Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 9

Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 9
Neytendablaðið // Maí 2021 9 Í máli sem fór fyrir Hæstarétt árið 2002 höfðuðu kaupendur mál gegn bæði seljanda og fasteignasala og fóru fram á bætur vegna gólfhalla. Engar upplýsingar um hallann voru tilgreindar á sölu- yfirliti og jafnvel þótt seljandi hefði ekki upplýst fasteignasalann um hallann fyrr en eftir samþykki kauptilboðs taldi Hæstiréttur að fasteignasalanum hefði borið að framkvæma sjálfstæða skoðun og tilgreina þá galla sem voru á eigninni í söluyfirliti. Eins var talið að seljandi hefði ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Bæði seljandi og fasteignasali báru því óskipta ábyrgð á tjóni kaupenda. Ertu að selja? Leitaðu tilboða! Eftirspurn eftir fasteignum er mikil um þessar mundir. Eignir seljast hratt og örugglega og því ætti samkeppni milli fasteignasala jafnframt að vera mikil sem stendur. Við hvetjum því seljendur til að semja við fasteignasölur um söluþóknun því mörg dæmi eru um að hægt sé að ná mun hagstæðari samningi en kemur fram í verðskrá. Getur fasteignasali gætt hagsmuna beggja? Fasteignasölum er gert að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda þótt að það séu augljósir hagsmunir fasteignasala að selja fasteign á sem hæstu verði og sem hraðast. Fasteignasali hefur auk þess að jafnaði verið í mun meiri samskiptum við seljendur en kaupendur. Án þess að draga heilindi eða hlutleysi í efa getur þetta þýtt að kaupendur beri síður traust til þess að úrlausn ágreinings sé á jöfnum grundvelli. Getur það í ákveðnum tilfellum leitt til þess að kaupandi sjái ekki annan kost færan en að leita liðsinnis lögmanns með tilheyrandi kostnaði. Til að jafna stöðuna gæti hugsanleg lausn verið sú að tveir fasteignasalar sæju um hverja sölu, annar á vegum kaupanda og hinn á vegum seljanda líkt og tíðkast í Danmörku. Umsýslugjaldið umdeilda Í dag er það fremur regla en undantekning að kaupendum fasteigna sé gert að greiða svo kallað umsýslugjald til fasteigna- sala. Gjaldið er réttlætt þannig að fasteignasali sinni ákveðnum verkefnum fyrir hönd kaupanda, svo sem þinglýsingu gagna, hagsmunagæslu og eftir atvikum milligöngu við lánastofnanir. Neytendasamtökin túlka lögin þannig að fasteignasalar geti ekki þvingað kaupendur til að greiða umsýslugjald vegna þjónustu sem kaupendur vilja sinna sjálfir, svo sem að koma gögnum í þinglýsingu. Þarna gildi einfaldlega meginreglan um samn- ingsfrelsi. Félag fasteignasala er á annarri skoðun og til þessa hefur ekki hefur fengist úr því skorið fyrir dómstólum hvort fasteignasölum sé stætt á að innheimta umsýslugjald.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.