Skólavarðan - 2021, Qupperneq 17

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 17
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 17 Guðjón Hreinn Hauksson / VIÐTAL en áður inn í framhaldsskólann og að framhaldsskólinn skilaði nemendum jafn vel eða betur undirbúnum upp í háskóla. Því miður sjáum við þess ekki nægilega mikil merki.“ Guðjón nefnir að fræða- samfélagið hafi staðið fyrir ýmiskonar rannsóknum á áhrifum styttingarinnar og telur nauðsynlegt að Félag framhalds- skólakennara og Kennarasambandið allt rýni vel í þær rannsóknir og beiti sér fyrir nauðsynlegum umbótum. „Við þurfum að skoða rækilega hvernig nemendum gengur nú að fóta sig í háskóla. Er bakkalárprófið kannski að verða ígildi stúdentsprófsins, eins og það var fyrir örfáum árum, þegar kemur að innihaldi og færni nemenda til að koma frá sér hugsun í texta og tali?“ segir 2%3% 6% 6% 11% 12% 14% 12% 15% 11% 16% 10% 15% 14% 13% 17% 7% 14% 150 120 90 60 30 0 n Karlar n Konur 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 1% k ar lk yn s ke nn ar a 0% k ve nk yn s ke nn ar a Aldursdreifing framhaldsskólakennara eftir kynjum í mars 2021 100% 80% 60% 40% 20% 0% 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 54 % 55 % 54 % 55 % 55 % 55 % 56 % 57 % 58 % 58 % 60 % 60 % 61 % 62 % 62 % 46 % 45 % 46 % 45 % 45 % 45 % 44 % 43 % 42 % 42 % 40 % 40 % 39 % 38 % 38 % n Karlar n Konur Hlutfall karl- og kvenkyns framhaldsskólakennara Guðjón Hreinn og bætir við að sér hafi þótt mikil forréttindi sem kennari að fá að fylgjast með þroska nemenda á fjórum árum. „Þvílík breyting sem varð hjá nemendum sem komu inn sem börn en fóru út sem fullorðnir einstaklingar. Nú heyrum við nemendur framhaldsskólans segja: við viljum ekki fara strax, við vorum rétt að koma!“ Spurður hvort framhaldsskóla- kennurum hafi fækkað í kjölfar styttingar námsins segir hann svo ekki hafa orðið í sama hlutfalli og styttingin sjálf. „Við óttuðumst meiri fækkun framhalds- skólakennara í beinu framhaldi af styttingunni. En þótt kennarafjöldinn hafi kannski fundið jafnvægi eigum við örugglega eftir að sjá töluverð áhrif á samsetningu kennarahópsins. Eins og ég nefndi áður er gríðarlega mikilvægt að huga vel að nýliðun núna þegar við erum að fara að missa út mikið af okkar dýrmætasta fólki sökum aldurs.“ Fleira sem sameinar en sundrar Félag framhaldsskólakennara er eins og flestir vita eitt sjö aðildarfélaga innan Kennarasambands Íslands. Guðjón Hreinn hefur starfsstöð á skrifstofu Kennarasambandsins við Borgartún en hann er búsettur á Akureyri. Kjörtímabil Guðjóns Hreins rennur sitt skeið á næsta ári, eins og annarra formanna aðildarfélaganna. Guðjón hefur gefið út að hann hyggist gefa kost á sér næsta kjörtímabil. „Já, ég hef þegar tilkynnt stjórn og samninganefnd félagsins að ég muni bjóða mig fram til formennsku annað kjörtímabil. Það tekur tíma að koma sér inn í málin. Mér finnst ég vera að ná tökum á starfinu og vil gjarnan halda áfram.“ Guðjón Hreinn segir búsetu á Akureyri ekki hindrun. „Það sannaðist í COVID að fjarvinna og fjarfundir geta virkað mjög vel. Ég er þó alltaf með annan fótinn í Reykjavík og er mikið fyrir sunnan enda ýmis verkefni sem kalla á það,“ segir Guðjón Hreinn og bætir við að sérfræðingarnir tveir sem starfa hjá félaginu, Ingibjörg Karlsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson, séu frábærir samstarfsmenn sem ævinlega sé hægt að reiða sig á. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir formann á hverjum tíma að geta reitt sig á svona traust bakland.“ „Markmiðið hjá okkur í FF er fyrst og síðast að veita félagsfólki góða þjón- ustu og aðstoð við að leysa úr málum. Við búum líka vel að því að starfa með öðrum félögum undir hatti Kennarasambands- ins og geta nýtt okkur þá sérfræðiþekk- ingu sem býr í starfsfólki KÍ. Málefnin eru mörg sem Kennarasambandið vinnur að og mun fleiri sem sameina okkur en sundra,“ segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.