Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 FERÐALÖG Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með samfélagsmiðlum fyllast jafnt og þétt af myndum af ferðalög- um Íslendinga til Mexíkó. Liggur straumurinn einkum til Yucatan- skagans og þá aðallega til austur- strandarinnar, Maya-rívíerunnar eins og svæðið er kallað, þar sem finna má vinsæla ferðamannabæi á borð við Kankún, Playa del Carmen og Túlum. Skýrast auknar vinsældir Mexíkó mögulega af því að í kórónuveiru- faraldrinum þótti einfalt að ferðast til landsins og gestir hvorki krafðir um bólusetningu né mótefnamælingu við komuna, en þess utan virðist Mexíkó einfaldlega vera að sækja á enda skemmtilegur, litríkur og hrífandi áfangastaður sem þarf ekki að vera svo dýrt að heimsækja. Fyrir þá sem vilja sól og sand er Kankún rétti staðurinn til að byrja og er alþjóðaflugvöllur borgarinnar mjög vel tengdur við borgir í Banda- ríkjunum og Evrópu. Frá Kankún er síðan auðvelt að halda ferðinni áfram á landi, meðfram strandlengjunni til suðurs eða til vesturs í átt að dul- arfullum musterum djúpt inni í frum- skóginum. Er samt vissara að lesendur fræðist um aðstæður áður en lagt er af stað, því eins og oft vill verða með vinsæla ferðamannastaði eru ýmsar gildrur sem þarf að varast svo að komast megi hjá bæði óþarfa leið- indum og óþarfa útgjöldum. Áfangastaður fyrir bæði rólegheitafólk og djammara Fyrst af öllu er mikilvægt að skilja að Kankún ber það með sér að borgin laðar til sín fjölda Bandaríkjamanna í miklu partístuði. Þykir bandarískum unglingum það mikilvæg manndóms- vígsla að ferðast til Mexíkó þegar þau hafa náð 18 ára aldri og komast í fyrsta skipti í áfengi, enda er áfeng- iskaupaaldurinn í Bandaríkjunum 21 ár. Eru hótelin flest staðsett úti á löngu rifi, steinsnar frá sjálfri Kank- únborg, og ættu þeir sem vilja mikinn galsa og háværa skemmtistaði að halda sig við norðurhlutann á meðan hinir sem vilja rólegri og afslappaðri upplifun ættu að una sér betur sunn- arlega á hótelsvæðinu. Er í sjálfu sér ósköp fátt að sjá og gera í Kankún-borg en inn á milli hót- elanna má finna merkjavöruverslanir og golfvelli. Þá er enginn hörgull á ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á styttri og lengri ferðir vilji fólk t.d. skoða fornar Maya-rústir, halda í köfunarleiðangur eða heimsækja skemmtigarð. Flestum ætti að þykja hæfilegt að dvelja í tvær eða þrjár nætur á góðu hóteli í Kankún og láta stjana við sig. Er afskaplega gott að njóta strand- lífsins í rólegheitum, ýmist áður en haldið er af stað í lengri leiðangur um Yukatan-svæðið, eða í lok ferð- arinnar. Best að leigja bíl og forðast leigubílana Er rétt að vara sérstaklega við við- skiptaháttum leigubíla og rútu- frumkvöðla á alþjóðaflugvellinum. Því miður hafa leigubílstjórarnir í Kankn- ún beitt miklum fantaskap til að ryðja í burtu fyrirtækjum á borð við Uber og er bæði leigubíllinn og flugrútan mun dýrari í Kankún en í öðrum borgum Mexíkó. Getur verið hag- kvæmast og þægilegast að taka bíl á leigu og bjóðast mjög hagstæð kjör hjá bílaleigunum á flugvallarsvæðinu. Þeir sem leigja bíl verða samt að vara sig á að á mexíkóskum bens- ínstöðvum sjá starfsmenn um að dæla og hafa sumir þeirra komist upp á lag með