Skólavarðan - 2021, Side 26

Skólavarðan - 2021, Side 26
26 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 VIÐTAL / Hólmfríður K. Sigmarsdóttir leikskólakennarans, þannig að hann hafi samstarfsfélaga sér við hlið sem hefur sömu menntun, sömu sýn og sömu markmið. Þetta hefur klárlega áhrif á líðan leikskólakennarans sem brennur fyrir sínu starfi og hefur mikinn metnað,“ segir Hólmfríður. Hún segir að eins og staðan sé í dag þá setji sveitarstjórnir sér markmið um fjölgun leikskólarýma og foreldrar kalli eftir aukinni þjónustu. „Því er fylgt eftir sem gerir það að verkum að við opnum og fjölgum leik- skólum og leikskólarýmum til að mæta þessari kröfu sem hefur með það að gera að sífellt lægra hlutfall þeirra sem starfa í leikskólum hefur menntun á því sviði. Þessi þróun tengist því klárlega hvernig leikskólakennaranum líður í sínu starfsumhverfi. Ég upplifi það að í mörgum tilfellum ná leikskólakennarar ekki þeim markmiðum sem þeir sem fagmenn vilja ná. Stór hluti tíma þeirra fer í að þjálfa annað starfsfólk sem hefur ekki grunnmenntunina og þekkinguna, en er yndislegt fólk og allt af vilja gert. Þeir einstaklingar stoppa hins vegar oft mjög stutt við þannig að þessi þjálfun er stöðugt í gangi sem þyngir starfsumhverfi leikskólakennar- ans svo mikið. Þetta er svo þreytandi þáttur. Fólk sem hefur aðra háskóla- menntun, eða jafnvel enga menntun, og ræður sig inn í leikskólana vantar í flestum tilfellum grunnmenntunina sem leikskólakennarinn hefur þannig að markmiðin og gildin geta verið ansi mikið öðruvísi.“ Leikurinn sem námsleið Hólmfríður nefnir ýmsa sérfræðinga sem koma inn í leikskólana. „Þeir horfa allt öðruvísi á nám barna heldur en leikskólakennarinn sem horfir á námið í gegnum leik. Leikskólakennarinn á að vera meðvitaður um hvaða hlutverki hann hefur að gegna í leik barnsins á meðan svo margar aðrar stéttir sem koma inn í skólana hafa markmið kennslu og þjálfunar að leiðarljósi.“ Hólmfríður segir að til þess að leikurinn geti orðið að námsleið verði að vera umhverfi og aðstæður til að hann geti fengið að þróast sem slíkur. „Ef farið er að skipuleggja leikskóla- starfið svo þétt með dagskipulagi og jafnvel stundaskrá að það sé alltaf verið að brjóta upp leikinn hjá börnunum þá erum við farin að búa til hindranir fyrir því að leikurinn fái að þróast sem námsleið barnsins. Þessi þrjú atriði fléttast svolítið mikið saman því þá erum við líka farin að tala um styttingu vinnuvikunnar. Það jákvæða við styttingu vinnuvikunnar út frá starfinu í leikskólanum er að ef starfsfólk fer ekki út af deildunum í kaffitímum þá getur leikurinn fengið miklu meira flæði. Hann getur fengið óheftan tíma til að flæða og flæðið er meðal annars það sem þarf að nást upp í leiknum til að hann verði að námsleið barna.“ Hólmfríður segir að margir leikskólakennarar hafi talað um það í mörg ár fyrir daufum eyrum hvað rými leikskólans og tími skipti miklu máli varðandi leikinn. „Það var áður inni í reglugerð ákveðið viðmið varðandi fjölda barna í hverju rými; en það er svolítið í lausu lofti í dag hvernig það er útfært og ekki föst viðmið í lögum eða reglugerðum. Leikskólakennarar hafa mikið verið að höfða til þess að til að leikurinn nái að þróast og verða að námsleið þá þurfi umhverfi leikskólans að taka mið af því; það skipti máli að börnin séu ekki eins og síld í tunnu, ef ég má orða það þannig, og að það sé ekki þröngt og stöðugt áreiti í stað gæðaleiks. Mér finnst vanta dálítið mik- ið upp á að það sé skilningur á þessari umræðu okkar og ákalli sem fagaðila. Það eru þessir tveir þættir, tími og rými, sem skipta mjög miklu máli og að rödd leikskólakennarans fái að heyrast betur og verði ekki kaffærð. Það er svo merkilegt þegar samið er um styttingu vinnuvikunnar að vinnuveitendur og launþegar semja og samningurinn hljóðar upp á að það megi ekkert kosta. Og sveitarstjórnar- menn tala um að þjónustan megi ekki skerðast. Eins og er verið að fram- kvæma þetta í dag þá gerist það á þann hátt að þegar fólk fer í vinnustyttingu þá fækkar starfsmönnunum sem eru á viðkomandi deild sem segir okkur að þá minnkar þjónustan við börnin. Þá spyr maður sig hvort það sé réttlætanlegt. Börnin hafa engan aðila við samninga- borðið. Foreldrar þeirra ættu að vera málsvarar þeirra en ég held að þeir átti sig því miður ekki fyllilega á því hvernig framkvæmdin getur aldrei orðið á annan hátt meðan þetta má ekki kosta neitt. Það verður skert þjónusta við börnin,“ segir Hólmfríður. Raunveruleikinn er sá að það vantar ótrúlegan fjölda af leikskólakennurum til að geta skapað vinnuumhverfi sem fyllir upp í væntingar leikskólakennarans. Einu sinni var Barnið á að vera kóngurinn Tíminn frá miðri 19. öld fram yfir fullveld- istöku var tímabil mikillar grósku í íslensku samfélagi. Þetta var tímabil naflaskoðunar og sjálfsrýni sem varðaði leiðina fyrir þjóð sem vissi að hún vildi verða sjálfstæð en var enn að móta það með sér hvernig hún vildi verða. Í Kennarablaðinu birtist dálítið gullkorn aldamótaárið 1900; greinin Leikur barnanna. Í greininni er fjallað um að Íslendingar séu alvörugefin þjóð, sem í sjálfu sér sé mikilvægt, en að alvörunni þurfi að stilla í hóf þegar komi að þroska og námi barna. Of mikið sé um það að vaxtarskilyrði barna ráðist af hugmyndum fólks sem annað hvort fékk ekki að njóta þess að vera börn eða hefur gleymt því hvernig það er. Við grípum niður í textann þar sem mikilvægi leiksins er lýst: „Af öllu þessu má sjá, að leikar barnanna eru hið besta uppeldismeðal, sem unnt er að beita gagnvart ungum börnum. En til þess að hinir eldri geti fært sér þetta meðal réttilega í nyt, hljóta þeir að hafa vakandi auga með barninu og leikum þess. Þetta er oft hið mesta vandaverk, því annars vegar verða menn að gæta þess að beina starfi þess í rétta átt, og hins vegar að fara svo varlega, að barnið verði sem allra minnst vart við annarleg yfirráð. Sé gripið fram fyrir hendur þess með valdi, þá er öll ánægjan búin og nytsemi leiksins spillt. Barnið á að vera kóngurinn, hinir eldri að- eins ráðgjafar þess.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.