Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.07.2022, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 ✝ Jón I. Tryggva- son fæddist á Kaldranesi á Ströndum 13. októ- ber 1948. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 4. júlí 2022. Foreldrar hans voru Tryggvi Bjarnason, fæddur á Bassastöðum á Ströndum 22. jan- úar 1917, dáinn 13. október 1997, og Arnfríður Kristbjörg Benediktsdóttir, fædd 1. september 1926 á Brúará á Ströndum, dáin 2. mars 2007. Systkini Jóns eru: Svanur Tryggvason, f. 20. mars 1945, og Anna G. Tryggvadóttir, f. 7. október 1951. Maki Jóns var Guðbjörg I. Jóhannesdóttir, f. 6. janúar 1950. Börn þeirra eru Margrét Jónsdóttir, f. 18. júlí 1968, maki Jón Helgi Bragason, f. 11. desember 1967, Halldór Jónsson, f. 8. febrúar 1973, maki Sólveig Sam- úelsdóttir, f. 16. júlí 1972, Steinar Jóns- son, f. 7. júlí 1980. Fyrir átti Jón Arn- fríði Evu Jónsdóttur, f. 2. sept- ember 1965, maki Atli Örn Jóns- son, f. 8. október 1960, móðir Arnfríðar er Fanny Laustsen. Barnabörn Jóns eru þrettán og langafabörnin þrjú. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dag, 14. júlí 2022, klukk- an 13. Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns sem við kveðjum í dag. Fyrstu kynni mín af Jóni voru fyrir rúmum 40 árum þegar við Addý fluttum til Reykjavíkur. Í mínum huga var hann hinn full- komni tengdafaðir, traustur bakhjarl og vinur sem alltaf var gott að leita til. Hann var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálpar- hönd, einstaklega laghentur og hjálpsamur og alltaf mættur með stóru verkfæratöskuna. Við gerðum snemma samkomulag okkar á milli að hann sæi alltaf um alla rafmagnsvinnu á okkar heimili, hann sá það mjög snemma að þau verkefni væru betri í hans höndum. Seinna meir fór hann að kenna mér meira og treysti mér smátt og smátt en alltaf var hann nálæg- ur til að grípa inn í. Svo voru líka ófáar stundir í spjalli um fótbolta svo ekki sé minnst á bílaáhugann. Hann hafði mikið yndi af bílum og duglegastur allra við að þvo og bóna. Ég man satt best að segja ekki eftir því að hafa séð hann á skítugum bíl. Fara bílasölurúnt og fylgj- ast með fasteignasölum var líka mikið áhugamál. Það skorti aldrei umræðuefnin. Hjálpsemi og ósérhlífni er lýsing sem allir sem kynntust Jóni þekkja, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öðr- um og alltaf mættur þegar þurfti. Það lýsir honum vel að þegar hann var farinn að vinna sjálfstætt var það að rukka fyrir vinnu eitt það erfiðasta sem hann gerði. Það lýsir honum vel. Sú barátta sem Jón háði síðustu þrjú ár sýndi mjög vel hvað í honum bjó, hetjuleg barátta, mikill kraftur og þrjóska. Með söknuði í hjarta er gott að rifja upp og ylja sér við dýrmætar minningar um góðan vin, og okkar yndislegu samverustund- ir sem við Addý, Daníel Örn og Andri Þór þökkum fyrir. Atli Örn Jónsson. Í dag kveðjum við þennan öð- ling, tryggan og góðan vin til fimmtíu ára, með þakklæti fyrir svo fjöldamargar ánægjustund- ir saman. Nú hvílist um stund þessi starfsama hönd á ströndinni ókunnu nýju. Í víddinni nýju svo nemurðu lönd, nærður af guðdómsins hlýju. Við hittumst þar bráðum í sumri og sól við sjúkdóma lausir og meinin. Verum þá kátir og komnir á ról, En krossmarkið letrað á steininn. Ég kveð þig nú, vinur, með klökkva í lund, Kistuna signi ég þína. Þér skal ég votta á þessari stund þakklæti og virðingu mína. (Kristján Árnason) Elsku Didda og fjölskylda, innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Þorkell og Stefanía (Doddi og Bebba) Jón I. Tryggvason ✝ Helga Guðjóns- dóttir fæddist 23. maí 1935 að Hróarsholti í Flóa. