Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 13
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 13 Símenntun / KENNARINN Næst á dagskrá var skólaheimsókn í Árskóla. Eins og alltaf gátum við skoðað mjög fjölbreytta kennslu, allt eftir okkar áhuga. Að þessu sinni áttum við að nálgast heimsóknina með því hugarfari að við værum geimverur sem vissum ekkert um skóla og skólastarf, sem var mjög áhuga- vert. Að skólaheimsókninni lokinni fórum við aftur í íþrótta- húsið til Leticiu og Meenu og fórum í verkefnavinnu þar sem við áttum að hanna framtíðina. Þetta verkefni var einstaklega áhugavert þar sem við áttum að fjarlægja einhvern þátt skólakerfisins eins og við þekkjum það núna. Þannig gátum við fjarlægt frímínútur, skólanámskrána, einkunnir, skólastjórnendur, skólahúsnæðið og meira að segja okkur kennar- ana. Við áttum að kanna hvaða afleiðingar, bæði góðar og slæmar, það gæti haft í för með sér. Gaman var að sjá hve ólíkt hóparnir unnu með þetta og hvaða hugmyndir við höfðum um afleiðingar og orsakir þess að taka út hlekki sem við teljum mikilvæga. Eftir hádegi var ég með Breakout EDU vinnustofu og fékk til mín 24 snillinga víðs vegar að af landinu. Krafturinn í hópnum var einstakur sem sást helst á hve margir báðu um aðgang í Facebook-hópinn Breakout EDU Ísland að námskeiði loknu en fyrir áhugasama má einnig benda á síðuna bit.ly/Breakout_Island sem ég, Nanna María Elfarsdóttir, kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi, og Ingvi Hrannar Ómarsson höldum utan um. Á síðunni má finna Breakout EDU leiki á íslensku. Föstudagskvöldið er svo aðalkvöldið þegar við komum saman, borðum góðan mat og njótum samverunnar. Ættar- mótsstemningin hélt áfram og spurningin hverra manna ert þú varð skemmtilegur samkvæm- isleikur. Fljótlega var fólk farið að rekja saman ættir sínar, komst óvænt að vinskap foreldra sinna eða kynntist ættingja samstarfsfé- laga. Myndabásinn var allsráðandi og gamlir og nýir vinir festu sig saman á filmu. Gleðin hélt áfram fram á nótt hjá sumum þar sem sungið var undir gítarspili, einhverjir fóru að leggja sig en ég fór ásamt nokkrum öðrum og naut sýningarinnar sem himingeimur- inn bauð upp á. Laugardagurinn 6. nóvember  Komið var að síðasta degi ráðstefnunnar og við trúðum því vart hve tíminn leið hratt. Dagskráin hófst klukkan níu með ígrundun á því sem á undan hafði gengið. Þá var komið að mennta- búðum og eins og venjulega var hlaðborðið stórt og fjölbreyttar kynningar í boði. Ég hafði hugsað mér að koma víða við en festist svo hreinlega í hláturjóga hjá Eddu Björnsdóttur, kennara í Melaskóla. Nokkur stund af hlátrasköllum leiddi til nýrra samtala og vináttu, fyrir utan það hvað allt var fyndið það sem eftir lifði dags! Menntahraðstefnumótið tók svo við. Það sem þar var kynnt kveikti marga neista eins og glöggt má sjá ef #menntaspjall á Twitter er skoðað. Þar fengu kynnendur 2 mínútur til að kynna eitthvað sniðugt sem þeir nýta sér í kennslu. Þar var t.d. verið að kenna að spila á gítar, hvernig skoða má hvað og hvernig nemendur hafa áhuga á að læra, stemningsspjöld þar sem nem- endur fá myndræna rödd, fjallað um Minecraft, kökugerð með QR-kóðum og fleira og fleira. Donnie Piercey tók svo við en hann talaði um hvernig við ættum ekki að láta tækifæri okkar með nemendur renna úr greipum okkar. Það var gaman að heyra hann segja okkur frá því hvernig hann hefur tekið hugmyndir nemenda sem eru í 5. bekk og framkvæmt þær, til dæmis með að uppfæra myndir á google maps. Rödd nemenda er nefnilega svo dýrmæt og gaman að heyra hvað þau eru hugmyndarík og frjó. Að lokum var komið að seinni vinnustofunni. Ég sótti vinnustofu Meenu og Leticiu þar sem þær fjölluðu um að hanna snjallari framtíð með gervigreind (AI - Artificial intelligence). Á vinnustofunni ögruðum við Siri og skoðuðum hvaða spurningum henni hefði verið kennt að svara og hverju hún gæti ekki svarað. Í framhaldi af því skoðuðum við hvernig vélmenna-aðstoðarmann við myndum vilja ef hann byðist okkur. Mjög góðar og snjallar umræður spruttu um það, sérstaklega þegar við veltum fyrir okkur hvort vélmennið ætti að vera með tilfinningar eða ekki og eins hvort það ætti að bregðast við tilfinningum okkar eða ekki. Við fengum svo að hanna vélmenni fyrir einstaklinga sem þurfa á persónulegum aðstoðarmanni að halda. Tveir hópar fengu sömu einstaklinga og áttu svo að deila sínum hugmyndum á milli sín. Í okkar tilfelli var þetta einstak- lingur með sykursýki. Þetta var mjög lærdómsríkt verkefni og ég er strax farin að sjá hvernig ég get nýtt þetta í framhaldinu og hvernig þetta nýtist nemendum til framtíðar. Utís var svo slitið rétt um 15:30 og það sást að okkur fannst tíminn hafa liðið of hratt og við vorum ekki tilbúin að yfirgefa þetta skapandi og nærandi umhverfi. Það sem Utís gaf var ótrúlega margt og mikið, hausinn er að springa úr hugmyndum og þakklæti fyrir að hafa verið hluti af Utís 2021 fjölskyldunni. Ef þú ert forvitin/n um ferðasögur fleiri Utís-fara hvet ég þig til að skoða #utis2021 og #menntaspjall á Twitter, helst með popp og drykk að eigin vali ásamt því að hafa skriffæri og bréfsefni við höndina. Að þessu sinni áttum við að nálg- ast heimsóknina með því hugarfari að við værum geimverur sem vissum ekkert um skóla og skóla- starf sem var mjög áhugavert. Hvað er Utís? Utís er einstakur menntaviðburður sem er haldinn á Sauðárkróki annað hvert ár. Utís vinnustofur eru á oddatöluárum (2019, 2021, 2023...) og Utís Online á slétttöluárum (2020, 2022, 2024...) Á vefsíðu Utís segir að viðburðurinn sé tækifæri fyrir „okkar fremsta skólafólk að ræða og starfa saman í næði og deila því besta sem er að gerast í íslensku skólakerfi“. Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, frumkvöðull og stofnandi UTÍS á spjalli við þátttakanda. Ingvi Hrannar og Utís hópurinn fengu hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna í fyrra. MYND DAVÍÐ MÁR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.