Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vorskýrsla
kjaratöl-
fræði-
nefndar verður
seint talin til létt-
ustu eða skemmti-
legustu sumarlesn-
ingarinnar, en hún
er áhugaverð og
gagnleg svo það er óhætt að
mæla með að fólk grípi í hana
einhvern rigningardaginn.
Fram undan er kjarasamn-
ingalota og þá skiptir máli að
hafa gagn af þessu tagi til við-
miðunar, en það er einmitt
markmiðið með starfsemi
kjaratölfræðinefndar, „að fyrir
liggi áreiðanlegar upplýsingar
og sameiginlegur skilningur
aðila um laun og efnahag sem
nýtast við undirbúning og eft-
irfylgni kjarasamninga á
hverjum tíma,“ eins og það er
orðað í inngangi skýrslunnar.
Aðild að nefndinni eiga fulltrú-
ar ríkis, sveitarfélaga, samtaka
launafólks og samtaka atvinnu-
lífs, auk Hagstofunnar, þannig
að óhætt er að segja að með
skýrslunni liggi fyrir sameig-
inlegur skilningur á þróun
kjaramála hér á landi.
Í skýrslunni kemur fram að
hagvöxtur á mann á kjara-
samningstímabilinu, 2019 til
2022, muni dragast saman um
3,9% gangi spár um hagvöxt
þessa árs eftir. Þetta er um 6%
minni hagvöxtur á mann en
spáð var í upphafi tímabilsins
sem er öfugt við þróunina á
kjarasamningstímabilinu 2015
til 2018 þegar hagvöxtur á
mann var 4% meiri en spáð
hafði verið og nam 13% yfir
tímabilið. Þessi tvö síðustu
kjarasamningstímabil eru því
afar ólík og þarf ekki að koma á
óvart þegar horft er til þess að
skömmu eftir að samið hafði
verið á því tímabili sem nú er
að renna sitt skeið skall á
heimsfaraldur sem greiddi ís-
lensku atvinnulífi þungt högg.
Í þessu samhengi er sér-
staklega óheppilegt að hag-
vaxtaraukinn sem samið var
um vorið 2019 og kom til fram-
kvæmdar í apríl síðastliðnum,
er ekki til umfjöllunar í skýrsl-
unni, þar sem launahækkanir
hans vegna eru utan þess tíma-
bils sem nýja skýrslan nær til.
Þessar launahækkanir eru
engu að síður raunverulegar og
úr samhengi við þróun hag-
vaxtar, sem skýrist af því að
samningsaðilar sáu heimsfar-
aldurinn ekki fyrir og að for-
ystumenn samtaka launafólks
neituðu að taka tillit til þess
áfalls og óvæntu þróunar sem
faraldurinn olli.
Þrátt fyrir efnahagsáfallið
og þróun hagvaxtar hefur þró-
un kaupmáttar það sem af er
yfirstandandi kjarasamnings-
tímabils, mælt frá janúar 2019
til janúar í ár, verið jákvæð.
Kaupmáttur jókst
um 11% á þessu
tímabili, sem telst
afar mikil kaup-
máttaraukning þó
að hún sé talsvert
minni en á kjara-
samnings-
tímabilinu á undan,
en þá átti gengisstyrking mun
meiri þátt í þróuninni en síð-
ustu þrjú árin.
Þessi mikla aukning kaup-
máttar á liðnum árum hefur
haft mjög jákvæð og ánægjuleg
áhrif á stöðu heimilanna, sem
sést til að mynda af því að van-
skil í bankakerfinu í lok árs í
fyrra voru lág bæði í sögulegu
og alþjóðlegu tilliti. Í skýrsl-
unni kemur fram að vanskilin
voru um einu prósentustigi
lægri en í upphafi faraldursins
og voru 0,9%, en 2,5% að með-
altali í Evrópu.
Þegar laun hér á landi eru
borin saman við laun erlendis
má líka sjá að staðan er afar
góð hér. Meðalatvinnutekjur í
evrum eftir skatt í fyrra voru
hvergi hærri en hér, að und-
anskildu Sviss, sem skar sig
nokkuð úr. Og af því að því er
stundum haldið fram að ekkert
sé að marka slíkan samanburð
þar sem allt sé dýrara hér á
landi, er áhugavert að þó að
leiðrétt sé fyrir verðlagi eru
aðeins fjögur lönd sem standa
okkur framar að þessu leyti,
Lúxemborg, Holland, Banda-
ríkin og Sviss.
Þó að allir fagni mikilli kaup-
máttaraukningu hér á landi og
góðri fjárhagslegri stöðu heim-
ilanna, hljóta allir líka að átta
sig á að á undanförnum árum
hefur þróun launa og kaup-
máttar ekki verið í samræmi
við undirliggjandi þróun at-
vinnu- og efnahagslífs. Þá má
líka ljóst vera að þróun sem
þessi getur ekki haldið áfram
árum saman, það er einfaldlega
ekki hægt að standa undir
hærri lífskjörum hér á landi en
sem nemur því sem framleitt
er.
