Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 34
34 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 SKÓLINN / Náttúra Á hugaverðu verk efni var hleypt af stokkunum í Víkurskóla í Vík í Mýr- dal í byrjun þessa árs. Skólinn hóf rannsóknarverkefni fyrir nemendur, í samstarfi við Kötlu jarðvang og Kötlusetur í Vík, sem gengur út á að rannsaka strandlínu- og fjörubreytingar í Víkurfjöru næstu árin. Verkefnið felur í sér að nemendur í 5.-10. bekk mæla upp sex snið í Víkurfjöru ásamt því að mæla kornastærðirnar á sandinum þar og taka ljósmyndir af formgerðunum í fjörunni. Yngstu nemendur skólans í 1.-4. bekk munu síðan stunda sjálfstæð- ar rannsóknir á sandinum í Víkurfjöru, dýralífinu sem þar er að finna og rannsaka rusl sem skolast þar á land. Samstarf af þessu tagi er líklegt til að gefa verkefnum og skólastarfi aukna dýpt enda tengist skólinn fleiri sérfræðingum sem verja tíma með nemendum, en það eykur víðsýni. Skólavarðan tók hús á Víkurskóla í upphafi sumars og hitti fyrir þau Kolbrúnu Hjörleifsdóttur, kennara og verkefnastjóra GEO-skóla Víkurskóla, og Jóhannes Martein Jóhannesson, jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Þau leiða verkefnið en flestallir starfsmenn koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti sem og allir nemendur Víkurskóla.  X Hvernig gekk að móta samstarfið? Jóhannes Marteinn: Það gekk mjög vel enda byggir það á gömlum grunni um jarðvangsskólasamstarfið. Kolbrún: Ég er sammála að þetta gekk mjög vel enda er skólinn fámenn- ur, boðleiðirnar stuttar og það skiptir einnig máli að sérfræðingar hafi áhuga á verkefninu og það verður að segjast að Jóhannes kom eins og fullmótaður inn í þetta og það hafa engir hnökrar verið. Ég hef séð um Jarðvangsskólann enda alltaf verið mjög áhugasöm um jarðvanginn og verið virk í honum. Ég hef haldið því á lofti að við öll sem hér búum séum undir þessari regnhlíf Kötlujarðvangs. Það er ekki nóg að koma einhverju á laggirnar, það þarf að halda því gangandi og því er gott í svona samstarfi eins og Víkurskóli á við Kötlu jarðvang að einhver einn sé tengiliður. Jóhannes Marteinn: Það er einmitt mjög mikilvægt í slíku verkefni að hafa tengilið sem hægt er að hafa samband við þegar eitthvað er undir. Kolbrún: Í verkefninu hefur einnig skipt máli að Elín Einarsdóttir Kolbrún Hjörleifsdóttir, kennari og verkefnastjóri GEO-skóla Víkurskóla, og Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi. Fámennið er okkar styrkleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.