Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021
KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir
Hefur komið víða við
Grunnskóli Siglufjarðar var fyrsti
viðkomustaður Magnúsar eftir að hann
útskrifaðist úr Kennaraháskólanum árið
1994. Þar kenndi hann í tvö ár en flutti
sig þá yfir í Klébergsskóla á Kjalarnesi.
Hann hóf kennslu við Breiðholtsskóla árið
1998, varð deildarstjóri árið 1999 og síðar
aðstoðarskólastjóri þess skóla.
Árið 2006 tók Magnús við stöðu
skólastjóra í Grunnskóla Snæfellsbæjar
og gegndi því starfi þar til hann færði sig
í Seljaskóla árið 2015. Hann var fulltrúi í
samninganefnd SÍ frá árinu 2004 – 2016
og hefur verið formaður Félags skóla-
stjórnenda í Reykjavík frá hausti 2016.
Magnús Þór verður fjórði formaður
Kennarasambandsins sem tók til starfa
árið 2000. Fyrsti formaður var Eiríkur
Jónsson, sem sat frá 2000-2011. Þá tók
Þórður Árni Hjaltested við og sat til
2018. Fráfarandi formaður er Ragnar Þór
Pétursson.
Magnús Þór er væntanlegur til starfa
á skrifstofu Kennarasambandsins í apríl á
næsta ári.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Selja-
skóla, bar sigur úr býtum í formannskjöri
KÍ sem fram fór í nóvember. Magnús
er byrjaður að undirbúa sig fyrir starf
formanns þótt hann taki ekki formlega við
embætti fyrr en í apríl á næsta ári.
Þrjú buðu sig fram til formanns auk
Magnúsar; þau Anna María Gunnars-
dóttir, varaformaður KÍ, Hanna Björg
Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholts-
skóla, og Heimir Eyvindsson, dönsku-
kennari og deildarstjóri í Grunnskólanum
í Hveragerði.
Magnús Þór tekur við embætti
formanns á VIII þingi KÍ sem fram fer
í byrjun apríl á næsta ári. Þá tekur nýr
varaformaður jafnframt við embætti en
á þessari stundu liggur ekki fyrir hver
hreppir það embætti.
Magnús sendi félagsmönnum kveðju
í KÍ Epli á dögunum. Þar sagðist hann
ætla að nýta tímann fram að þingi í að
dýpka þekkingu sína á starfi formanns og
undirbúa sig.
„Ég hlakka mikið til verkefnanna
fram undan. Saman getum við svo margt,“
segir nýkjörinn formaður.
Meðal áherslumála Magnúsar á
formannsstóli verður að bæta kjör félags-
manna, efla ímynd kennarastéttarinnar,
efna til umræðu í samfélaginu um gæði
í íslensku skólastarfi og leita lausna við
hvernig draga megi úr álagi á kennara og
bæta líðan þeirra í starfi.
Formannskjör KÍ afstaðið
Magnús Þór Jónsson
verður næsti formaður KÍ
Ég hlakka mikið til
verk efnanna fram
undan. Saman getum
við svo margt.
Staðan í
kjaraviðræðum
Um áramótin losna samningar
aðildarfélaga Kennarasam-
bandsins við sveitarfélögin.
Um er að ræða Félag
grunnskólakennara, Félag
leikskólakennara, Félag
kennara og stjórnenda í tón-
listarskólum, Félag stjórnenda
leikskóla og Skólastjórafélag
Íslands.
Öll félögin starfa eftir
samþykktum viðræðuáætlun-
um vegna komandi kjara-
samningsgerðar og hafa kynnt
helstu áherslur og markmið í
kjaraviðræðunum.
#12dagatwitter
Kennarasamfélagið á Twitter
telur yfir þúsund manns
og fer vaxandi. Í nóvember
undanfarin ár hefur farið
fram fræðslu- og hópefli
undir stjórn kennarans Sifjar
Sindradóttur (@SifSindra)
sem kallast #12dagatwitter.
Fer það þannig fram að
Sif setur fram dagatal með tólf
verkefnum fyrir kennara sem
taka þátt.
Í ár voru
verkefnin
fjölbreytt að
venju en sem
dæmi má nefna
„Hvaða orð, gif
eða meme lýsir
árinu 2021 hjá þér?“
og „Fylgdu nýjum tíst-
ara úr skólasamfélaginu.
Merktu viðkomandi í tístinu
þínu og segðu hæ.“
Að öðrum samskipta-
miðlum ólöstuðum er Twitter
líklega sá öflugasti þegar
kemur að því að byggja upp
tengsla- og hugmyndanet
á milli kennara. Góð skref
fyrir byrjendur er að slá
#12dagatwitter í leitarglugg-
ann, lesa sér til um niður-
stöðurnar og stökkva svo út í
strauminn.
Fjöldi vingjarnlegra
kennara er tilbúinn að taka á
móti nýliðum.