Morgunblaðið - 14.07.2022, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2022
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Heimsfaraldurinn frestaði Feneyja-
tvíæringnum í myndlist um eitt ár
en við að skoða hverja sýninguna á
fætur annarri í eyjaborginni hrífandi
og hrörlegu í sumar, var að vissu
leyti eins og ekkert hefði komið upp
á; það var sami mannfjöldinn á torg-
um, troðningur í stætóbátana og
sýningar um alla borg. Misáhuga-
verðar, svo sannarlega, og margir
gesta með grímur og það sums stað-
ar skylda, en lífið heldur áfram og
tvíæringurinn heldur áfram að vera
eitt merkilegasta og mikilvægasta
sjónarspil myndlistarheimsins.
Tvíæringurinn stendur í rúmlega
hálft ár og er tvískiptur. Annars
vegar er það aðalsýningin sem hlotið
hefur mikið og einróma lof að þessu
sinni og er alltaf sett upp bæði í
ítalska skálanum á sýningarsvæðinu
í Giardini og í Arselane, gríðarstórri
byggingu sem Feneyjaflotinn nýtti
um aldir. Hins vegar eru það þjóðar-
skálarnir, það sérstaka og einstaka
fyrirbæri en það er aðeins á tvíær-
ingnum sem þjóðir setja upp sér-
staka sýningu undir sínum hatti með
þessum hætti, rúmlega 90 þjóðir að
þessu sinni. Oftast er um sýningu á
verkum eins listamanns að ræða,
stundum þó tveggja eða fleiri, eða
listamannasamlags af einhverju
tagi. Rúmlega helmingur þjóðar-
skálanna er kringum aðalsýninguna,
í Arsenale og í Giardnini, en hinar
þjóðirnar þurfa að leigja sér alls-
kyns hús, sali og kompur úti í borg-
inni, á hinum ýmsu eyjum, til að
sýna verk sinna útvöldu. Og það get-
ur verið snúið að finna sýningarnar
þótt reynt sé að vísa áhugasömum á
þær með ýmsum hætti.
Sá íslenski á frábærum stað
Um árabil leigði Ísland lítinn og
vinalegan skála Finna, sem Alvar
Aalto hannaði, og er í Giardini. En
svo tóku Finnar hann aftur yfir und-
ir eigin sýningar og marga tvíæringa
var íslenski skálinn úti í borg, mis-
langt frá meginstraumnum. Þótt
sýningarnar væru margar áhuga-
verðar og sumar framúrskarandi, þá
koma mun færri gestir í þjóðarskál-
ana utan meginsvæðanna. Því er það
fagnaðarefni að nú í fyrsta skipti er
íslenski skálinn við Arsenale, á
framúrskarandi stað, og í honum af-
ar vel heppnuð og sterk sýning Sig-
urðar Guðjónssonar, myndbands-
innsetningin Ævarandi hreyfing.
Hefur sýningunni verið vel tekið og
valdi rýnir Financial Times skálann
meðal annars sem einn fimm bestu.
Þjóðarskálarnir eru alltaf afar
fjölbreytilegir, flestir einkennast af
listrænum metnaði, ólíkum smekk
vissulega og fjölbreytilegri hug-
myndafræði. Alltaf eru hræðilegar
sýningar í sumum þeirra, finnst
manni, og þá eru einhverjir eins og
kjánalegar landkynningarskrifstof-
ur stjórnvalda í þeim löndum. Mjög
fjarri því að hafa eitthvað til mál-
anna að leggja um stefnur og
strauma í áhugaverðri samtíma-
myndlist. Samtímalistin er vitaskuld
afar fjölbreytileg og engir afgerandi
hugmyndafræðilegir straumar í
gangi – það endurspegla þjóðar-
skálarnir vel. Og gott dæmi um það
er löng byggingin sem íslenski skál-
inn er í; í henni eru 12 þjóðarskálar
og áður en komið er að stílhreinni og
agaðri sýningu Sigurðar er gengið
gegnum óreiðukenndan skála Lett-
lands þar sem listamannahópur
vinnur með postulín á æði kits-
kenndan hátt, og hinum megin við
íslenska skálann er svo mikilfengleg
innsetning Möltu þar sem bráðið
stál dropar niður í sjö dimm ker og
byggist verkið á uppstillingunni í
stærsta verki Caravaggios, altaris-
töflunni stórkostlegu Afhöfðun
Jóhannesar skírara sem hann mál-
aði í dómkirkjuna í Valetta árið 1608.
