Neytendablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 31
Neytendablaðið // Maí 2021 31
6,4 5,5 5,2 4,3 3,8 3,4 3,4 3,3 2,5 1,9
7,8 7,7 9,3 1,7 1,9 1,3 3,7 8,9 8,3 1,0
8,7 5,3 0,3 8,7 5,4 4,2 3,6 0,3 0,3 2,8
2,5 2,0 2,5 9,0 8,5 6,0 5,0 3,0 2,5 3,5
0,7 4,3 9,9 0,6 2,6 8,6 2,5 5,2 1,2 2,0
nei nei já nei nei nei nei já já nei
Heildareinkunn
Þrif - 40%
Afkölkun - 30%
Umbúðir - 20%
Rennsli - 10%
Inniheldur klór
Svansmerkt
Framleiðandi
Tegund
Einkunn er gefin frá 0-10
Myndir birtar með leyfi Råd och Rön og Forbrugerrådet Tænk.
Könnunin er hluti af samnorrænu gæðakannanaverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu.
Harpic
Power Plus
Max 10
original
Closan
Antikalk
WC rens
Domestos
Ultra White
Änglamark
wc-rens og
kalkerner
Grøn
Balance
Toiletrens
Ecover
Toiletrens
Duck
Aktiv-Gel
Marine
Klorin
WC gel ocean
fresh
Duck
Foaming
Bleach
Harpic
Eco Toilet
Liquid
Hvernig fer gæðakönnunin fram?
Til að meta gæði klósetthreinsa eru þeir þættir kannaðir sem
skipta mestu máli við klósettþrifin. Aðaláherslan er á það hversu
auðveldlega efnið fjarlægir óhreinindi og kalk. Einnig er skoðað
hversu hversu vel efnið dreifist eða rennur um skálina, hversu
umhverfisvænar umbúðirnar eru og hversu auðvelt er að lesa
innihaldslýsingu. Efnainnihald er einnig metið, svo sem hvort
innihaldsefni séu skaðleg umhverfinu.
Þrif 40%
Skoðað er hversu vel efnið leysir upp gervióhreinindi sem líkja
eftir þvagi. Efnið er látið liggja á postulínsplötu í 12 tíma og er
síðan skolað af með vatni. Ekki er notaður klósettbursti heldur
er metið hversu vel efnið eitt og sér leysir upp óhreinindi. Bestu
efnin náðu að fjarlægja svo að segja öll óhreinindi á meðan ekki
sá högg á vatni þegar lökustu efnin voru prófuð.
Afkölkun 30%
Hér er skoðað hversu vel efnið leysir upp kalkfellingar. Ef vatn
inniheldur mikið kalk (kalsíum) er talað um að það sé hart og að
sama skapi er vatn mjúkt ef magn kalks er lítið. Hér á landi er
vatn almennt mjög mjúkt. Í þessari gæðakönnun vegur afkölkun
30%, sem er eins og í sænskri útgáfu könnunarinnar, á meðan
afkölkun vegur 50% í danskri útgáfu þar danskt vatn er mjög
hart. Hugsanlega er vægi afkölkunar fullhátt miðað við íslenska
vatnið.
Umbúðir 20%
Hér er metið hversu auðvelt er að lesa á innihaldslýsingu en
einnig hversu umhverfisvænar umbúðirnar eru. Er þá horft til
þess úr hvaða efni umbúðirnar eru gerðar og hversu auðvelt er að
endurvinna þær. Í þessum flokki fá Änglamark og Grøn Balance
áberandi hæstu einkunn.
Rennsli 10%
Mælt er hversu hratt efnið rennur niður 40 cm og hversu vel það
dreifist. Of mikið rennsli er ekki gott en rennslið má heldur ekki
vera of hægt. Hér er því verið að leita að hinu fullkomna flæði.
Klór í klósetthreinsi ekki æskilegur
Innihaldi klósetthreinsir klór kemur það til frádráttar á heildar-
einkunn. Tvær tegundir, Klorin og Domestor Ultra White,
innihalda klór sem er öflugt en óæskilegt sótthreinsiefni út frá
umhverfissjónarmiðum. Klór leysir ekki upp kalkfellingar en
getur vissulega hvíttað eða bleikt þær. Báðar þessar tegundir
fengu falleinkunn hvað varðar afkölkun.
Ef klór blandast öðrum hreinsiefnum með háu sýrustigi geta
myndast skaðlegar gufur. Ekkert mælir með því að nota kló-
setthreinsi sem inniheldur klór til þrifa á heimilum og gott er
að hafa í huga að öll efni sem við skolum niður, hvort sem er í
sturtunni, handlauginni eða í klósettinu, enda í lífríkinu.
Heimild: Röd och Rån og Tænk