Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 24
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Ég varð stúdent af félagsfræðibraut
Menntaskólans á Akureyri og í ein-
hverju bríaríi skrái ég mig í lögfræði,“
segir dr. Bjarni Már Magnússon, haf-
réttarsérfræðingur og fráfarandi
lagaprófessor við Háskólann í
Reykjavík, sem nú hverfur þaðan eft-
ir tíu ár við skólann og tekur við pró-
fessorsstöðu á Bifröst.
Minnstu munaði þó reyndar að allt
annað háskólanám yrði fyrir valinu á
sínum tíma. „Ég hafði lengi vel ætlað
mér í guðfræði reyndar, þá hefði ég
orðið séra Bjarni, mjög virðulegt,“
segir prófessorinn og hlær, en ekkert
varð þó af því að hann fetaði hina
órannsakanlegu vegi. Eins kveður
hann sagnfræði og stjórnmálafræði
hafa freistað.
„Svo slysast ég til að ná prófinu í al-
mennri lögfræði í fyrstu atrennu,
fékk 6,75 í gamla kerfinu þegar lög-
fræðinni lauk með kandídatsprófi,
sem var það allra tæpasta sem dugði
til að ná, svo ég slysaðist þarna inn,“
heldur Bjarni áfram. Hann lauk svo
embættisprófi árið 2005 og tók eitt ár
í skiptinámi á þeirri vegferð. Því
fylgdi hvorki meira né minna en
námsferð til Haag í Hollandi á stríðs-
glæparéttarhöld.
Jöfnuðu sig í Amsterdam
„Veturinn 2002 til 2003 var ég
skiptinemi við lagadeild Kaupmanna-
hafnarháskóla og nam meðal annars
stríðsglæparétt ásamt mörgum eftir-
minnilegum karakterum, meðal ann-
ars stórvini mínum Andrea Buitoni,
afkomanda síðasta keisarans í Afgan-
istan og ættingja Buitoni-pastafjöl-
skyldunnar, og Richard Martz sem
gerði síðar garðinn frægan í jiddísk-
um söngleikjum.
Liður í því námskeiði var námsferð
til Haag til að fylgjast með réttar-
höldunum yfir Slobodan Milosevic
[fyrrverandi forseta Serbíu og síðar
Júgóslavíu]. Það var nokkur upplifun.
Öryggisgæslan var nokkru meiri en
við Héraðsdóm Norðurlands eystra
og stærð Alþjóðlega stríðsglæpa-
dómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu
sömuleiðis enda unnu þar í kringum
1.200 manns,“ segir Bjarni af réttar-
höldunum.
Fylgdist hann með vitnaleiðslum
þar sem fram komu lýsingar eftirlif-
enda á margvíslegum stríðsglæpum
Serba að Milosevic viðstöddum í rétt-
arsalnum. „Það voru ekki fallegar lýs-
ingar svo vægt sé til orða tekið. Við
Andrea og fleiri jöfnuðum okkur á
þessu næstu daga á þrammi um
Amsterdam,“ rifjar hann upp af
réttarhöldunum sem stóðu í fjögur ár
en var sjálfhætt þegar Milosevic lést
af hjartaáfalli í fangaklefa sínum 11.
mars 2006.
Eftir útskrift hóf Bjarni störf hjá
embætti tollstjórans í Reykjavík þar
sem hann varð verkefnastjóri nauð-
ungarsölumála. „Þar fór ég að selja
ofan af fólki,“ segir Bjarni, „og ég er
ekki viss um að það sé mjög andlega
hollt að vera bara í nauðungarsölum
alla daga. Ég get að minnsta kosti
hugsað mér mjög margt meira gef-
andi í lögfræðinni,“ segir Bjarni sem
stoppaði ekki lengi hjá tollstjóra held-
ur skráði sig í nám í alþjóðasamskipt-
um í HÍ og starfaði hjá Persónuvernd
samhliða því.
Níræður og kennir enn
Hugur Bjarna stóð þó til frekara
náms erlendis svo hann sækir um við
Miami-háskóla og hlýtur Cobb Fa-
mily-skólastyrkinn sem fjölskylda
Charles E. Cobb, sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi árin 1989 – 1992,
veitir einum íslenskum umsækjanda
árlega. „Svo ég flyt til Miami 2006,
hafði aldrei komið þangað og vissi
ekkert um borgina, verð eiginlega
fyrir hálfgerðu menningarsjokki
strax í byrjun,“ rifjar Bjarni upp.
Hluti af áfalli þessu snerist um að
meira en helmingur íbúa borgarinnar
talar spænsku sem fyrsta mál en
Bjarni náði sér fljótlega og kynntist
góðu fólki, meðal annars brasilískum
og mexíkóskum skólabræðrum sínum
sem enn búa í Miami og Bjarni er enn
í góðum tengslum við.
