Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 45

Morgunblaðið - 14.07.2022, Side 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 „ÞETTA ER YNDISLEGT. ÉG VAR FARIN AÐ HALDA AÐ ÉG GÆTI ALDREI AFTUR EYTT FÁRÁNLEGA MIKLUM PENINGUM Í EINA MÁLTÍÐ.“ „ÉG HÆTTI KANNSKI AÐ ÖSKRA EF ÞÚ SLEPPIR HENNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kúra inni í rigningunni saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SVEINKI ER AÐ FYLGJAST MEÐ ÞÉR GAMAN SVEINKI? EKKI ÉG HELDUR! EKKI GLEYMA MARAÞONHLAUPUM OG SKEMMTISKOKKI! VIÐ ÞOLUM ÞAÐ EKKI HELDUR! ÉG ÞOLI EKKI ÞETTA LÍFSGÆÐA- KAPPHLAUP! formaður hjá hugbúnaðarfyrir- tækinu Leviosa sem ætlar sér að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að bæta vinnulag sitt með nýjum hugbún- aðarlausnum. „Leviosa vill hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að verja meiri tíma með sjúklingum og minni tíma í tímafrekar skráningar.“ Þorsteinn á sér fjölmörg áhuga- mál en á meðal þeirra sem átt hafa hug hans undanfarin ár eru ljós- myndun, matur, eldamennska, jazz- gítarleikur og karate en þá íþrótt hefur hann iðkað undanfarin ár og náð sér í svartbeltisgráðun (2. dan) auk þess að vera formaður karate- deildar Fjölnis og dómari hjá Ka- ratesambandi Íslands. Þetta ár er tími fögnuða hjá Þorsteini. „Ég á þetta fimmtugsafmæli, en mér finnst eiginlega meira til þess koma að fagna á árinu 30 ára sam- vistum með Herdísi, konunni minni. Við fórum að skjóta okkur saman ung að árum og rómantíkernum í mér þykir ósköp vænt um að vera í þeirri stöðu að geta sagst eiga svona langt samband að baki með þessari dásemdarkonu minni.“ Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Herdís Rán Magnúsdóttir, f. 18.2. 1973, for- stöðumaður þjónustu- og mann- auðssviðs hjá VR. Þau eru búsett í Grafarvogi og eiga þrjú börn: Alma Sól Þorsteinsdóttir, f. 10.6. 2001, lög- fræðinemi. Maki hennar er Atli Þór Edwald Kristinsson, sölumaður og nemi í rekstrarverkfræði og tölv- unarfræði, Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, f. 27.10. 2005, nemi, og Benedikt Ar- on Þorsteinsson, f. 3.2. 2012, nemi. Systkini Þorsteins eru: Steinar Guð- mundsson, f. 27.5. 1977, vörustjóri hjá Novomatic Lottery Solutions, Kópavogi, Gunnhildur Guðmunds- dóttir, f. 8.5. 1982, sérfræðingur hjá Ás styrktarfélagi, Kópavogi, og Berglind Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1983, sérfræðingur hjá Landhelg- isgæslunni, Álftanesi. Foreldrar Þorsteins eru hjónin Guðmundur Magni Þorsteinsson, f. 5.12. 1952, húsasmíðameistari, og Lilja Björk Ólafsdóttir, 27.2. 1953, MEd, leikskólakennari/-stjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Þorsteinn Yngvi Guðmundsson Arndís Magnúsdóttir húsfreyja í Lækjarskógi Guðbrandur Kristjón Guðmundsson bóndi í Lækjarskógi í Laxárdal Helga Áslaug Guðbrandsdóttir húsfreyja og bóndi í Sólheimum Ólafur Ingvi Eyjólfsson bóndi í Sólheimum Lilja Björk Ólafsdóttir MEd, leikskólastjóri /-kennari í Reykjavík Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Sólheimum Eyjólfur Jónasson bóndi í Sólheimum Ketilríður Gísladóttir ljósmóðir, síðast á Skógum, Reykhólasókn,A-Barð. Björn Jónsson trésmiður á Ísafirði, síðar bóndi á Skógum í Þorskafirði Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir síðast búsett á Hólmavík Þorsteinn Gunnar Guðbjörnsson sjómaður á Hólmavík Katrín Kristín Guðmundsdóttir ljósmóðir og húsfreyja í Bjarnarnesi og á Hólmavík Guðbjörn Bjarnason bóndi í Bjarnarnesi, síðar verkamaður á Hólmavík Ætt Þorsteins Yngva Guðmundssonar Guðmundur Magni Þorsteinsson húsasmíðameistari í Reykjavík Á Boðnarmiði fer Guðmundur Arnfinnsson með „Orð dags- ins“: Sumardagar ljósir líða, ljómar sólin skamma hríð, flestir munu kulda kvíða, komi aftur vetrartíð, vilja helst að vorsins blíða vari bæði ár og síð. Látum okkur lífsins njóta, lifa bjartsýn hverja stund. Því er sérhvert bros til bóta, barni réttum hlýja mund, þá má sól í sinni hljóta, sofna’ að lokum væran blund. Ég get ekki stillt mig um að birta þetta fallega ljóð eftir Dagbjart Dagbjartsson með skýringum hans: „Ungur að árum og ennþá vit- lausari en ég er í dag eignaðist ég gráan hest og stuttu síðar rauð- stjörnóttan. Það var mitt happ en ekki þeirra því ekki voru þeir geymdir í traföskjum. Hins vegar hafa þeir orðið mér nokkurt viðmið um gæði hesta en skaparinn notar aldrei sama mótið tvisvar. Árið eft- ir að grái klárinn var felldur urðu þessar vísur til og ekki átakalaust. Rétt að þær komi hér í minningu þeirra beggja því báðir voru þeir eftirminnilegir. Gæti skeð að Guð- laug Birgisdóttir muni eitthvað eft- ir þeim: Alltaf kemur aftur vor. Enn eru slóðir farnar. Yfir Grána gengin spor gróa minningarnar. Eitt sinn skilur okkar leið úr því lífið dvínar. Fyrir marga fantareið færðu þakkir mínar. Ekkert virtist upp í mót, engin holt né klappir, þegar yfir gjár og grjót Grána flugu lappir. Þó hestur komi hests í spor og haustsins fannir bláni, það verður alltaf annað vor og ekki sami Gráni.“ Hólmfríður Bjartmarsdóttir orti eftir helgina: „Ekki stóð nú blíðan lengi við“: Úti er regn og úfinn sjór öllum þrotinn kraftur. Sumar kom og sumar fór svo kom vetur aftur. Hallmundur Guðmundsson um „Lífsdansinn“: Þó ég latur lítið eitt lífið þurf’ að bera, þá alla daga yfirleitt; – ekkert nenn’ að gera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veðrið og orð dagsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.