Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 3

Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 3
Neytendablaðið // Maí 2021 3 Ferðatryggingasjóði komið á fót Í upphafi kórónuveirufaraldursins gagnrýndu Neytendasamtökin áform stjórnvalda um lagabreytingar sem hefðu gert neytendum að gerast lánveitendur fyrir ferðaskrifstofur. Ekki síst fyrir baráttu samtakanna var fallið frá þeim áformum. Samhliða baráttunni gagnrýndu samtökin tilhögun trygginga ferðaskrif- stofa, meðal annars fyrir það hversu dýrar tryggingar væru vegna samlegðarskorts. Stjórnvöld hafa nú brugðist við og sett á fót sérstakan ferðatryggingasjóð. Sjóðurinn hefur það hlutverk að tryggja hagsmuni ferðamanna sem keypt hafa pakkaferð sem fellur niður vegna ógjaldfærni eða gjaldþrots seljanda. Ráðherra, samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og Neytendasamtökin tilnefna fulltrúa í stjórn sjóðsins. Neytendasamtökin fagna því hversu fljótt og örugglega stjórnvöld hafa brugðist við. Neytendablaðið - tölublöðum fækkar en blöðin stækka Neytendablaðið verður framvegis gefið út tvisvar á ári, vor og haust, en að sama skapi fjölgar blaðsíðum í hverju blaði úr 24 í 32. Þá hefst aftur birting á gæðakönnunum, sem eru mörgum lesendum að góðu kunnar, en Neytendasamtökin hafa verið aðilar að ICRT (International Consumer Research and Testing) um áratugaskeið. Undanfarin ár hefur verið gert hlé á aðild og var það m.a. liður í að koma rekstri samtakanna á réttan kjöl. Gæðakannanir eru veigamikill hluti af starfi allra neytendasamtaka enda veita þær neytendum mikilvægar og óhlutlægar upplýsingar um gæði á vörum. Er það von okkar að félagsmenn séu sáttir við þessa breytingu. Stjórn NS og aðalfundur Aðalfundur Neytendasamtakanna er haldinn í október ár hvert. Á síðasta aðalfundi var ný stjórn kjörin en í henni sitja: Auður Alfa Ólafsdóttir, Breki Karlsson, Guðjón Sigurbjartsson, Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Alexander Ólafsson, Helga Margrét Marzellí- usardóttir, Liselotte Widing, Páll Rafnar Þorsteinsson, Pálmey Helga Gísladóttir, Sigurlína G.(?) Sigurðardóttir, Snæbjörn Brynjarsson, Stefán Hrafn Jónsson og Þórey S. Þórisdóttir. Ekki barst framboð til formanns og var Breki Karlsson því endurkjörinn. Næsti aðalfundur verður haldinn í lok október og verður kosið um sex stjórnarsæti til tveggja ára. Framboð þurfa að berast eigi síðar en 15. september. Allar upplýsingar um aðalfund 2021 verður að finna á ns.is þegar nær dregur. Krefjast þess að fá fulltrúa í Úrvinnslusjóð Neytendasamtökin og Landvernd hafa sent sameiginlega umsögn vegna frumvarps umhverfisráðherra um hringrásarhag- kerfið (hollustu- og mengunarvarnir). Eru samtökin fylgjandi frumvarpinu sem þau telja vera mikilvægt skref í rétta átt. Hins vegar telja samtökin eðlilegt að þau eigi fulltrúa í Úrvinnslusjóði en þar sitja nú fulltrúar sveitarfélaga og atvinnulífsins. Gera samtökin kröfu um að fá einn fulltrúa hvor enda sé eðlilegt að rödd neytenda og umhverfisverndar heyrist. Hefur umhverfis- ráðherra einnig verið sent erindi sama efnis og hann hvattur til að styðja tillögu samtakanna.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.