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum 5. júlí 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Guðjónsson bóndi á Bollastöðum, f. 18.6. 1908, d. 27.9. 2001, og Kristín Guðmunds- dóttir húsfreyja þar, f. 13.10. 1901, d. 10.3. 1988. Helga var næstelst af fjórum systkinum og átti einn uppeldisbróður. Systk- ini Helgu eru Sigríður Guðjóns- dóttir, f. 25.1. 1933, d. 26.11. 2021, Gróa Steinunn Guðjóns- dóttir, f. 5.6. 1936, og Ólafur Guðjónsson, f. 16.9. 1938. Frændi Helgu, Bragi Antons- son, f. 22.2. 1949 kom barn að Bollastöðum í Hraungerðis- hreppi og ólst þar upp. Á æsku- árunum var hún einnig töluvert á nágrannabænum Langholts- parti hjá föðursystur sinni Ey- rúnu og manni hennar Sveini Jónssyni. Árið 1955 útskrifaðist Helga frá Samvinnuskólanum sem þá var enn í Reykjavík og var þar í bekk með Helga eiginmanni sín- um. Þau fluttu á Selfoss og bjuggu á nokkrum stöðum í þorpinu áður en þau reistu sér einbýlishús að Lyngheiði 20, fluttu þar inn 1959 og býr Helgi þar enn. Helga starfaði á skrif- stofu Mjólkurbús Flóamanna en einnig á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga. Hún var síðan verk- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands í um aldarfjórðung. Helga átti margvísleg áhuga- mál og í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur kristallaðist ást hennar á náttúrunni og sveitinni, gestrisni og gleði af mannlegum samskiptum. Útför Helgu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 14. júlí, klukk- an 13.30. Jarðsett verður í Hraungerðiskirkjugarði. aldri í fóstur að Bollastöðum og ólst þar upp. Helga giftist Helga Guðmunds- syni frá Súluholti í Flóa þann 25. febr- úar 1961. Börn þeirra eru: 1) Vil- borg, f. 6.1. 1962, maki Jónas Magnús Andrésson, f. 11.4. 1960. Synir þeirra eru Helgi Gunnar og Sigurjón Guðbjartur. 2) Sveinn, f. 18.6. 1967, maki Kristín Guðbrands- dóttir, f. 11.4. 1974. Dætur þeirra eru Þórkatla og Dýrleif Birna. Sonur Sveins frá fyrra hjónabandi er Ívar Elí. Maki hans er Kristín Björg Sigurvins- dóttir og sonur þeirra Ágúst Elí. Helga fluttist um eins árs gömul með foreldrum sínum að Mamma var í essinu sínu þegar hún var með mörg járn í eldinum, hvort sem það var í Lyngheiðinni, á Bollastöðum eða í Langholts- partinum. Hún fór þá hratt yfir, hitti marga og kom miklu í verk. Mamma átti langa og farsæla ævi og í um 70 ár var hún samferða pabba í lífinu. Þau elskuðu hvort annað af öllu hjarta. Missir pabba er því mikill og við systkinin syrgj- um móður sem elskaði okkur skil- yrðislaust. Mamma var líka alltaf til staðar fyrir mig og Kristínu og barnabörnin veittu henni mikla gleði. Langömmustrákurinn Ágúst Elí var svo ljósgeisli sem gladdi enn frekar á ævikvöldinu. Mamma lét sig varða velferð samferðafólks síns og hjálpaði mörgum á lífsleiðinni. Hún þvoði þannig tóbaksklúta frá nafna mín- um Sveini í Langholtsparti en líka keppnisbúninga af yngri flokkum Selfoss í knattspyrnu. Hún naut þess að vera í sveitinni, reka og rýja kindur og draga þær í dilka í réttunum. Í gegnum árum voru það ótalmargir sem borðuðu rétt- asúpuna á Bollastöðum og mamma lagði metnað í