Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 „Góður maís er eitt það besta sem við fáum! Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum keyptum við alltaf ferskan maís í hýðinu, létum hann liggja í bleyti fyrir eldun og hreins- uðum allt utan af honum. Eftir að maður byrjar að borða ferskan maís þá er nefnilega ekki aftur snúið skal ég segja ykkur, þetta er hreinlega ekki það sama og frosinn maís. Maís er oftast meðlæti en djúsí og góður maís sem þessi getur verið snarl, for- réttur eða hvað sem þið viljið! Er- lendis er til dæmis oft hægt að kaupa sér djúsí maís einan og sér í mat- arvögnum og þess háttar og þessi hér mun ekki svíkja ykkur! Grillaður maís með rjómaostasmyrju Uppskrift dugar fyrir 6 stykki 6 x ferskur maís 230 g Philadelphia-rjómaostur með lauk og graslauk 30 g rifinn parmesan-ostur 1 msk. lime-safi 1 tsk. Tabasco-sósa ½ tsk. hvítlauksduft ½ tsk. paprikuduft ¼ tsk. chilli-flögur Salt og pipar eftir smekk Smá smjör til penslunar Ferskur kóríander til að strá yfir í lokin Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn. Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri. Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni. Grillið í stutta stund á öllum hlið- um. Toppið síðan með vel af rjóma- ostasmyrju, parmesan og smá chilli- flögum ef þið þorið. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Magnað meðlæti Maís passar einstaklega vel með öllum grillmat. Grillaður maís með rjómaostasmyrju Maís er það meðlæti sem flestir tengja við grill. Góður vel grillaður maís passar með öllum grillmat og bragðast einstaklega vel. Hér er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem galdrar fram maís sem hún hjúpar með rjómaosti og tilheyrandi. „Ég elska þessi kjúklinga- spjót og geri þau reglulega fyrir okkur fjölskylduna. Þau eru algjör bragðbomba og ég gæti drukkið satay-sósuna. Ef þú ert fyrir satay þá verð- urðu að prófa þessa! Grilluð satay-kjúklingaspjót Fyrir 2-3 600 g kjúklingalæri (skinn- og beinlaus) 2 msk. taílensk karríblanda/ Kryddhúsið 100 g litlar agúrkur 1 stk. rautt chili 5 g kóríander 20 g salthnetur 1 dl kókosmjólk 50 g hnetusmjör 1 tsk. sojasósa 1 msk. púðursykur 2 tsk. rautt karrímauk/Thai choice 1 stk. límóna 150 g rauðkál 4 stk. grillpinnar Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín. áður en elda á matinn. Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og taí- lenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín. Setjið kókosmjólk, hnetu- smjör, sojasósu, púðursykur, rautt karrímauk, 0,5 dl af vatni og kreistu af límónusafa í lítinn pott og stillið á miðl- ungshita. Hrærið í þar til sós- an er byrjuð að þykkjast og allt hefur samlagast. Ef sósan þykkist of mikið má þynna hana með ögn af vatni. Smakkið til með salti. Þræðið kjúklinginn á spjót- in og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín. en snúið á 2 mín. fresti. Saxið hnetur, sneiðið rauð- kál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið ag- úrkur. Penslið kjúklingaspjótin með satay-sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnet- um yfir. Berið fram með auka satay-sósu til hliðar og hrís- grjónum ef vill. Grilluð satay- kjúklingaspjót Meistari Snorri Guðmunds hjá Mat & myndum á heiðurinn af þessari skemmtilegu uppskrift hér sem hann segir að sé algjör bragðbomba. Kjúklingur er alltaf vinsæll á grillið og settur í þennan búning hér að hætti Snorra verður hann algjörlega ómótstæðilegur. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson Bragðbomba „Ég elska þessi kjúklingaspjót og geri þau reglulega fyrir okkur fjölskylduna," segir Snorri. - Hreinsaðu grillið áður en þú byrjar. Sumir kjósa að hita grillið fyrst og brenna þannig af því og renna svo yfir með bursta. Hvort heldur sem er þá er nauðsynlegt að renna yfir grindurnar áður en maturinn fer á. - Passaðu að grillið sé orðið vel heitt. Það er stranglega bannað að setja matinn á kalt grillið og láta það hitna. - Olíuberðu grindurnar svo að maturinn festist ekki við. Það er sorglegt að eyðileggja góðar grillrákir með klaufaskap. - Ef þú ert með stórt grill getur þú svæðaskipt hitanum; haft aðra hliðina heitari fyrir prótein og hina á tempraðri hita fyr- ir meðlæti. - Notaðu stáláhöld, alls ekki plast. Plast bráðnar, getur losað efni yfir í kjötið og almennt þykir það ekki gott til afspurnar að vera plastgrillari. - Passaðu upp á að allur matur sem fer á grillið sé við stofu- hita. Kaldur matur á ekkert erindi á grillið. Það ruglar eld- unartímann og stuðlar að ójafnari eldun. -Ekki vera grillníðingur. Það er ekkert sorglegra en fólk sem fjárfestir í forláta grilli fyrir fleiri hundruð þúsund en sleppir því að kaupa hlíf eða nennir ekki að setja hana á eftir að grillið hefur kólnað. Slík hegðun skilgreinist sem hámark metnaðarleysisins. Góður grillari fer vel með grillið sitt og notar það svo árum skiptir. -Ekki færa matinn til á grillinu, eða eins lítið og þú getur. Leyfðu matnum að vera á sínum stað og fá á sig fallegar rákir. - Ekki kremja kjötið á grillinu. Sú ranghugmynd að það eigi að þrýsta kjötinu á grindina er gjörsamlega glórulaus. Þetta er gert til að kreista safann úr kjötinu og reyna að flýta eld- uninni. Þetta eru hins vegar léleg vinnubrögð og ekki til eft- irspurnar. -Fjárfestu í góðum áhöldum. Það er galið að kaupa fokdýrt grill og grilla svo með heimilisgafflinum. Góðar tangir og góð- ur spaði eru lykilatriði til að auðveldara sé að meðhöndla mat- inn og við mælum heilshugar með slíkum búnaði. Grillboðorðin 10 Til að tryggja að grillmáltíðin heppnist sem allra best er gott að vera með boð- orðin tíu á hreinu. Ljósmynd/Colourbox

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.