Áhrifamikil verk Alys
Við upphaf hvers tvíærings er
dómnefnd falið að fara í alla skálana
og veita þeim besta, að hennar mati,
Gullna ljónið. Gagnrýnendur höfðu
spáð því að annaðhvort rölti ljónið til
Simone Leigh í bandaríska skálan-
um – hún er fyrsta svarta konan sem
er boðið að sýna þar fyrir hönd þjóð-
arinnar, eða til Francis Alys í þeim
belgíska, sem báðir eru framúrskar-
andi, en það endaði í þeim breska. Í
honum er innsetningin Feeling Her
Way eftir Sonia Boyce, áhugaverð
og heildstæð sýning með sérhönn-
uðu veggfóðri, gylltum strúktúrum
og myndböndum sem sýna fjórar
svartar konur mætast í hljóðveri og
syngja saman í fyrsta skipti, í upp-
tökum þar sem í senn birtast frelsi,
viðkvæmni og kraftur. Skáli Leigh
fannst mér áhrifaríkari; hún hafði
sett afrískt stráþak á nýklassískan
skálann og komið fyrir í honum
stórum skúlptúrum úr leir og bronsi
sem vísa í afrískar hefðir og líkama
og stöðu kvenna. Þess má geta að
Leigh hreppti Gullna ljónið fyrir
besta verkið, risastóran brons-
skúlptúr, Brick House, sem er á
aðalsýningunni í Arsenale.
Áhrifamesti skálinn fannst mér þó
vera sá belgíski með hrífandi og um-
hugsunarverðri innsetningu Alys. Í
meira en tvo áratugi hefur listamað-
urinn, sem er í hópi þeirra áhrifa-
mestu í samtímalistinni, kvikmynd-
að börn að leik víða um lönd, jafnt í
öryggi Norðurlanda sem á stríðs-
hrjáðum svæðum heimsins. Í skál-
anum eru sýnd á annan tug þessara
myndbanda, í vel mótaðri innsetn-
ingu, og sýna á hjartnæman hátt að
börn leika sér sama hverjar aðstæð-
urnar eru og leikföngin þurfa ekki
að vera flókin; í Afríku veltir dreng-
ur dekki upp fell og rúllar sér niður í
því, stelpa hopppa um borg í Kína og
gætir þess að stíga ekki á strik, í
Belgíu láta börn snigla keppa og í
Noregi leika börn sér í snjónum.
Umhverfi leikjanna sýnir ólíka að-
stöðu barnanna, sum eru í hroðaleg-
um sundursprengdum heimi og það
er undirstrikað í tveimur mikilvæg-
um litlum sölum þar sem Alys sýnir
lítil málverk af börnum að leik sem
hann hefur unnið samhliða. Lista-
maðurinn leyfir öllum sem vilja að
hlaða myndböndunum niður og ættu
þessi verk að vera skylduáhorf í
grunnskólum, þau munu alls staðar
vekja athygli, gleði og jafnframt
mikilvægar umræður um lífið,
bernskuna og mennskuna.
Versta blanda þjóðarskála?
Eins og fyrr segir þá kennir held-
ur betur ólíkra grasa í þjóðarskál-
unum. Sumar sýninganna eru
áhugaverðar, einhverjar verulega
góðar, aðrar hræðilegar. En engu að
síður er ferðalagið á milli þeirra allt-
af áhugavert, og þarf að taka sér
nokkra daga í það. Gagnrýnandi The
New York Times hafði allt á hornum
sér í umfjöllun um þjóðarskálana að
þessu sinni, segir þá sýna hvað sam-
tímalistin hafi upp á fátt mikilvægt
að bjóða, og þetta sé versta blandan
sem hann hafi séð þau 20 ár sem
hann hafi heimsótt Feneyjatvíær-
inginn. Jafnvel bregðist þar lista-
menn sem séu venjulega fyrsta
flokks og sýni óáhugaverð verk.
Hann hrósar þó til að mynda skála
Póllands, þar sem eru gríðarstór
veggsaumsverk róma-listakonunnar
Małgorzata Mirga-Tas, og þeim
kanadíska þar sem Stan Douglas
hefur endurskapað í ljósmyndum
uppreisnir í ólíkum löndum árið
2011. Og báðir skálarnir eru meðal
hinna bestu, svo sannarlega, en fjöl-
breytileikinn og ójöfn gæðin eru líka
hluti af því sem gerir þetta fyrir-
bæri, þjóðarskála í myndlist, áhuga-
vert með kostum og göllum. Þetta er
einskonar samkvæmisleikur þjóða,
settur upp á tveggja ára fresti og
það er alltaf áhugavert og gaman að
fylgjast með leiknum.
Myndlistargrautur þjóðanna
- Að vanda kennir ýmissa grasa í
þjóðarskálum Feneyjatvíæringsins
Morgunblaðið/Einar Falur
Leikir Innsetning Francis Alys í skála Belgíu er framúrskarandi og umhugsunarverð; börn að leik víða um lönd.
Áhrifaríkt Í íslenska skálanum sýnir Sigurður Guðjónsson stóran fjölskynj-
unarskúlptúr, Ævarandi hreyfingu, sem hlotið hefur góða dóma rýna.
Valin best Sýning Sonia Boyce í breska skálanum hreppti Gullna ljónið.
Þar má fylgjast með fjórum konum mætast í hljóðveri og syngja saman.
Myndaflæði Í pólska skálanum sýnir Małgorzata Mirga-Tas, sem er af
róma-fólki komin, víðáttumikil og söguleg útsaumsverk sem þekja veggina.
Kentár? Í danska skálanum er svið-
sett ofurraunsætt furðudrama.