þá matseld – líka í Lyngheiðinni – enda klikk- aði súpan aldrei. Hestar og hesta- mannamót voru hennar líf og yndi og stundum fékk ég að fljóta með í þær ferðir. Aldrei gleymist t.d. landsmótið á Hellu árið 1980 þar sem við sátum í brekkunni og Hekla byrjaði að gjósa í miðri gæðingasýningu. Heimili mömmu og pabba var alltaf opið vinum mínum og aldrei var kvartað þó það væri hækkað í græjunum á efri hæðinni eða þegar við lögðum stofuna undir vídeógláp. Mamma lagði mér lið í fyrstu skrefunum á braut fréttamennsku og útgáfu- starfsemi enda fylgdist hún alltaf grannt með fréttum og þjóðfélagsmálum. Hún hafði skýr- ar pólitískar skoðanir, var með ríka réttlætiskennd og vildi að í samfélaginu gæti fólk notið ávaxt- anna af vinnu- og framtakssemi en líka að þeim sem stæðu höllum fæti væri komið til hjálpar. Mamma og pabbi eru af þeirri kynslóð sem byggði upp Selfoss. Fólk sem var fætt í sveitunum í kring og fluttist svo í þetta bæj- arfélag sem í raun var þá að slíta barnsskónum. Mamma vann þannig á skrifstofunni í gamla Mjólkurbúinu – húsinu sem nú hefur verið endurbyggt í nýja miðbænum en líka á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga. Lengst vann hún þó hjá þriðja máttar- stólpanum í atvinnulífi Selfoss á þessum tíma, Sláturfélagi Suður- lands. Hún var verkstjóri í vamba- hreinsun og þar naut sín drifkraft- urinn sem hún hafði til að bera en líka hæfni í mannlegum samskipt- um. Mamma kom eins fram við alla, hvort sem það voru forstjórar eða farandverkafólk. Mamma prjónaði ótal vettlinga um ævina og aðrar flíkur auk þess að hekla og sauma út af listfengi. Hún hafði yndi af tónlist og að ferðast, hvort sem það voru lengri eða styttri ferðir. Fjallahringur- inn á Suðurlandi var í miklu upp- haldi hjá henni og náttúran var griðastaður – ekki síst í Flóanum sem var henni kær. Ég á eftir að sakna þess að tala við mömmu um barnabörnin, pólitík og margt fleira sem bar á góma hjá okkur. Ég var strákurinn hennar og fyrir það er ég þakklátur. Hvíl í friði elsku mamma. Þinn sonur, Sveinn. Með ást og hlýju minnist ég tengdamóður minnar, Helgu Guð- jónsdóttur. Hún var falleg, lífleg, rösk og skemmtileg kona sem gaman var að vera í kringum. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði sterkar pólitískar skoðanir. Það fór ekkert á milli mála hvort Helgu líkaði eitthvað eða ekki. Hún var mikill mannvinur og sér- staklega góð við þá sem minna máttu sín. Við tengdamæðgur deildum áhuga á garðyrkju og handavinnu. Helga var handlagin og var iðu- lega með eitthvað á prjónunum. Við fjölskyldan nutum svo sann- arlega góðs af því. Hún passaði upp á að við ættum nóg af ullar- sokkum og vettlingum. Íslenska hestinn, garðyrkju, blómstrandi lauka, handavinnu, íslensk fjöll, kjötsúpu, pönnukök- ur og gott kaffi tengi ég sterkt við minningu Helgu. Hún átti mikið af myndum frá sínum yngri árum og hafði yndi af að sýna okkur al- búmin sín. Þar var fjársjóður minninga og margar sögur rifjað- ar upp þegar flétt var í gegnum þau. Hún elskaði börnin sín og barnabörn og tók okkur tengda- börnunum afar vel. Hún gaf sér góðan tíma með barnabörnunum þegar þau komu í heimsókn. Það var spilað, þeim kennt að þekkja litina á hestum og heilmikið spjallað. Það var alltaf svo gott að koma í Lyngheiðina til Helgu og Helga, setjast við eldhúsborðið og spjalla yfir kaffibolla. Mér er það heiður að hafa fengið