Skólavarðan - 2021, Qupperneq 21
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 21
Skyndihjálp / NEMANDINN
N ýtt
verkefni,
FAST 112
hetjurn-
ar, er
alþjóð-
legt verðlaunaátak sem fræðir
nú fjölskyldur um einkenni slags
(heilablóðfalls) og rétt viðbrögð
við þeim. Þróað hefur verið
kennsluefni sem er sniðið að
þörfum 5-9 ára barna en í því
kenna skemmtilegar ofurhetjur
börnunum mikilvæga lífsleikni
sem þau miðla svo til fjöl-
skyldunnar. Nemendur læra að
þekkja einkennin og hvernig eigi
að hringja í Neyðarlínuna.
Sláandi staðreyndir sýna
að einn af hverjum fjórum fær
slag á lífsleiðinni, sem þýðir að
nánast allar fjölskyldur þekkja
til þess. Það er því afar mik-
ilvægt að börn læri að þekkja
einkennin til að geta brugðist við
og jafnvel bjargað mannslífum.
Hið jákvæða er nefnilega það
að það er hægt að meðhöndla
slag ef fólk kemst á sjúkrahús í
tæka tíð.
Kennsluefni í boði
Kennsluefnið um FAST 112
hetjurnar er þróað af mennta-
vísindasviði Makedóníuháskóla
í Grikklandi og hafa fjölmargir
sérfræðingar komið að
staðfæringu þess og yfirlestri.
Innleiðingu hérlendis verður
fylgt eftir með rannsóknum líkt
og tíðkast erlendis. Tæplega
6.000 kennarar frá nærri 1.900
skólum víða um heim hafa
þegar tekið þátt í verkefninu
og frætt um 72.000 börn.
Kannanir sýna að foreldrar og
kennarar voru ánægðir með
efnið og fannst það aðgengilegt
í framkvæmd – og börnunum
fannst það skemmtilegt og
gripu boðskapinn á lofti.
Kennslan er einföld og er
skipt í fimm kennslustundir.
Kennarar þurfa ekki mikinn
undirbúning, aðeins að skrá
bekkinn sinn á vefsíðunni
fastheroes.com og lesa eina
rafbók í hverri kennslustund.
Rafbókin leiðir svo kennarann
og börnin í gegnum kennslu-
stundina. Hvert barn fær afhent
veglega verkefnabók stútfulla
af leikjum og skemmtilegu efni.
Kennslan fer fram í gegnum
skemmtilegar teiknimynda-
persónur, Friðrik fyndna fés,
Arnór arm og Soffíu söngkonu,
sem eru ofurhetjur á efri árum,
og barnabarn þeirra, Tómas
tímanlega. Einnig eru leikir,
verkefni og söngur þar sem þau
læra m.a. að hringja í Neyðar-
línuna. Börnin eru hvött til að
miðla þekkingu sinni áfram,
til að mynda með því að senda
ömmu og afa falleg póstkort með
gagnlegum upplýsingum.
Þekking barnanna getur
bjargað lífum
Á alþjóðlegum árveknidegi um
slag þann 29. október síðast-
liðinn var athöfn í leikskólan-
um Brákarborg, en hann er
fyrsti skólinn til að innleiða
kennsluefnið í starf sitt. Þar
starfar Arnrún Magnúsdóttir
leikskólakennari en hún hóf
kennslu á verkefninu nú í
haust og gekk umsvifalaust
inn í FAST 112 hetjuteymið.
Skólavarðan ræddi við Arnrúnu
og byrjaði á að spyrja hana
af hverju hún væri að taka
þátt í verkefninu? „Ég brenn
fyrir forvörnum fyrir börn frá
fæðingu til 10 ára og hef mikla
reynslu af því að eiga samtal við
þau um forvarnir af ýmsu tagi.
Ég tek þátt í verkefninu vegna
þess að ég vil gefa af mér og
veita þeim öryggi í lífi og námi.
