Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Hefur komið víða við Grunnskóli Siglufjarðar var fyrsti viðkomustaður Magnúsar eftir að hann útskrifaðist úr Kennaraháskólanum árið 1994. Þar kenndi hann í tvö ár en flutti sig þá yfir í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Hann hóf kennslu við Breiðholtsskóla árið 1998, varð deildarstjóri árið 1999 og síðar aðstoðarskólastjóri þess skóla. Árið 2006 tók Magnús við stöðu skólastjóra í Grunnskóla Snæfellsbæjar og gegndi því starfi þar til hann færði sig í Seljaskóla árið 2015. Hann var fulltrúi í samninganefnd SÍ frá árinu 2004 – 2016 og hefur verið formaður Félags skóla- stjórnenda í Reykjavík frá hausti 2016. Magnús Þór verður fjórði formaður Kennarasambandsins sem tók til starfa árið 2000. Fyrsti formaður var Eiríkur Jónsson, sem sat frá 2000-2011. Þá tók Þórður Árni Hjaltested við og sat til 2018. Fráfarandi formaður er Ragnar Þór Pétursson. Magnús Þór er væntanlegur til starfa á skrifstofu Kennarasambandsins í apríl á næsta ári. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Selja- skóla, bar sigur úr býtum í formannskjöri KÍ sem fram fór í nóvember. Magnús er byrjaður að undirbúa sig fyrir starf formanns þótt hann taki ekki formlega við embætti fyrr en í apríl á næsta ári. Þrjú buðu sig fram til formanns auk Magnúsar; þau Anna María Gunnars- dóttir, varaformaður KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholts- skóla, og Heimir Eyvindsson, dönsku- kennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði. Magnús Þór tekur við embætti formanns á VIII þingi KÍ sem fram fer í byrjun apríl á næsta ári. Þá tekur nýr varaformaður jafnframt við embætti en á þessari stundu liggur ekki fyrir hver hreppir það embætti. Magnús sendi félagsmönnum kveðju í KÍ Epli á dögunum. Þar sagðist hann ætla að nýta tímann fram að þingi í að dýpka þekkingu sína á starfi formanns og undirbúa sig. „Ég hlakka mikið til verkefnanna fram undan. Saman getum við svo margt,“ segir nýkjörinn formaður. Meðal áherslumála Magnúsar á formannsstóli verður að bæta kjör félags- manna, efla ímynd kennarastéttarinnar, efna til umræðu í samfélaginu um gæði í íslensku skólastarfi og leita lausna við hvernig draga megi úr álagi á kennara og bæta líðan þeirra í starfi. Formannskjör KÍ afstaðið Magnús Þór Jónsson verður næsti formaður KÍ Ég hlakka mikið til verk efnanna fram undan. Saman getum við svo margt. Staðan í kjaraviðræðum Um áramótin losna samningar aðildarfélaga Kennarasam- bandsins við sveitarfélögin. Um er að ræða Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tón- listarskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands. Öll félögin starfa eftir samþykktum viðræðuáætlun- um vegna komandi kjara- samningsgerðar og hafa kynnt helstu áherslur og markmið í kjaraviðræðunum. #12dagatwitter Kennarasamfélagið á Twitter telur yfir þúsund manns og fer vaxandi. Í nóvember undanfarin ár hefur farið fram fræðslu- og hópefli undir stjórn kennarans Sifjar Sindradóttur (@SifSindra) sem kallast #12dagatwitter. Fer það þannig fram að Sif setur fram dagatal með tólf verkefnum fyrir kennara sem taka þátt. Í ár voru verkefnin fjölbreytt að venju en sem dæmi má nefna „Hvaða orð, gif eða meme lýsir árinu 2021 hjá þér?“ og „Fylgdu nýjum tíst- ara úr skólasamfélaginu. Merktu viðkomandi í tístinu þínu og segðu hæ.“ Að öðrum samskipta- miðlum ólöstuðum er Twitter líklega sá öflugasti þegar kemur að því að byggja upp tengsla- og hugmyndanet á milli kennara. Góð skref fyrir byrjendur er að slá #12dagatwitter í leitarglugg- ann, lesa sér til um niður- stöðurnar og stökkva svo út í strauminn. Fjöldi vingjarnlegra kennara er tilbúinn að taka á móti nýliðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.