Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 29

Morgunblaðið - 14.07.2022, Page 29
Við kvótasetningu aflaheimilda var það höfuðmarkmið að hagræðing ætti sér stað við veiðar. Allir áttuðu sig á því að það var lífsnauðsyn fyrir rekstrarhæfi ís- lensks sjávarútvegs. Því er það svo að sameiningar og sam- starf liðinna áratuga í sjávarútvegi hafa leitt til mikillar hagræðingar og veiðar og vinnsla smám saman orðið arðbærari eftir því sem hag- ræðingin verður meiri. Það er oft þannig að við sjáum ekki það sem er beint fyrir framan okkur. Ekki er langt síðan Dag Sletmo, aðstoð- arframkvæmdastjóri DNB bank- ans í Noregi, kom með mikilvæg skilaboð til okkar Íslendinga. Sletmo ber ábyrgð á greiningu strauma og stefna í sjávarútvegi og kortlagningu hans í Noregi. Sletmo ræddi um helstu tækifæri og áskoranir í íslenskum sjávar- útvegi og sagði m.a. að íslenskur sjávarútvegur væri í dag talinn vera nokkurs konar Sílíkondalur sjávarútvegs í heiminum þegar kemur að nýjungum, framleiðni, tækni og nýsköpun. Allt er gert með hagræðingu og sjálfbærni að leiðarljósi. Vegna umræðu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík er ástæða til að skoða upplýsingar um hlutfallsstærðir ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja og bera það saman við aðrar starfs- greinar og stöðu íslensku sjávar- útvegsfyrirtækjanna á alþjóðavísu. Stærðir sjávarútvegs- fyrirtækja Undirritaður hefur undir hönd- um ársreikninga nærri 900 félaga í íslensku efnahagslífi, og gögn um nærri öll íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki landsins, svo og yfirlit yfir 100 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims. Byggt á þeim upplýsingum er ágætt að skoða hver sé hlut- fallsleg stærð fyrirtækja sam- anborið við aðra markaði, til dæm- is matvörumarkaðinn hér á landi svo eitthvað sé valið. Á mynd 1, sem fylgir þessari grein, má sjá hlutfall tekna 39 sjávarútvegsfyrirtækja í landinu byggt á ársreikningum áranna 2020 eða 2021, hverju sinni er stuðst við nýjasta ársreikninginn sem liggur fyrir. Umrædd íslensk fyrirtæki í gagnagrunninum eru samtals með veltu upp á nærri 350 milljarða kr. Á myndinni birtast upplýsingar um hlut- fallslegar stærðir stærstu fyrirtækja í íslenskum sjávar- útvegi. Fyrirtæki sem tengjast og eru að sameinast eru sett inn í móðurfélagið eins og Vísi hf. og Berg Hug- in hf. inn í Síld- arvinnsluna hf., Ög- urvík hf. inn í Brim hf. og ÚA og fiskeldi Samherja inn í Sam- herja hf. Þessi þrjú fyrirtæki geta ekki orðið mikið stærri hér heima þegar kemur að veiðiheimildum því lögin um stjórn fiskveiða eru með svokallað kvóta- þak. Sú ákvörðun að kvótaþakið skyldi miðast við 12% heildarkvót- ans var hugdetta þáverandi sjávar- útvegsráðherra. Ekki verður séð að hún hafi byggst neinum út- reikningum eða rannsóknum, ein- göngu virðist hér um stjórnvalds- ákvörðun að ræða, án nokkurra raka eða útskýringa. Þetta er bara svona. Menn ættu að hafa það í huga þegar rætt er um kvótaþakið. Velta á matvörumarkaði En þegar fjallað er um sam- þjöppun á markaði er ekki víst að allir átti sig á því að 98% af tekjum umræddra sjávarútvegs- fyrirtækja koma frá erlendum mörkuðum. Sé horft til þess að þau eru ekki á innlendum neyt- endamarkaði mætti ætla að Sam- keppniseftirlitið gæti verið til- tölulega fljótt að afgreiða skoðun sína. Sést það vel á mynd nr. 2 en Samkeppniseftirlitið hefur einmitt samþykkt þá samsetningu mat- vörumarkaðar hér á landi sem þar birtist. Á myndinni má sjá hlutfallslega skiptingu alls matvörumarkaðar á milli fyrirtækja samkvæmt tölum frá 2021. Sex aðilar eru með mest- allan markaðinn, þrír eru þar lang- stærstir. Já, aðeins þrír aðilar og hér er um að ræða alla sölu mat- væla til íslenskra heimila. Matvörusalan hér á landi var 220 milljarðar kr. árið 2021 og aðr- ir smærri seljendur (græni reit- Samþjöppun í sjávarútvegi? Eftir Svan Guðmundsson » Það er borin von að við náum vopnum okkar á alþjóðamarkaði ef stjórnmálamenn hér heima hafa það að meg- inmarkmiði að hindra hagræðingu í rekstri ís- lenskra sjávarútvegs- fyrirtækja. Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. og sjávarútvegs- fræðingur. svanur@arcticeconomy.com Mynd 3 Hlutfallsleg stærð 11 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja heims og sam- anlögð velta 39 stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi. Mynd 2 Hlutfallsleg skipting fyrirtækja á matvörumarkaðnum árið 2021. útvegur í harðri samkeppni við sjávarútvegsfyrirtæki um allan heim. Þar má finna gríðarstór fyrirtæki og það stærsta, Maruha Nichiro, var með veltu upp á nærri eitt þúsund milljarða kr. árið 2021. Samanlögð velta íslensku fyr- irtækjanna, sem eru í þessum samanburði, er nærri 350 millj- arðar kr. eins og áður sagði. Þetta eru hinar raunverulegu stað- reyndir málsins þegar samkeppni og samþjöppun íslensks sjávar- útvegs eru skoðuð. Mynd 3 er byggð á upplýsingum úr ársreikningum sjávarútvegsfyr- irtækja áranna 2020 og 2021 bæði hér og erlendis. Samanlögð velta 39 stærstu íslensku fyrirtækjanna nær að setja þau í níunda sæti meðal stærstu sjávarútvegsfyr- irtækja heims. Án efa eru fleiri er- lend fyrirtæki til sem ættu að vera á þessari mynd en þau eru í Kína, Rússlandi eða skráð á aflandseyj- um og því nær ómögulegt að fá upplýsingar um þau. Upplýsingar um íslensku fyrirtækin eru vel skráðar og opnar öllum almenn- ingi, því getur hver sem vill borið þetta saman og skoðað. Það er borin von að við náum vopnum okkar á alþjóðamarkaði ef stjórnmálamenn hér heima hafa það að meginmarkmiði að hindra hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Sú sam- keppni sem er framundan við al- þjóðleg risafyrirtæki kallar á breytingar ef við ætlum að tryggja áfram þá góðu stöðu sem við höf- um nú. Skráð almenningsfyrirtæki eins og Síldarvinnslan eru líkleg til að leiða þær breytingar eins og sést af kaupum þeirra á Vísi í Grindavík.urinn) á þessari mynd eru aðeins með rúmlega 10 milljarða sölu. Þannig að 95% af sölu matvöru til heimila landsmanna eru í höndum sex fyrirtækja. Stærðir erlendra sjávarútvegsfyrirtækja Til að setja þetta í enn frekara samhengi þá er íslenskur sjávar- Mynd 1 39 Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki með yfir milljarð í veltu og hlutfallsleg stærð þeirra. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur Það eru mörg tíð- indin sem fréttamiðlar landsins færa okkur dag hvern. Fyrir nokkru sagði frá því að gelt hefði verið á tvo karla sem héldu upp á hjónabands- afmæli sitt. Næstu daga vitnuðu fleiri um slíka hegðun. Það hef- ur löngum verið látið illa við þau sem ekki feta hina hefðbundnu slóð, eru áberadi eða örugg með sig. Það virðist ekki mega vera öðruvísi en fjöldinn og jafnvel öll steypt í ákveðið mót. Fólk á að fá að njóta sín eins og það er og á ekki að þurfa að búa við það að fá ekki að vera í friði með líf sitt eins og það vill lifa því. Þegar ég las ofan- greinda frétt var mér hugsað til orða pró- fessors dr. Þóris Kr. Þórðarsonar heitins sem skrifaði grein sem hann nefndi Lífsgildin og börnin. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júní 1983. Þar segir hann: „Kristinn siður hefur haft mótandi áhrif á ein- staklinga og þjóðir allt frá upphafi vega kristinnar sögu. Þegar krist- inn siður ruddi sér braut til áhrifa meðal þróttmikilla, heiðinna þjóða norðurálfu, mýkti hann skap manna, lægði ofstopa, dró úr hefnigirni og gæddi allt líf þjóð- anna siðfágun.“ Jafnframt segir hann: „Kristin mannskoðun geldur jákvæði sitt við hinu heilbrigða eðli mannsins, en hún bendir á hneigð mannsins til þess að neita allri ábyrgð á heill meðbræðra og systra. Kristin viðhorf viðurkenna manninn eins og hann er og reyna alls ekki að bæla hann, hvorki til- finngalíf hans né hneigðir, en benda samt á, að líf mannsins er líf í baráttu, er miðar að því að leiða fram hið góða.“ Í ljósi frétta um miskunnarlausa hegðun fólks við samferðafólkið og í ljósi orða prófessorsins verður mér spurn hvort svona sé komið fyrir í lífi þjóðar vegna skorts á kristinni miskunnsemi og mildi. Margir kjósa að fylkja ekki liði með kristinni trú og telja reyndar að trú sé ekki til opinberrar brúk- unar enda er trúfrelsi í landinu. Alþingi hefur þó sagt sitt um þá umgjörð sem þau vilja búa trúnni. Tvenn lög a.m.k. fjalla um trúar- lega umgjörð, annars vegar lög um trú- og lífsskoðunarfélög og hins vegar lög um þjóðkirkjuna. Í síð- arnefndu lögunum ætlast löggjaf- inn til þess að þjóðkirkjan haldi úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggi að allir landsmenn geti átt kost á henni. Skráð trúfélög skipta tugum og eru meðlimir í kristnum trúfélögum um ¾ lands- manna. Kristin gildi og viðmið ættu því að vera ofarlega í huga meirihluta landsmanna. Flestar innlendar fréttir tengj- ast ofneyslu áfengis eða fíkniefna, ljótri framkomu við náungann, of- beldi. „Miskunnsemi vil ég“ sagði frelsarinn forðum. Hvernig væri að taka hann á orðinu og leyfa náunganum að lifa hamingjusömu lífi í friði fyrir miskunnarlausum athugasemdum og verkum? » Í ljósi frétta um mis- kunnarlausa hegðun fólks við samferðafólkið og í ljósi orða prófess- orsins verður mér spurn hvort svona sé komið fyrir í lífi þjóðar vegna skorts á kristinni mis- kunnsemi og mildi. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Miskunnsemi 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.