Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 27

Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 27
Neytendablaðið // Maí 2021 27 væri breytt. Þegar ekki varð af því kom ekki til endurgreiðslu. Öll samskipti við seljanda fóru í gegnum Messenger. Í framhaldi af uppljóstrunum Which? hefur breska samkeppnis- eftirlitið haft málið til skoðunar og fundið enn frekari sannanir þess að verið sé að villa um fyrir neytendum. Eftir að hafa ítrekað fyrri kröfur sínar herma nýjustu fréttir að Facebook og Instagram hafi lofað að grípa til róttækari aðgerða. Í því felst m.a. að setja bann á notendur sem ítrekað eru staðnir að verki og að gera fólki erfiðara fyrir að nota leitarvél Facebook til að finna falsumsagnahópa. Hvernig á að varast falsumsagnir? Það er í raun hægara sagt en gert því aðferðirnar eru til þess fallnar að villa um fyrir neytendum. Which? lumar þó á nokkrum ráðleggingum. • Umsagnir eru betri vísbending en stjörnugjöfin ein og sér. Því er gott ráð að lesa umsagnirnar en með gagnrýnum huga. • Ef margar góðar umsagnir eru settar inn yfir stutt tímabil er rétt að staldra við. Sérstaklega ef um er að ræða vörur sem ekki hafa mikla útbreiðslu og vörumerkið er óþekkt. • Ef í umsögn er talað um einhver fríðindi, endurgreiðslu eða álíka, sem seljandi á að hafa lofað viðkomandi, ættu að vakna grunsemdir. • Ef umsögnum fylgja mjög margar myndir gæti það gefið til kynna að brögð séu í tafli. Í einu tilfelli fann Which? 3.800 myndir af einni vöru; snjallúri sem hafði hlotið Amazon‘s Choice merkið. Úrið hafði ekki verið lengi á markaði en samt birtust af því 10 myndir að meðaltali á dag. • Which? fann dæmi um umsagnir þar sem fólk sagði frá því að seljandi hefði lofað endurgreiðslu eða ókeypis vöru ef viðkomandi breytti neikvæðri umsögn í jákvæða. Í umsögnum geta því komið fram mikilvægar upplýsingar um starfshætti seljanda. Gúgglað svindl Which? hefur einnig afhjúpað svindl með stjörnugjafir og umsagnir á Google. Svo virðist sem þar sé líflegur markaður með stjörnugjöf því Which? fann ótal dæmi um notendur sem dældu út fimm stjörnum til ólíkra fyrirtækja þvers og kruss um Bretland. Þá vakti sérstakan grun að nokkrir notendur gáfu nákvæmlega sömu fyrirtækjunum fimm stjörnur. Vandamálið er því fjarri því að vera einskorðað við Amazon. Ljóst er að neytendur reiða sig gjarnan á umsagnir enda vilja flestir gera góð kaup og reynsla annarra notenda getur nýst vel. Umfangsmikill falsumsagna-markaður er hins vegar til þess fallinn að blekkja neytendur og bæta hag seljenda á kostnað neytenda. Þá kemur svikastarfsemin niður á heiðvirðum fyr- irtækjum og skekkir samkeppni. Ítrekaðar afhjúpanir Which? hafa orðið til þess að breska samkeppniseftirlitið rannsakaði málið og gripið hefur verið til aðgerða. Hvort þær duga er þó óvíst. Allt þetta mál varpar þó ekki síst ljósi á þær ótal áskoranir sem neytendur standa frammi fyrir í breyttum heimi þar sem viðskipti hafa mikið til færst yfir á netið. Neytendavernd verður að taka mið af því. Eitt af frægari dæmunum er líklega gerviveitingastaðurinn The Shed at Dulwich sem var uppdiktaður af blaðamanni tímaritsins Vice og varð um hríð „vinsælasti“ veitingastaðurinn í London samkvæmt TripAdvisor áður en flett var ofan af svindlinu og skráningin var tekin niður. En með því lauk þó ekki gerviumsögnum.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.