að vera samferða Helgu í lífinu í hart nær aldar- fjórðung og ég á eftir að sakna hennar. Kristín Guðbrandsdóttir. Ég á mér ótal minningar um hana ömmu, en ein af þeim sem stendur uppúr fyrir mér er af því þegar hún kenndi mér að gera laufabrauð. Ég og bróðir minn höfðum oft hjálpað henni að gera laufabrauð, en þá bara við að skera út, en hún hafði séð um að gera deigið, fletja út og svo steikja. En ég er mikill áhuga- maður um eldamensku, og lang- aði að kunna að gera þetta frá grunni, og féllst hún á að kenna mér. Á meðan ég hnoðaði deigið hugsaði ég hversu töff mér fynd- ist það að læra að búa til svona þjóðlegan rétt af ömmu minni, því ég taldi að uppskriftin hefði geng- ið kynslóð fram af kynslóð, til hennar og svo að lokum til mín. Ég spurði hana hvort svo væri ekki, en svarið sem ég fékk var langt frá því sem ég hafði ímynd- að mér, og brýndi fyrir mér að staðalímyndum er alls ekki treystandi. Amma hafði nefnilega fundið uppskriftina í tímariti. Vertu sæl elsku amma og takk fyrir allt, Helgi Gunnar Jónasson. Amma elskaði sögur, og í gegn- um hana hef ég lært mikið um sögu Flóans, fjölskyldu minnar, sjálfa mig og ekki síst um líf henn- ar. Amma sagði sögur fyrst og fremst í gegnum myndir. Þegar ég kom í heimsókn var hún dug- leg að draga fram þær ótal mynd- ir sem hún átti og segja frá liðinni tíð. Hún átti líka sínar uppáhalds- myndir sem lifnuðu við í hvert skipti sem ég sá þær því að með þeim öllum fylgdi ítarleg og áhugaverð saga sem erfitt er að gleyma. Inni í eldhúsi gat amma djöfl- ast lengi við að elda hina full- komnu kjötsúpu, undirbúa kaffi eða spila lúdó með okkur systr- um. Á meðan var hlustað á út- varpssögur um allt frá pólitík nú- tímans til Edith Piaf. Útvarpið var alltaf skrúfað í botn og þar með var ekkert annað í boði en að hlusta og öðlast einhverja nýja þekkingu. Þar að auki fékk ég alltaf að heyra hvað ömmu fannst um efnið sem var tekið fyrir, enda var hún kona með sterkar skoð- anir og óhrædd að láta í sér heyra. Þegar ég var hjá ömmu fékk ég að upplifa heiminn á nýjan hátt með því að minnast. Myndir, sögur, kvæði og orðatiltæki var leið ömmu til að deila reynslu sinni og þekkingu með okkur. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hún hafði svo mikla ástríðu fyrir því vegna þess það leyfir okkur að segja sögu hennar. Þórkatla. Það fór ekki mikið fram hjá Helgu Guðjónsdóttur. Hún var fróð og vissi mikið um íslenska tungu, sögu, gróður og hesta og var hún tilbúin að segja þér frá því öllu ef að þú myndir spyrja. Amma vissi hvað var einu sinni mýri, hver gerði hana að frjóu landi, hvar afkomendur þeirra bænda væru í dag og hvað henni fannst um það allt saman. Hún var tilbúin að leggja dugnað í allt sem hún tók að sér en var líka tilbúin að verja tíma og um- hyggju í að prjóna handa mér eða öðrum vettinga eða elda kjötsúpu þegar maður þyrfti á því að halda. Það var gott að spjalla við ömmu og hún var mér náin. Dýrleif Birna. Nú er hún amma Helga dáin og fyrst að ég kann ekki að skrifa minningargrein þá tel ég það vera best að segja litla sögu um hana. Það var alls ekki fyrir svo löngu að ég komst að því að hún amma neitaði að drekka úr svört- um bollum. Mér fannst þetta hálf skondið og það vaknaði í mér for- vitni um af hverju hún skyldi að- hyllast slíka reglu. Einn daginn ákvað ég að spyrja hana: „Amma, af hverju er það að þú villt ekki drekka úr svörtum bollum?