gengur eftir. Þráinn segir að með nýja staðnum verði enn meiri ævintýrablær yfir upplifuninni að borða á Óx. „Á nýja staðnum verður kokteilbar fyrir framan Óx. Maður labbar fyrst inn um litlar dyr inn í port og þaðan niður stiga í garðskála og þaðan inn í kokteilbarinn fyrir framan Óx.“ Þrá- inn segir kokteilbarinn vera innrétt- aðan í stíl við áttunda áratuginn og segir hann þetta vera eins og að labba inn í stofu hjá vel stæðri ömmu. „Það er ekki barútlit yfir þessum kokteil- bar.“ Hefur kokteilbarinn fengið nafnið Amma Don. Allt uppbókað eftir Michelin-stjörnu - Óx stækkar við sig til að mæta gíf- urlegri eftirspurn en heldur í gæði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistarakokkur Þráinn Freyr Vigfússon er maðurinn á bak við Óx en veit- ingastaðurinn varð nýlega annar á Íslandi til að hljóta Michelin-stjörnu. Skálholtshátíð fer fram helgina 16. til 17. júlí. Meginefni hátíðarinnar að þessu sinni verður „kliður af köllun okkar til friðar í heiminum“ eins og segir í tilkynningu. Eftir endurbætur verða kirkju- klukkurnar vígðar með nýjum bún- aði. Um 20 ár eru síðan danska klukkan féll niður og brotnaði. Skálholtshátíð er haldin sem næst Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí. Þorláksmessan 23. desem- ber er dánardagur heilags Þorláks Þórhallssonar Skálholtsbiskups árið 1193 en 20. júlí er þess er minnst er bein hans voru lögð í skrínið árið 1198. Hátíðarmessa og hátíðardagskrá verður sunnudaginn 17. júlí. Mess- an hefst kl. 14 og er kirkjukaffi á veitingastaðnum Hvönn í Skálholts- skóla í boði staðarins. Hátíðardag- skrá er í kirkjunni kl. 16. Aðalerindi flytja þau Eva María Jónsdóttir, miðaldafræðingur og verkefnastjóri á Árnastofnun, og dr. Gunnlaugur A. Jónsson, fv. prófessor. Erindi Evu Maríu er „Orð sem skreppur undan merkingu“ og erindi Gunn- laugs nefnist „Sáttmáli og Saltari“. Ávörp flytja Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, stýrir dag- skránni og segir fréttir af staðnum. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista. Í hátíðarmessunni prédikar Kristján vígslubiskup og þjónar fyr- ir altari ásamt sr. Sveini Valgeirs- syni, sr. Örnu Grétarsdóttur og öðr- um vígðum og óvígðum. Skálholtskórinn syngur og Jón Bjarnason organisti leikur m.a. úr Þorlákstíðum og stýrir tónlistinni. Trompetleikarar eru Svanhildur Sól Sigurbjarnardóttir og Jóhann I. Stefánsson. Pílagrímaganga úr Kjós Á laugardaginn kl. 16 eru hátíð- artónleikar Skálholtkórsins og Jóns Bjarnasonar þar sem öll tónlistin verður eftir J.S. Bach, sónötur og fögur kórverk við íslenskar perlur ljóðlistar. Sunnudaginn 17. júlí kl. 11 verða orgeltónleikar Jóns með áhersu á Bach. Tíðarsöngur verður kvölds og morgna undir stjórn Ís- leifsreglunnar en formaður hennar er sr. Kristján Valur Ingólfsson biskup. Pílagrímaganga verður gengin frá Reynivöllum í Kjós nokkra daga fyrir hátíðina undir leiðsögn sr. Örnu Grétarsdóttur og endar hún með því ganga inn undir pílagrímasálminum Friður á foldu í upphafi messu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skálholt Mikið verður um dýrðir á staðnum helga um helgina. Kliður af köllun friðar í Skálholti - Skálholtshátíð haldin um helgina Íslenska fyrirtækið Carbfix hefur fengið styrk sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna úr Ný- sköpunarsjóði Evrópusambandsins (ESB) til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straums- vík. Miðstöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hefjist þar um mitt ár 2026 og nái fullum af- köstum árið 2031. Mun þá allt að þremur milljónum tonna af kol- tvíoxíði, CO2, verða fargað á ári hverju. Það nemur um 65% af heild- arlosun Íslands árið 2019. Styrkurinn sem Carbfix hlýtur er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum ESB. Er hann veittur úr Nýsköpunarsjóði ESB sem er einn stærsti styrktarað- ili grænna nýsköpunarverkefna og fellur undir stjórn Loftslags- og umhverfisstofnunar ESB (CINEA). Haft er eftir Eddu Sif Pind Ara- dóttur, framkvæmdastýru Carbfix, í tilkynningu að styrkurinn sé fyrst og fremst mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið. Hann hjálpi til við að koma Coda Terminal vel af stað. „Við viljum að Ísland sé í ákveðnu forystuhlutverki þegar kemur að föngun og förgun því hér eru kjör- aðstæður til varanlegrar og öruggrar kolefnisförgunar,“ segir Edda Sif ennfremur. Carbfix fær 16 milljarða styrk frá Evrópusambandinu Carbfix Edda Sif Pind Aradóttir, fram- kvæmdastýra fyrirtækisins, í Straumsvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.