Ástæðan fyrir valinu á skóla var að
þar kennir Bernard Oxman, einn
helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í
hafrétti, en við þá fræðigrein hafði
Bjarni tekið ástfóstri þegar á fyrsta
ári í lagadeildinni við HÍ og skrifaði
lokaritgerð sína á því sviði. Til gam-
ans má segja frá því að Oxman kennir
enn við skólann en hann varð níræður
í fyrra.
„Hann var viðstaddur fjölda stór-
viðburða á sviði þjóðaréttará síðari
hluta 20. aldar og gat sagt frá þessu
öllu frá fyrstu hendi. Það er mjög
gaman að hlusta á svona karla,“ segir
Bjarni sem samtímis lauk tveimur
meistaragráðum, í alþjóða-
samskiptum frá HÍ, en hann lauk því
námi fyrstur manna, og í hafrétti við
Miami-skólann.
„Ég skrifaði lokaritgerðina mína
um Smugudeiluna. Það var mjög
fyndið að skrifa um hana í 30 stiga
hita utandyra í stuttbuxum með
pálmatré í kringum sig,“ játar Bjarni
og hlær af innileika. Hann skilaði sér
svo til Íslands sumarið 2007 en þá var
þegar tekið að syrta í álinn í íslensku
hagkerfi fyrir þau ósköp sem dundu
yfir í framhaldinu.
„Ég fer að sækja um störf en það
gengur ekkert, allir búnir að skella í
lás í nýráðningum í bili svo ég slysast
til að taka við kennslu í lögfræði við
Háskólann á Akureyri, það var í
gegnum mömmu,“ segir Bjarni og
blaðamaður hváir. Kemur þá í ljós að
móðir Bjarna, Anna Þóra Bald-
ursdóttir, var lektor við skólann,
brautarstjóri framhaldsdeildar og um
tíma deildarformaður kennara-
deildar.
„Þannig að þetta er allt móður
minni að kenna að ég fór í akadem-
íuna,“ segir Bjarni hispurslaust en
getur þó ekki falið ísmeygilegan
kímnitóninn.
Ekki hangið á skrifstofu
Er þarna var komið sögu þótti
Bjarna stemmningin hálfsúr á Íslandi
eins og hann orðar það svo hann
greip tækifærið og sótti um og fékk
inngöngu í doktorsnám í hafrétti við
Edinborgarháskóla. Rak þar á fjörur
hans prófessor Alan Boyle sem einn-
ig sinnti lögmennsku við alþjóðlega
dómstóla.
„Hann var þá lögmaður Bangla-
dess í máli gegn Mjanmar [áður
Búrma] og ég er bara sjanghæjaður
inn í lagateymi Bangladess og fer að
vinna fyrir bengalska ríkið í allsvaka-
legu lagateymi þar sem voru prófess-
orar í Cambridge og Edinborgar-
skóla og alveg risanöfn, þetta var
mjög áhugaverð reynsla. Ég lenti til
dæmis inni á karlaklósetti hjá Alþjóð-
lega hafréttardómstólnum með sjö úr
herforingjastjórn Mjanmar sem var
ákveðið bíó,“ segir Bjarni af náms-
árum sínum í Edinborg.
Málið snerist um afmörkun haf-
svæða Bangladess og Mjanmar og
var fyrsta mál sem fjallaði um land-
grunnið úti fyrir 200 sjómílum fyrir
alþjóðlegum dómstólum en um þetta
fjallaði doktorsritgerð Bjarna ein-
mitt. Hann kom að fleiri málum á
vegum prófessors Boyles, starfaði til
dæmis fyrir Japan í hvalveiðimáli
Ástralíu og Nýja-Sjálands gegn Jap-
an.
„Ég var að afla gagna um hugtakið
vísindahvalveiðar og hvernig bæri að
skilja það og þurfti að grandskoða
hvernig það hefði verið skilið frá örófi
alda,“ segir Bjarni, „það var auðvitað
ótrúleg reynsla að komast í svona
störf sem einhver doktorsnemi í stað-
inn fyrir að hanga bara inni á skrif-
stofu.“
Að loknu ævintýralegu doktors-
námi í hafrétti í Edinborg, sem þó
teygði anga sína víða um heim, tók
Bjarni við stöðu við Háskólann í
Reykjavík þar sem hann hefur starf-
að í sléttan áratug nú er leiðir skilur.
Þar hóf hann kennslu í þjóðarétti,
hafrétti og þjóðréttarlegum hliðum á
norðurskautsmálum sem nú sitja í
öndvegi gagnvart Íslendingum.
„Svo var ég reyndar gesta-
fræðimaður við Háskólann í Duke í
Norður-Karólínu, var þar á Ful-
bright-styrk. Stundaði þar rann-
sóknir á ofboðslega fínu bókasafni
með skrifstofu og aðstoðarmann,“
segir Bjarni sem var í Bandaríkj-
unum á pólitískum umbrotatímum
árið 2016, Donald Trump rak kosn-
ingabaráttu sína af hörku og hlaut
embættið í kosningum síðla árs.