Ég finn hversu mikilvægt það
er að geta útskýrt fyrir börnum,
á einfaldan hátt, allt hvað
forvarnir varðar, sama hvort
um ræðir eitthvað í umferðinni,
brunavarnir, tannhirðu eða of-
beldi. Nýjasta verkefnið, FAST
112, er einstakt og það hefur
reyndar mjög persónulega
tengingu. Verkefnið gengur út
á að kenna börnum að þekkja
einkenni slags og töfranúmerið
1-1-2. Sjálf fékk ég slag árið
2016 sem hafði mjög mikil áhrif
á heilsuna, en ég nánast lam-
aðist vinstra megin og málið
brenglaðist um tíma. Ég þurfti
mikla endurhæfingu, m.a. að
læra að ganga upp á nýtt. Þegar
heilsu var náð fór ég að vinna
í leikskólanum Brákarborg og
það er besta BARNA-vítamín
sem lífið hefur fært mér,” segir
Arnrún og greinilegt er að hún
brennur fyrir málefninu.
Nú er þetta mál sem snertir
mjög marga og oft erfitt að koma
upplýsingum um rétt viðbrögð á
framfæri.
Börnin eru einstakir sendi-
herrar
Arnrún er ekki í vafa um
mikilvægi barnanna í þessu
samhengi: „Í átaki sem þessu
eru börnin svo sannarlega
einstakir sendiherrar. Þetta átak
er skemmtilega framsett, einfalt,
líflegt og útskýrir einkenni á
þann hátt sem börnin skilja.
Börnin hafa rödd í fjölskyldum
sínum, rödd sem hljómar til
dæmis í eyru ömmu og afa á
annan hátt en nokkur annar
getur náð til þeirra. Nemendur
mínir eru spenntir fyrir næsta
tíma og tala um persónurnar
sem einkennin eru tengd við.
Börn eru góðir boðberar og fljót
að færa þessa fræðslu, sem og
annars konar fræðslu, yfir í leik
hjá sér.“
Hvaða skilaboðum viltu
koma á framfæri við kennara
sem lesa þessa umfjöllun?
„Mín skilaboð eru áríðandi.
Tíðni slags er ótrúlega há og
hver sem er getur lent í því að
fá slag. Mikilvægi þess að allir
þekki einkenni er gríðarlegt og
hver mínúta skiptir öllu máli.
Við fræðum börn um mikilvægi
þess að tannbursta sig, nota
bílbelti og fikta ekki með eld,
en þessi fræðsla er alls ekki
síður mikilvæg. Þekking þeirra
á þessum málaflokki gefur þeim
yfirburði í sjálfstæði og samfé-
lagsþátttöku. Sjálf þekki ég þá
reynslu að hafa reynt að hunsa
einkennin þegar þau komu hjá
mér (andlitið seig niður vinstra
megin og málið ruglaðist) en
eiginmaður minn er mín FAST
112 hetja!“
Börn eru einstakir sendiherrar
Ég tek þátt í
verk efninu vegna
þess að ég vil
gefa af mér og
veita þeim öryggi
í lífi og námi.
Hefur þú áhuga á
FAST?
Ef kennarar eða skólar hafa áhuga
á að fræða nemendur um FAST
112 ofurhetjurnar er hægt að skrá
sig til leiks á www.fastheroes.com.
Efnið stendur öllum þeim sem
koma að fræðslu barna á aldrinum
5-9 ára til boða endurgjaldslaust.
Þekkir þú helstu
einkenni slags?
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er
önnur algengasta orsök dauðsfalla
í heiminum og ein algengasta
orsök þess að fullorðið fólk býr við
færniskerðingu. Einn af hverjum
fjórum má búast við því að fá slag
á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur
frá Alþjóðlegu slagsamtökunum.
Þekkir þú helstu einkenni slags?
Til að meta einkennin fer
eftirfarandi FAST skimun fram:
X F (face): Biðja einstakling að
brosa - sígur munnur eða auga
niður öðrum megin?
X A (arm): Biðja einstakling að
halda höndum uppi – sígur annar
handleggurinn niður eða lyftist
ekki upp?
X S (speech): Biðja einstakling
að fara með einfalda setningu –
talar viðkomandi óskýrt og ekki
hvað þú ert að segja?
X T (time): Tímabært að hringja
strax í 112 ef eitt eða fleiri af
þessum atriðum eiga við og þig
grunar slag.
is-is.fastheroes.com