Þeim sem setjast að samn-
ingaborðinu að þessu sinni er
þess vegna vandi á höndum.
Þeir þurfa að horfa til þeirra
staðreynda sem fyrir liggja,
meðal annars í þessari nýút-
komnu skýrslu kjaratölfræði-
nefndar. Verkefnið getur ekki
verið að reyna að semja um
miklar hækkanir eins og gert
hefur verið heldur miklu frekar
að leita leiða til að verja kaup-
máttinn og sækja hækkanir
komi til raunverulegs hag-
vaxtar á tímabilinu. Verði stað-
reyndum hins vegar vikið til
hliðar og óraunsæið haft að
leiðarljósi er óhjákvæmilegt að
verðbólgan verði viðvarandi
vandi og kaupmáttur skerðist,
óháð því hvaða krónutölu-
hækkanir samið verður um.
Kaupmáttur og
staða heimilanna
er óvíða betri en
hér en aðstæður
kalla á raunsæi í
kjarasamningum}
Góð kjör en óviss staða
N
ýlega kynnti innviðaráðherra
áform um gjaldtöku í öllum jarð-
göngum landsins ásamt „annars-
konar gjaldtöku“ þar sem elds-
neytisgjald úreldist fyrr en síðar.
Í staðinn eiga að koma „einhverskonar notk-
unargjöld“.
Í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar segir að
endurskoðun eigi skattkerfi samgöngumála til
að tryggja sambærilegar skatttekjur af öku-
tækjum og á árunum 2010-2017. Þessar skatt-
tekjur voru þá um 1,5% af vergi landsfram-
leiðslu. Það myndi þýða að í ár ættu um 50
milljarðar að koma í ríkiskassann með slíkri
skattheimtu af vörugjöldum, olíugjaldi, kolefn-
isgjaldi, bifreiðagjaldi og kílómetragjaldi.
Fjárlög ársins gera hins vegar ráð fyrir rétt
rúmlega 40 milljörðum frá þessum gjald-
stofnum. Það þarf því 10 milljarða króna skattahækkun til
þess að brúa bilið milli núverandi stöðu og áætlana stjórn-
valda – en einnig er gert ráð fyrir að bilið aukist smá saman
vegna minni eldsneytisnotkunar.
Framlag ríkissjóðs til samgöngumála eru rétt tæplega 50
milljarðar miðað við fjárlög ársins þannig að eins og er þá er
verið að brúa bilið úr öðrum sameiginlegum sjóðum.
Það sem er hins vegar áhugavert er að framlög til sam-
göngumála eiga að dragast saman um rúma 7 milljarða
samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og þannig
verða mun lægri en áætlaðir skattar af samgöngum eiga að
verða samkvæmt stjórnvöldum sjálfum (munurinn eykst
svo eftir því sem hagvöxtur eykst því áætluð útgjöld eru
óháð hagsveiflunni en tekjurnar vaxa samhliða
henni).
Hvernig sem ríkisstjórnin ætlar að láta þetta
dæmi ganga upp þá tel ég að það þurfi að gera
meira í þessum málaflokki en að ríkisstjórnin
gangi svona fram. Við þurfum betra almenn-
ingssamráð um heildarsýn í samgöngum. Ekki
bara fyrir bíla, heldur einnig fyrir fótgangandi,
hjólandi, fljúgandi, siglandi, syndandi og hvað
annað sem fólki dettur í hug að nota sem sam-
göngumáta. Þegar við erum eins sammála og
við getum orðið um heildarsýnina þá þurfum við
að ákveða hversu mikið við ætlum að vinna að
þeirri heildarsýn í einu. Fyrst þá vitum við
hversu miklar tekjur við þurfum að afla til þess
að ná þeim markmiðum.
Það skiptir nefnilega máli hvernig við öflum
þessara tekna og það þarf að vera sátt um það.
Ef ríkisstjórnin ætlar bara að pukra um það úti í sínu horni,
sín á milli, þá mun það aldrei skila almennum árangri. Til
dæmis hefur aldrei verið sátt um að setja veggjöld á öll jarð-
göng í landinu og síðast þegar það var rætt fór ríkisstjórnin
undan í flæmingi með að kannski væri eðlilegt að undan-
skilja einhver gömul jarðgöng og einnig jarðgöng sem sam-
eina byggðarkjarna. Nú er aftur sagt „öllum göngum“ og að
gjaldið „sé nokkuð hátt, en samt hóflegt“.
Ég er ekki bjartsýnn á þessa vegferð ríkisstjórnarinnar.
Held að hún endi út í skurði enn og aftur.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Samgönguskattar
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
H
éraðsdómur Reykjaness
sýknaði nýlega selj-
endur einbýlishúss í
Hafnarfirði af öllum
kröfum kaupenda hússins sem höfðu
haldið eftir lokagreiðslu og krafist
bóta vegna meintra leyndra galla á
eigninni.
Kaupendurnir voru dæmdir til
að greiða lokagreiðsluna með drátt-
arvöxtum og til að greiða seljendum
2,5 milljónir í málskostnað. Dóm-
inum verður áfrýjað, að sögn lög-
manns kaupendanna.
