Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 17

Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 17
Neytendablaðið // Maí 2021 17 Hvað var kannað? Ýmsir þættir eru kannaðir sem samanlagt segja til um gæði sím- ans. Hægt er að sjá einkunn í hverjum flokki fyrir sig og hvert vægi hans er við útreikning á heildareinkunn. Við hvetjum þá sem eru í farsímakaupahugleiðingum að skoða vel þá flokka sem þeim finnst skipta máli, en ekki eingöngu heildareinkunnina. Fyrir suma getur þannig skipt meira máli hver rafhlöðuendingin er en gæði myndavélar en rafhlöðuending telur 15% af heildar- einkunn á meðan myndavélin telur 25%. Myndavél og myndbönd – 25% Gæði á myndbandsupptöku (bæði hljóð og mynd) og mynda- töku símans eru metin. Í myndatökuprófinu var skýrleiki myndanna metinn; gæði á myndum í dagsbirtu, innandyra og utandyra. Þá voru myndir í lágum birtuskilyrðum metnar með og án flass. Einnig var mælt hversu langan tíma það tekur að opna myndavélina og taka mynd. Þar sem margir símar eru nú með myndavélar bæði að framan og aftan voru allar myndavélar kannaðar. Í myndbandsupptökuprófinu voru gæði myndbandsupptöku skoðuð ásamt möguleika símans á að þysja inn. Einnig voru eiginleikar myndbandsstöðuleikakerfis (Image Stabilizer) metnir, sem og hljóðgæði myndabandsupptaka. Rafhlaða – 15% Í rafhlöðuprófinu var annars vegar kannað hversu löng raf- hlöðuendingin var og hins vegar hversu langan tíma það tók að hlaða rafhlöðuna. Rafhlöðuendingin var skoðuð út frá nokkrum þáttum; biðtíma, netnotkun, myndatöku, GPS notkun og taltíma. Hvert tæki var prófað tvisvar, fyrst með hæstu skjábirtu og svo með skjábirtu stillta á 300 nits. Skjár – 15% Skjágæði voru metin út frá upplausn, skjástærð, birtustigi og hversu auðvelt var að lesa af skjánum á hlið, innandyra við litla birtu og utandyra í mikilli birtu. Frammistaða – 10% Álagspróf voru framkvæmd 5 til 10 sinnum með sérstöku snjallforriti til að athuga hvort og þá hversu mikið sími myndi hitna. Á meðan álagsprófið var í gangi var heitasti hluti símans (skjár eða bakhlið) mældur með sérstökum innrauðum mæli. Hljóð – 10% Hljómgæði voru könnuð með hágæða heyrnartólum til að meta hvort einhver aukahljóð heyrðust við spilun tónlistar. Einnig var hljóðstyrkur tækisins metinn en sími var þá staðsettur einum metra frá hljóðnema þar sem hátalarinn á símanum sneri að hljóðnemanum og hljóðið mælt með sérstökum hugbúnaði. Ending – 10% Hér voru þrír þættir kannaðir, rispuþol á skjá, höggþol og vatnsþol. Í rispuprófinu var notaður sérstakur penni til að kanna hvort skjár myndi rispast. Síminn fékk svo einkunn miðað við þann hámarksþrýsting sem hann þoldi án þess að varanlegar rispur mynduðust. Jafnframt var rispuþol myndavélar á símanum kannað. Í höggprófinu var kveikt á símunum og þeir settir í nokkurs konar veltitæki til að líkja eftir falli úr 80 cm hæð. Símarnir voru skoðaðir eftir 25 hringi og svo aftur eftir 50 hringi og skemmdir metnar. Virkni símana eftir prófraunina var síðan metin. Höggþol símanna var skoðað eftir að veltitækið hafði farið um þá ómjúkum höndum.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.