Skólavarðan - 2021, Side 32

Skólavarðan - 2021, Side 32
32 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 RANNSÓKNIR / Tónlistarnám Tónlistarnám Breytingar á tónlistar- kennslu í tengslum við COVID-19 I ngunn Jónsdóttir (MA) og Karen Karólínudóttir (MPH), hlutu styrk úr Rannsóknasjóði Kennara- sambands Íslands til að skoða hvernig tónlistar- kennsla í samkomubanni var færð yfir í fjarkennslu og reynslu tónlistarkennara af þeim breytingum. Einnig söfnuðu þær upplýsingum um hvaða leiðir tón- listarkennarar telja æskilegar og hvað beri að forðast við skipulag fjarkennslu ef svipað ástand skapast aftur í íslensku samfélagi. Enn fremur könnuðu þær líðan tónlistarkennara á þessum tíma. Spurningalisti var sendur til allra tónlistarkennara á landinu. Þegar samkomubann tók gildi á vorönn 2020 þurftu tónlistarkennarar fyrirvaralaust að finna leiðir til að kom- ast í samband við nemendur í gegnum fjarkennslubúnað. Fjölbreyttum úrræðum beitt til að ná til nemenda Ingunn var spurð hvað hefði komið henni mest á óvart: „Það var hversu fjölbreyttum úrræðum tónlistar- kennarar beittu til að ná til nemenda í samkomubanninu. Langflestir kenndu í gegnum fjarkennslubúnað þar sem hljóðið var bjagað og ekki var lengur hægt að spila/syngja með nemendum. Einnig notuðu tónlistarkennarar ýmiss konar smáforrit, gerðu svæði á netinu með aðgengilegu efni fyrir nemendur, sendu upptöku af leik sínum og létu nemendur gera upptöku af sínum leik, sendu nemendum hlustunarlista og lögðu verkefni fyrir í gegnum tölvupóst. 82% þátttakenda rannsóknarinnar mátu það sem svo að þeir hefðu verið öruggir í þessum aðstæðum þrátt fyrir að hafa þurft að tileinka sér nýja kennsluhætti með engum fyrirvara.“ Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að langflestir tónlistarkennarar þurftu sjálfir að útvega búnaðinn sem þeir notuðu og fór kennslan í flestum tilfellum fram á heimilum þeirra. Flestir þátttakendur rannsóknar- innar notuðust við Facetime, Messen- ger, Skype og Zoom. Ekki má ráða af niðurstöðunum að einn búnaður hafi reynst betur en annar. Þátttakendur voru almennt neikvæðari þegar þeir mátu hljóðgæði en myndgæði en meira en helmingur þeirra mat hljóðgæði slæm eða mjög slæm. Helstu erfiðleikar við fjarkennsluna fólust í því að hljóð barst seint og erfitt eða ómögulegt var að spila og syngja með nemend- um. Einnig var flóknara að leiðrétta líkamsstöðu og leiðbeina nemendum Kennarar voru almennt ánægðir með hvernig til tókst en þeim leið ekki vel og upplifðu þreytu og líkamleg einkenni í meira mæli en í hefð- bundinni kennslu. Námskrár- spjall FT Á vormánuðum hóf Fagráð FT rafrænt Námskrárspjall í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla. Félagið heldur áfram að þrýsta á mennta- málaráðuneytið um að verkáætlun um endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla, áætlun sem byrjað var að smíða á haustönn 2019, verði kláruð og vinnu við endurskoðunina verði komið í farveg hið fyrsta og tekin föstum tökum. Í því brýna verkefni blasir við að nú sem fyrr muni ráðuneytið stóla á stéttina, sérfræðingana í faginu. Það er því mikilvægt að halda áfram að þróa og þroska um- ræðuna svo fulltrúar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, þeir sem mögulega munu veljast til verka, séu vel inni í málum og byggi umboð sitt á breiðum grunni. Með Námskrárspjallinu skapast vettvangur þar sem félagsmenn dýpka fagumræðuna og rækta þannig fagmennskuna í stéttinni. Yfirskrift fundanna hefur verið; tónlistarnám í nútíð og framtíð, meginmarkmið tónlistarskóla, námskrárfræði – hvert erum við að stefna með nýrri aðalnámskrá? og námsmatsfræði – hvert stefnir? Ýmsir fræðimenn, tónlistarskóla- kennarar og skólastjórar hafa haldið erindi og félagsmenn hafa svo getað varpað fram spurningum að erindum loknum. Skapast hafa málefnalegar umræður. Sex fundir hafa verið skipulagð- ir fram í janúar á næsta ári og má finna samantektir og kynningar fyrir hvern fund fyrir sig á vefsíðu Kennarasambands Íslands, undir Félagi kennara og stjórnenda í tón- listarskólum.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.