Skólavarðan - 2021, Side 24

Skólavarðan - 2021, Side 24
24 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 VIÐTAL / Hólmfríður K. Sigmarsdóttir Þ að er alltaf spurning hvað maður er að horfa á þegar maður er að horfa á vinnu- umhverfið. Það er svo margþætt,“ segir Hólmfríður K. Sigmarsdóttir sem lauk námi frá Fósturskóla Íslands árið 1977 og segist hafa nánast unnið óslitið í leikskólum síðan, en hún tók sér í allt um þriggja ára hlé frá þeim störfum, þar til hún hætti störfum í fyrrahaust. „Grunnþátturinn í því út frá mínu sjónarhorni er að leikskólakennarinn upplifi að vinnuumhverfið fylgi honum sem fagmanni, að hann finni að hann sé virtur sem slíkur. Erum við virt sem fagmanneskjur og er hlustað á okkur og okkar faglega innlegg haft að leiðarljósi við mótun leikskólastarfs? Þetta þarf að hafa til viðmiðunar þegar horft er til vinnuumhverfis leikskólakennara. Varðandi styttingu vinnuvikunnar þá hef ég ekki persónulega reynslu af því að vinna við þær aðstæður. Ég lét af störfum þegar verið var að vinna að skipulagningu þess. En af samtölum mínum við kollega sem eru enn á vettvangi heyri ég að á sama tíma jókst einnig orlofsréttur allra starfsmanna upp í 30 daga á ári og undirbúningstími kennara jókst. Aukning undirbúningstíma leikskólakennara hefur lengi verið baráttumál og út frá umræðu um Hólmfríður K. Sigmarsdóttir. „Ef farið er að skipuleggja leikskólastarfið svo þétt með dagskipulagi og jafnvel stunda- skrá að það sé alltaf verið að brjóta upp leikinn hjá börn- unum þá erum við farin að búa til hindranir fyrir því að leikurinn fái að þróast sem námsleið barnsins.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.