Bjarna þótti rétt að missa ekki af
þessu.
„Ég og Sigurður Kári Tryggvason
lögmaður, sem var í meistaranámi við
Duke á þessum tíma, fórum auðvitað
og mættum á svona Trump rally og
það er líklega sá furðulegasti atburð-
ur sem ég hef orðið vitni að á ævinni,“
segir hann og hlær áður en talið berst
frá Donald Trump að nýrri stöðu við
Bifröst.
„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
eftir tíu ár í starfi og þarna er margt
athyglisvert í gangi,“ segir Bjarni og
bætir því við að staðan bjóði upp á
töluverðan sveigjanleika vegna ríku-
legrar fjarkennslu. „Ég get unnið
heima hjá mér, á skrifstofu skólans í
Borgartúni og uppi á Bifröst,“ segir
Bjarni af nýjum vettvangi.
Honum er ætlað að koma inn í upp-
byggingu rannsókna í lögfræði en við
Háskólann í Reykjavík gegndi hann
einmitt stöðu formanns rannsókna-
ráðs nýlega. Þá er Bjarni á leið í
kennslu í loftslagsrétti. „Góður vinur
minn, Guðmundur Alfreðsson, mikill
reynslubolti í þjóðarétti, sagði mér
einhvern tímann að besta leiðin til að
læra eitthvað nýtt væri að kenna
það,“ segir Bjarni sposkur og getur
þess um leið að þjóðaréttur og haf-
réttur verði auðvitað áfram þunga-
vigtarsvið í störfum hans.
Leggur Bjarni ríkulega áherslu á
þýðingu hafréttar og þekkingar á
þeirri grein fyrir Ísland. „Hvort
tveggja fyrir stjórnvöld og einka-
aðila. Mér finnst oft vanta svolítið
áherslur á þetta svið í lögfræðinni
hérlendis, þar mætti margt gera bet-
ur, úthafsveiðar eru til dæmis svið
sem nýtur takmarkaðrar athygli,
þarna eru milljarðar undir svo ég
nefni eitthvað og þetta er nokkuð sem
mig langar að einbeita mér að á Bif-
röst,“ segir prófessorinn.
Á Iron Maiden með lækninum
Þar með líður að lokum fróðlegs
spjalls um hið fræðilega lífshlaup
Bjarna Más Magnússonar sem er
mikill áhugamaður um körfubolta og
reyndar liðtækur leikmaður þar enda
kvæntur Hildi Sigurðardóttur, einni
þekktustu körfuknattleikskonu
landsins og nú grunnskólakennara.
Bjarna hefur orðið fjögurra barna
auðið, á tvö úr fyrra sambandi, níu og
ellefu ára gömul, og tveggja og fimm
ára gömul eru börn þeirra Hildar.
„Maður er alltaf á einhverjum mót-
um, áðan var ég til dæmis í bíó með
liðsfélögum dóttur minnar,“ segir
Bjarni sem auk þess er mikill áhuga-
maður um skáldskap. Undir lokin
missir prófessorinn þó út úr sér – og
vísar þar til nýlegs viðtals mbl.is við
Gísla Gíslason lögmann um Iron Mai-
den-tónleikana í Reykjavík 5. júní
1992 – að hann hafi einmitt verið á
téðum tónleikum, þá þrettán vetra.
„Ég var búinn að vera að suða um
þetta við foreldra mína, bjó þá á
Akureyri, og þá reynist vera lækna-
ráðstefna í Reykjavík á þessum tíma
og pabbi tekur mig með suður,“ segir
Bjarni sem er sonur Magnúsar Ólafs-
sonar læknis, „og við gistum á Hótel
Esju og borðuðum á Pizza Hut sem
þá var þar og skelltum okkur svo á
Iron Maiden,“ rifjar Bjarni upp.
Hann hafi svo snúið taflinu við næst
þegar bresku þungarokkararnir
heimsóttu land og þjóð 7. júní 2005 og
þá tekið föður sinn lækninn með á þá
tónleika. „Honum fannst þetta bara
fínt,“ segir prófessor Bjarni Már
Magnússon af tónleikasókn þeirra
feðga og lýkur hér frásögn þeirri.
„Allt móður minni að kenna“
- Í námsferð á réttarhöldin yfir Milosevic - Ekki andlega hollt að vera bara í nauðungarsölum
- Fyndið að skrifa um Smugudeiluna í 30 stiga hita - Á klósettinu með herforingjastjórn Mjanmar
Heild Bjarni Már og skyldulið, þar af móðirin sem ber ábyrgð á ferli hans.
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNAR s.isFIRÐI • TRYGGVA I • S: 560 8888 • vf