Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 15

Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 15
Neytendablaðið // Maí 2021 15 með fyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnagreiningu. Í því tilviki var um að ræða smáforrit sem notað var til matarinnkaupa. Í einu skjáskotinu sást póstnúmer viðkomandi, en hægt er að ímynda sér hættuna ef önnur skjáskot upplýstu um notendanafn, lykilorð eða jafnvel kreditkortaupplýsingar. Clay Miller, yfirmaður hjá öryggisfyrirtækinu SyncDog, sem sérhæfir sig í öryggi farsíma, segir að þrátt fyrir að sum smáforrit séu hönnuð þannig að þau feli persónuupplýsingar frá öðrum forritum þá geti stýrikerfi símans haft áhrif á þær stillingar. Miller telur líklegustu skýringuna á því að auglýsingar birtist á netinu stuttu eftir að neytendur hafa kynnt sér vöru ekki vera þá að síminn hleri viðkomandi, heldur sé staðreyndin sú að mörg smáforrit, t.d. frá Google, sameini upplýsingar um notanda og búi til prófíl um hann. Prófíllinn er svo notaður til að birta sérsniðnar auglýsingar út frá því sem notandinn hefur verið að skoða. Sem dæmi; ef fólk leitar að sérstakri tegund af strigaskóm á Google, notar Google Maps til að rata í skóvöruverslun eða skráir sig á póstlista hjá skóverslun á Gmail-reikningi er mjög líklegt að skóauglýsingar birtist í Google Chrome-vafranum hjá viðkomandi. Þar sem Facebook er með hugbúnað sem leitar að gögnum er líklegt að sömu auglýsingarnar birtist einnig á Facebook-fréttaveitunni. Hvað getur þú gert? Ef þessi markaðssetning hugnast ekki neytendum geta þeir tak- markað aðgang fyrirtækja að vefsögu sinni með því t.d. að nota ekki sjálfvirkar innskráningarleiðir sem Google og Facebook bjóða, auk þess að nota ekki Chrome-vafrann, segir Miller. Fólk ætti að vera vakandi fyrir því hvaða aðgangsheimildir það hefur veitt smáforritum í símanum. Ef að telur að t.d. leikjasmáforrit þurfi ekki aðgang að myndavélinni eða hljóðnemanum á síman- um ætti að afturkalla hann. iPhone Til þess að sjá nákvæmlega hvaða leyfi þú hefur veitt tilteknu smáforriti á iPhone skaltu fara í Settings – Privacy – og í Camera. Þar má sjá lista yfir þau smáforrit sem hafa aðgang að myndavélinni í símanum ásamt hnapp til að afturkalla þann aðgang. Slíkt hið sama á við um Micro– phone (hljóðnema). Android Í Android-síma ferðu í Stillingar (settings) – Forrit (apps) og flettir niður og velur eitthvað af þeim smáforritum sem þar birtast. Eftir að þú velur smáforritið sérðu hvaða leyfi þú hefur gefið því tiltekna smáforriti og þar er hægt að afturkalla leyfið. Þrátt fyrir að margir telji að stórtæk hlerun á snjallsímum eigi sér stað hefur ekki tekist að sýna fram á slíkt með óyggjandi hætti. Seljendur hafa enda mun auðveldari og ódýrari leiðir til að skyggnast inn í hugarheim neytenda. Eins og rakið hefur verið í greininni er það fyrst og fremst hegðun okkar á netinu sem gerir seljendum kleift að beina til okkar sérsniðnum auglýsingum. Eins er líklegt, ef áhugi á tiltekinni vöru eða þjónustu vaknar, að við tökum betur eftir auglýsingum sem við hefðum annars ekki veitt neina athygli. Og síðast en ekki síst skyldi ekki vanmeta tilviljanir. En þótt síminn sé að öllum líkindum ekki að njósna um okkur er ástæða til að gjalda varhug við þeirri stórfelldu upplýsingasöfnun á netinu sem á sér stað og neytendur gera sér oft ekki grein fyrir. Heimild: Consumer Reports

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.