“ Svarið sem hún gaf mér var að einu sinni hafi verið kona sem hafi eignast bollastell sem hafi verið samansett af svörtum bollum og gulum bollum. Konan henti öllum bollunum, bæði þeim svörtu og þeim gulu og var sagan ekki lengri en það. Síðan sagði hún amma eitthvað um að þetta væru ekki góðir litir fyrir bolla. Og lengra náði útskýringin ekki heldur. Núna eftir á sé ég eftir því að hafa ekki spurt hana frekar varðandi þessa dularfullu hefð. Bless amma og takk fyrir allt saman. Sigurjón Guðbjartur Jónasson. Þegar Helga vinkona og ná- grannakona um langa tíð er öll koma ótal minningar upp í hugann og verður fæst af því sagt í stutt- um minningarorðum. Þau hjón Helgi og Helga byrjuðu að byggja á Lyngheiðinni sama vor og við Gulla og við vorum nágrannar lengi. Það varð strax vinskapur milli heimilanna sem haldist hefur til þessa dags. Þegar ég var feng- inn til að leiða framboðslista Al- þýðubandalagsins við sveitar- stjórnarkosningar vorið 1974 skipaði Helga sér í sveit með okk- ur vinstra fólki. Þar var hún í starfi árin 1974-1986 en það voru mín ár í sveitarstjórn. Helga var tillögugóð og gott að heyra hennar skoðanir og tillögur sem lausar voru við áreitni í garð annarra. „Ég verð alltaf sveitakona“ sagði hún eitt sinn við mig. Henni var alltaf annt um landbúnaðinn og hagi hans enda fædd og uppalin í sveit. Ein gamansaga kemur upp í hugann þegar ég minnist Helgu, en eftir henni var haft: Það eru mínar sæl- ustu stundir þegar hann Sigurjón er í baði! Þannig var að eldhús- glugginn hjá Helgu og baðglugg- inn hjá mér stóðust á. Gæti því þessi yfirlýsing Helgu virkað eins og mér bregði fyrir nöktum í bað- glugganum! Nei, sælan fólst í því að ég söng hástöfum í baðinu, var í 1. tenór í karlakórnum og þandi mig upp úr öllu valdi í baðinu. Það voru gagnkvæmar heim- sóknir milli heimila okkar og hist á góðum stundum. Eitt sinn eftir að við Helga vorum hætt þátttöku í bæjarmálum komu hagstæð kosn- ingaúrslit. Þá kom Helga með eð- alvín á pela og staup og tók eitt staup heima hjá okkur Gullu. Helga hefir áreiðanlega ekki tekið nema eitt staup við hátíðleg tæki- færi því hún var hófsmanneskja í því eins og öðru. Þegar hallaði undir fæti með heilsuna hjá Helgu fékk hún vist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þá skall kórónuveiran yfir og var ekki um heimsóknir að ræða nema frá þeim nánustu. Einu sinni náði ég að heimsækja Helgu, þá fann ég að líkamlegi mátturinn hafði bilað talsvert en hún var andlega hress. Góð kona er gengin. Mæt er minning hennar. Við hjónin færum nánustu að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurjón Erlingsson. Helga Guðjónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést sunnudaginn 10. júlí á öldrunardeild Vífilsstaða. Útförin fer fram í Garðakirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ævar Harðarson Gerður Tómasdóttir Gunnar Örn Harðarson Anna Kristinsdóttir Birgir Harðarson Sif Hauksdóttir Hörður Már Harðarson Guðfinna Dröfn Aradóttir Elsku hjartans bróðir okkar, mágur og frændi, REYNIR RÍKARÐSSON, Viðarrima 42, Reykjavík, lést laugardaginn 2. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13. Heimir Ríkarðsson Hildur Ríkarðsdóttir Ellert Már Jónsson Steinberg Ríkarðsson Ingimundur Bergmann Þórunn Kristjánsdóttir systkinabörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.