Skólavarðan - 2021, Page 16
16 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021
VIÐTAL / Guðjón Hreinn Hauksson
og kannski sérstaklega þegar kemur að
iðn- og verknámi. Við þurfum að finna
leið til að fá fólk sem hefur reynslu úr
atvinnulífinu til að taka að sér kennslu í
framhaldsskólunum. Heilt á litið er þetta
staða sem þarf að taka mjög alvarlega.“
Bætt launakjör og jöfnun launa
milli markaða eru atriði sem gætu haft
jákvæð áhrif á þróun mála. „Það er löngu
ljóst að við þurfum að hækka launin svo
um munar. Stjórnvöld verða einfaldlega
að standa við gefin fyrirheit um jöfnun
launa milli markaða. Það er ekki hægt að
búa við þá staðreynd að framhaldsskóla-
kennarar hérlendis séu eilíflega eftirbátar
kolleganna á hinum Norðurlöndunum.
Líka er hægt að nefna Skotland en þar
eru meðallaun kennara næstum 30
prósentum hærri en meðallaun í landinu.
Þetta er dæmi um skýra forgangsröðun
þar sem menntun er metin að verðleik-
um.“
Stuðningur og þjálfun í samninga-
gerð
Félag framhaldsskólakennara er mitt á
milli kjarasamninga, ef svo má að orði
komast. Núgildandi samningur tók gildi
á fyrsta degi þessa árs og rennur ekki út
fyrr en 31. mars 2023.
Guðjón segir að þótt býsna langt sé í
næsta samning þá standi yfir mikil vinna
við bókanir sem gerðar voru í tengslum
við núgildandi kjarasamning.
„Þarna má til dæmis nefna þrjár
bókanir sem varða stofnanasamninga.
Við erum mjög áfram um að fylgja vel
eftir þeim atriðum sem þar koma fram.
Stærsta verkefnið er mikilvæg tilraun til
þess að efla umhverfi stofnanasamninga
inni í skólunum. FF semur ekki um
launaröðun á miðlægum grunni heldur
er samið um launatöflu. Hvernig störfum
og verkefnum er raðað til launa fer fram
í skólunum sjálfum, í stofnanasamn-
ingum. Okkur samdist um það síðast að
framhaldsskólum yrðu veittar 160 millj-
ónir króna á ársgrundvelli til að auka
virkni stofnanasamninga. Fjárframlagið
er ætlað sem hreyfiafl inn í umhverfi
þessara samninga sem því miður hafa
ekki verið mjög virkir fram að þessu.
Við erum aukinheldur á útopnu
að styðja við samstarfsnefndirnar í
skólunum og höfum byggt upp sterkt
tengslanet. Þá erum við að þjálfa fólk í
samningatækni og höfum á sama tíma
aflað mikilla gagna um hvern skóla fyrir
sig; þetta er ekki bara gert til að hjálpa
okkar fólki heldur líka til að styðja skóla-
meistara og stjórnendur í þessu flókna
verkefni,“ segir Guðjón Hreinn.
Betri vinnutími – stytting vinnuvik-
unnar
Stytting vinnuvikunnar er mikið til um-
ræðu í samfélaginu og í kjarasamningi FF
er að finna tvær bókanir þar að lútandi.
„Það er í gangi þjóðarátak
um að stytta vinnuvikuna og
þetta átak verður að ná líka til
kennarastéttarinnar. Það má
segja að við séum byrjuð í ferli
við styttingu vinnuvikunnar,
en það á við um félagsfólk
okkar sem vinnur skrif-
stofustörf eða eru náms- og
starfsráðgjafar.
Það er snúnara verkefni
að vinna að betri vinnutíma
og styttri vinnuviku í hópi
framhaldsskólakennara.
Kennararnir vinna samkvæmt
vinnumati þar sem allir vinnu-
þættir eru áætlaðir; starfsum-
hverfið er verkefnamiðað, hver
áfangi er eitt verkefni og innan
hvers áfanga eru undirverk-
efni. Það er algerlega ófært að
kennarar stimpli sig inn til vinnu eða inn
og út úr mismunandi verkþáttum,“ segir
Guðjón Hreinn.
Vinnutími framhaldsskólakennara
er að mati Guðjóns Hreins alltof langur.
„Skólaárinu er þjappað á 180 daga og
á þeim tíma vinna kennarar megnið af
sínu ársverki. Þetta hefur í för með sér
að vinnuvika kennara í fullu starfi yfir
starfstíma skóla er nálægt 46 klukku-
stundum á viku. Það hefur lengi blasað
við að draga þarf úr vinnuálagi kennara
en í ljósi þess að margar aðrar starfsstétt-
ir í samfélaginu hafa nú stytt vinnu-
vikuna niður í 36 klukkustundir verður
þessi mismunur enn ósanngjarnari. Við
þurfum að vera komin með heildstæðan
ramma um þetta mál fyrir næstu samn-
ingalotu,“ segir Guðjón Hreinn.
Hin langa vinnuvika og mikið
álag hefur áhrif á starfsþróun og
endurmenntun framhalds-
skólakennara. „Þetta er snúið
mál, einkum og sér í lagi
vegna þess að kennarar búa
við gríðarlegt annríki allt
skólaárið. Alls 80 klukku-
stunda endurmenntun fer
því fram í sumarhléum. Það
er auðvitað nauðsynlegt að
kennarar hafi tvær vikur til
að efla sig og endurmennta á
faglegum forsendum,“ segir
Guðjón Hreinn og bætir við
að starfsþróun þurfi einnig að
verða hluti af daglegu starfi
kennara.
„Við viljum vinna að
því að breyta þessu enda er
stefna þeirra sem koma að
menntun í landinu, mennta-
málaráðuneytis, háskólanna
og Kennarasambandsins, að starfsþróun
skuli vera snar þáttur í starfi kennara á
skólatíma. Nú er ekki rými fyrir slíkt en
það þarf sannarlega að finna leiðir til að
breyta því.“
Erfiðara að halda úti fjölbreyttu
námsframboði
Talið berst að stöðu framhaldsskólans
almennt og ekki síst því hver áhrif
styttingar námstíma til stúdentsprófs
hafa verið.
„Ég hef miklar efasemdir um þessa
styttingu. Ég tel hana bæði illa ígrundaða
og illa undirbúna og tel einnig að fram-
kvæmdin sjálf hafi verið mjög vafasöm.
En þriggja ára nám til stúdentsprófs
er nú orðin raunin með tilheyrandi
afleiðingum.
Eitt markmið styttingar var að
nemendur kæmu betur undirbúnir
Guðjón Hreinn ásamt starfsmönnum FF; Þorbirni Rúnarssyni og Ingibjörgu Karlsdóttur. Mynd: Anton Brink
Nú er svo komið að
karlarnir eru um 38
prósent framhalds-
skólakennara. Annað
ekki síður alvarlegt
er að aldur stéttar-
innar fer hækkandi;
framhaldsskóla-
kennarar eldast
hratt.