Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 37-42 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 36-43 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 39-49 2nd Cozmo 6.995 kr. / St. 19-2612.995 kr. / St. 40-47 2nd Cozmo 6.995 kr. / St. 19-26 n ozmo 12.995 kr. / St. 36-42 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 36-43 SANDALAR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.ISKRINGLAN - SKÓR.IS STEINAR WAAGE BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2. Í henni felst breytt landnotkun og byggingarmagn. Á lóðinni stendur fimm hæða hús sem kennt er við Ís- landsbanka. Það hefur verið dæmt ónýtt vegna raka og myglu og verður rifið til að rýma fyrir nýrri íbúða- byggð. Á Kirkjusandi hafa á und- anförnum árum risið stór íbúðarhús og sömuleiðis atvinnuhúsnæði. Íslandsbankabyggingin var upp- haflega frystihús, sem reist var á ár- unum 1955-1962 af hlutafélögunum Júpíter og Mars. Byggingin á Kirkju- sandi er 7.719 fermetrar að stærð. Frystihúsið var síðar innréttað sem skrifstofuhús fyrir alaðstöðvar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Síðast voru þarna aðalstöðvar Íslandsbanka til ársins 2017 er hann flutti í Kópavog. Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að viðfangs- efni breytts deiliskipulags séu breyt- ingar á notkun, byggingarmagni, byggingarreitum og skilmálum lóðar. Aðdragandi þessara breytinga er að þegar gildandi skipulag var unnið 2016, var gert ráð fyrir að núverandi skrifstofuhús myndi standa áfram ásamt heimiluðum viðbótum. Eftir sem áður væri eingöngu um atvinnu- húsnæði að ræða. „Síðan gildandi deiliskipulag tók gildi hefur komið í ljós að núverandi hús er með öllu ónothæft vegna rakaskemmda að því marki að það verður ekki bætt og einsýnt að það verður rifið. Húsið hefur þegar verið skráð sem ónýtt,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Það sé því ljóst að grundvallar forsenda fyrir skipulagi lóðarinnar sé ekki lengur til staðar, þ. á m. hvað varðar starfsemi. Við undirbúning deili- skipulagsins var horft til aðliggjandi byggðar og að starfsemi á lóð væri í samræmi við hana. Á vordögum 2020, eftir samtal við Reykjavíkurborg, efndi lóðarhafinn Langbrók til lokaðrar arkitekta- samkeppni um nýtt deiliskipulag, en forsögn hennar var unnin af lóðar- hafa í samstarfi við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Langbrók er í eigu Íslandssjóða. Fjórum arkitektastofum var boðið að leggja fram tillögur og var tillaga Kurtogpi valin. Er hún grundvöllur breytts deiliskipulags. Meginbreytingin felst í breyttri starfsemi á lóðinni þar sem verður blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, í samræmi við aðra hluta deiliskipu- lagssvæðisins. Með breyttum for- sendum opnist þannig tækifæri til að samræma fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni við þá byggð sem fyrir er á svæðinu. Þar sem núverandi hús vík- ur verður einnig mögulegt að vera með bílakjallara undir allri lóðinni og draga þannig úr umfangi bílastæða. Byggingarreitir á lóðinni verða fjórir (A1-A4) en stærð, lega og fyr- irkomulag reitanna breytist. Gert er ráð fyrir að byggingarnar verði fimm, 4-7 hæðir, og heimilt verði að vera með kjallara á tveimur hæðum. Rampur að bílageymslu verði í norð- vesturhorni lóðarinnar og kvöð er á jaðri hennar, samsíða Kirkjusandi. Heildarstærð lóðar er óbreytt, 12.702 fermetrar. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi verður heimilt að byggja 27.100 fermetra ofanjarðar og 24.400 fermetra neðanjarðar. Leyfilegt heildarbyggingarmagn verður 51.500 m2. Nýtingarhlutfall skv. beyttu deiliskipulagi verður 2,1 ofanjarðar og 4,1 í heild. Heimilaður heildarfjöldi íbúða verður 225. Samið hefur verið um að 20% íbúða verði skilgreind sem leiguíbúðir, stúd- entaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbú- staða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Líkist gamla frystihúsinu Í greinargerðinni er fjallað um ein- staka byggingareiti á lóðinni. Á reitn- um A1, sem er á norðvesturjaðri lóð- arinnar, má byggja eitt hús á sex hæðum auk þess sem heimilt er að byggja inndregna þakhæð. Form- gerð, hrynjandi, efniskennd og yfir- bragð byggingarinnar skulu vísa á af- gerandi hátt í gamla frystihúsið sem áður stóð á reitnum og skal fylgja þeim áherslum sem koma fram á skýringaruppdrætti og eru byggðar á vinningstillögu í samkeppni um uppbyggingu á lóðinni. Ytra byrði byggingarinnar skal vera einföld og látlaus steypt hvítmáluð skel. Tölvumynd/Kurtogpí Breytt ásýnd Sæbrautar Hér má sjá hvar hið nýja hús (hvítt) hefur verið sett inn í götumyndina. Húsið verður nær götunni en það gamla. Húsið verður ekki ósvipað og það gamla var upphaflega. Íbúðir í stað gamla frystihússins Morgunblaðið/sisi Íslandsbankahúsið Það hefur staðið ónotað í fimm ár og oft orðið skemmd- arverkamönnum að bráð. Stórvirkar vinnuvélar munu brjóta það niður. - Borgarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands - Íslandsbankahúsið, sem upphaflega var frystihús, víkur fyrir fjölbýlishúsum - Fimm hús með 225 íbúðum rísa á reitnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.