að plata erlenda ferða- menn. Ef starfsmaðurinn segir t.d. að kortavélin virki ekki er vissara að halda bara áfram á næstu stöð, því sennilega er maðkur í mysunni. Þeg- ar bílnum er skilað, fyrir brottför, ætti að forðast að nota bensínstöðv- arnar næst flugvellinum því þar virð- ast mestar líkur á að lenda í svika- hröppum. Ekki missa af Chichen Itza Er kjörið að verja einum degi á eyjunni Isla Mujeres. Tekur stutta stund að sigla þangað frá Kankún og er byggðin gönguvæn og notaleg. Nóg er af prýðilegum veitingastöðum sem stilla verðinu í hóf og einnig fjöldi ferðamannabúða sem selja alls konar glingur. Eyjan er mjó og löng og hægt að leigja litla golfkerru til að aka um svæðið, en kerrurnar eru dýr- ar og ætti að nægja flestum að fara fótgangandi um aðalbyggðarkjarn- ann. Nyrst á eyjunni eru strand- klúbbarnir og hægt að leigja þar sól- bekk fyrir lítið, og svamla aðeins í sjónum. Af öðrum áfangastöðum í nágrenni Kankún má nefna eyjuna Holbox en til að komast þangað þarf að aka í tvo tíma til bæjarins Chiquilá í norðvestri og þaðan taka ferjuna. Holbox er einkar notalegur bær, mikil ró yfir samfélaginu, hótelin ekki dýr og veit- ingastaðirnir sömuleiðis. Er gaman að vaða sjóinn í átt að Punta Mos- quito, og fylgjast með sólsetrinu frá Punta Cocos. Þá er vel þess virði að heimsækja borgina Valladolid sem er sjarmer- andi og gömul, en skammt þar frá er að finna Oxmán-vatnspyttinn (sp. cenote) og einstök upplifun að svamla þar. Er um tveggja tíma akstur frá Kankún til Valladolid og þaðan tekur svo tæpa klukkustund í viðbót að aka til rústa Maya-borgarinnar Chichén Itzá þar sem Kukulcán-musterið stendur. Er frekar dýrt að borga sig inn á Chichén Itzá og ágengir sölumenn hafa fengið að leggja svæðið undir sig, en það sakar ekki að staldra við í eins og tvo tíma og sjá musterið með eigin augum. Eins má halda í suðurátt, s.s. til strandbæjarins Playa del Carmen, sem er ódýrari en Kankún en hefur upp á margt að bjóða, eða alla leið til Tulum sem er í miklu uppáhaldi hjá sterkefnuðum áhrifavöldum. Slakað á við ströndina í Kankún - Margir Íslendingar hafa uppgötvað töfra Yucatan-skagans og er Kankún yfirleitt fyrsti viðkomu- staðurinn - Þar er tekið vel á móti gestum en að mörgu þarf að gæta til að eiga ánægjulega ferð Af mörgum góðum kostum í Kankún stendur Ritz-Carlton hótelið upp úr. Hótelið er bæði öruggt og notalegt, og hafa gestir aðgang að fyrirtaks strandlengju. Er það peninganna virði að hreiðra um sig í skýli úti á ströndinni, slaka á í hengirúmi, hlusta á öldurnar og panta margarítur að hætti hússins. Herbergin eru glæsileg og þægileg, starfsfólkið hugsar einkar vel um gestina, súshí-barinn er fyrsta flokks og mjög rómantískt að snæða kvöldverð í einu af strandskýlunum við sólsetur. Lúxuslíf í hengirúmi HVAR Á AÐ GISTA? Makindi Að dotta í hengirúmi í góða veðrinu er engu líkt. Upplifun Herbergi á Ritz-Carlton. Góður staður til að byrja daginn. Ljósmynd / Wikipedia - Kyle Simurod (CC) Stutt stopp Chichén Itzá er eitt af undrum veraldar en hundsa þarf ágenga sölumenn. Ljósmynd / Wikipedia - Thomassi Mickael (CC) Hæfilegt Stutt er að sigla frá Kankún til Isla Mujeres og verðskuldar dagsferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.