Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 20

Neytendablaðið - 01.05.2021, Síða 20
20 Neytendablaðið // Maí 2021 Títandíoxíð er hvítt litarefni sem er notað í ýmsar matvörur en þó sérstaklega í sælgæti, bakkelsi, ís og tyggjó. Efnið er einnig að finna í lyfjum og snyrtivörum. Vaxandi áhyggjur hafa verið af öryggi litarefnisins og ákváðu Frakkar að banna títandíoxíð í matvælum frá og með janúar 2021. Eru rökin þau að ekki liggi fyrir næg gögn sem sýni fram á að títandíoxíð sé öruggt til neyslu. Frakkar geta þó ekki bannað innflutning og sölu á matvörum sem innihalda efnið en þeir hafa hins vegar bannað notkun þess í matvælum framleiddum í Frakklandi. Slíkt bann flokkast alla jafna sem viðskiptahindrun enda hindrar það frjálst flæði vöru innan evrópska efnahagssvæðisins. Evrópusambandið gæti því farið í mál til að fá banninu hnekkt en hefur til þessa valið að gera það ekki. Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur gefið út að efnið sé skað- laust en á sama tíma viðurkennt að gögn skorti til að geta komist að afgerandi niðurstöðu. Evrópusamtök neytenda (BEUC) hafa kallað eftir því að títandíoxíð verði bannað í matvörum í öllum löndum Evrópusambandsins og að varúðarreglan verði höfð að leiðarljósi. Áhyggjur af neyslu títandíoxíð snúa ekki síst að því að efnið inn- heldur alla jafna nanóagnir. Nanótæknin hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum en notkun tækninnar í neytendavörur hefur verið umdeild. Nýleg rannsókn sýndi að títandíoxíð getur borist frá móður í ófætt barn og það er ekki síst þess vegna sem frönsk stjórnvöld vilja hafa varann á auk þess sem ekki liggi fyrir fullnægjandi sönnun þess að títandíoxíð sé öruggt aukaefni. Mörgum brá í brún þegar fréttir bárust af því að Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði ekki lengur fáanlegt hér á landi. Að sögn framleiðandans Gener- al & Mills er ástæðan sú að í breyttri uppskrift er að finna náttúrulegt litarefni sem ekki er heimilt að nota á evrópska efnahagssvæðinu. Neytendasamtökin fjölluðu á sínum tíma ítarlega um asó-litarefnin umdeildu og þekkja vel til þessara mála og telja frekar að of skammt sé gengið en of langt. Samtökunum lék því forvitni á að vita hvaða ólöglega náttúrulega litarefni væri eiginlega um að ræða og kölluðu eftir frekari upplýsingum. Ekki fengust skýr svör og einna helst lítur út fyrir að framleiðandi vilji ekki upplýsa frekar um málið. Í Cocoa Puffs er aðeins eitt litarefni; E 150d (karamellubrúnt), sem er algengt í mat, ekki síst í gosdrykkjum. Hugsanlega er verið að auka magn efnisins í morgunkorninu umfram leyfilegt hámark þótt það sé ekki í samræmi við skýringar framleiðanda. En óháð öllum litarefnum má segja að það sé kannski engin harmafregn að framboð af dísætu morgunkorni minnki. Sykurinnihald í mörgum morgunkornstegundum er svo hátt að nær væri að markaðssetja þessar vörur sem eftirrétt en ekki morgunmat fyrir börn. Þess má geta að sendinefnd ESB á Íslandi sá sig knúið til að gefa út yfirlýsingu um málið þar sem fram kom að fram- leiðandinn hefði sjálfur ákveðið að breyta uppskriftinni þannig að hún stæðist ekki kröfur um heilbrigði sem gerðar eru á evrópska efnahagssvæðinu. Cocoa Puffs og Lucky Charms horfið úr hillum Algengt litarefni nú bannað í Frakklandi Litarefnið títandíoxíð (E171), sem er algengt í matvælaframleiðslu, hefur verið bannað í Frakklandi.

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.