Húsið var byggt 1980. Kaup-
samningur var undirritaður í desem-
ber 2018 án fyrirvara og kaupverðið
95,9 milljónir. Eignin var afhent 1.
mars 2019. Þann 16. mars sama ár
kvartaði kaupandinn við fasteigna-
salann vegna leka í stofu, stórs og
ljóts sárs á vegg og hitalagnar á
vegg sem kaupandi hafði ekki séð
við skoðun. Hann ítrekaði athuga-
semdir sínar 9. apríl og sagði frá við-
bótarleka. Lögmaður seljenda hafn-
aði því 16. september að leyndir
gallar hefðu verið á fasteigninni. Þak
hússins hafi verið upprunalegt og
eðlilega komið að viðhaldi á því.
Kaupendur sögðu að íbúðin
hefði verið óíbúðarhæf vegna myglu.
Náttúrufræðistofnun hafi ráðlagt
þeim að búa ekki í húsinu og þau því
ekki getað búið þar í 28 mánuði. Auk
kröfu um bætur vegna meintra galla
á húsinu gerðu kaupendur einnig
kröfu vegna leigukostnaðar og
kostnaðar við búslóðaflutninga.
Skoðun leiddi í ljós að þakið var
meira og minna ónýtt og var það
rakið til ónógrar loftunar. Eins fund-
ust fleiri gallar á húsinu.
Við mat á því hvort seljendur
bæru hlutlæga ábyrgð á göllum í
þaki, samkvæmt ákvæði fast-
eignalaga, var litið til þess að dóma-
fordæmi á undanförnum árum hafi
viðurkennt gallaþröskuld um og yfir
10% af kaupverði fasteignar. Mats-
menn mátu það svo að kostnaður við
þakviðgerð væri um 5% af kaupverði
hússins eða neðan við þröskuldinn.
Sjaldnast sigri hrósandi
„Það hefur oft reynt á þennan
gallaþröskuld og sum mál fallið á
honum og hann ekki talinn vera fyrir
hendi í öðrum málum,“ segir Sig-
urður Helgi Guðjónsson, hrl. og for-
maður og framkvæmdastjóri Hús-
eigendafélagsins. Hann segir að
þröskuldurinn hafi verið tekinn upp
vegna fjölda mála sem komu upp í
kjölfar fasteignaviðskipta.
Sigurður segir að rannsóknar-
skylda kaupandans skipti máli og
hvað hann hefði átt að sjá við eðli-
lega skoðun. Seljandi megi ekki
þegja um leynda galla. Sagt sé að
þegar húsið tali megi seljandinn
þegja, það er þegar galli er augljós
og ekki dulinn.
Það geti verið tvíbent að taka
með sér sérfróðan, t.d. smið, til að
skoða fasteign. Þá verði þekking
hans lögð til grundvallar ef ágrein-
ingur rís um ástand hússins.
„Ég hef fylgst með gallamálum
í 40 ár og aldrei hitt neinn sem hefur
verið sigri hrósandi þótt hann hafi
unnið svona mál. Matskostnaður og
lögfræðikostnaður er svo mikill að
hann yfirgnæfir fljótt hagsmuni
málsins. Þetta tekur mikið á því fólk
býr í gallanum,“ segir Sigurður.
Hann samdi frumvarp til laga
um fasteignakaup ásamt Viðari Má
Matthíassyni og tóku þau gildi 1.
júní 2002. Sigurður segir að
ekki hafi verið nefnd pró-
sentutala fyrir gallaþrösk-
uld í frumvarpinu. Þrösk-
uldurinn geti verið lægri í
nýjum húsum og hærri í
gömlum húsum.
Sáu galla á húsinu
eftir afhendingu
Þingsályktunartillaga sem fól
ráðherra að láta semja frum-
varp um ástandsskýrslur fast-
eigna var samþykkt 2021. Ætl-
unin er að ástandsskýrslur
fylgi söluyfirlitum allra fast-
eigna sem ætlaðar eru til íbúð-
ar. Tillagan hefur verið rædd
frá því að kafli um ástands-
skýrslur fasteigna var felldur
út í meðförum þingnefndar og
lögin samþykkt án hans 2002.
Þá átti að leggja fram annað
frumvarp um ástandsskýrslur,
en var ekki gert.
Húseigendafélagið fagnar
þeirri réttarbót sem fylgja
mun kvöð um ástands-
skýrslur fasteigna.
Það segir viðbúið að
gallamálum fasteigna
muni fækka verulega í
kjölfarið þar eð
skýrslurnar muni
auka fyrirsjáan-
leika og ör-
yggi neyt-
enda.
Ástand fast-
eigna skráð
ÞINGSÁLYKTUN
Sigurður Helgi
Guðjónsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fasteignir Gallaþröskuldur er gjarnan miðaður við um og yfir 10% af
kaupverði eignar, þegar metið er hvort seljandi beri ábyrgð á göllum.